Morgunblaðið - 24.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mannamót markaðsstofanna fór fram í gær þar sem markaðsstofur landshlutanna kynntu hugmyndir sínar fyrir aðilum í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Til- gangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru í Reykjavík og vinna með því að dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu heilsársferðaþjónustu. Afþreyingu að finna í öllum landshlutum Þetta var í fyrsta skipti sem slík kynning fer fram. Fulltrúar um 160 fyrirtækja voru á ráðstefnunni sem fram fór í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkur- flugvelli. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að efla vetrar- ferðamennsku undanfarin ár en einungis rúm 11% ferða- manna sem koma til landsins á veturna heimsækja landsbyggðina samanborið við um 42% á sumrin. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri mark- aðsstofu Norðurlands, segir að margs konar afþreyingu sé að finna í öllum landshlutum. Norðurland og Vestfirð- ir hafi lagt sig fram við að bjóða upp á góðar aðstæður til skíðaiðkunar og vetrarævintýra, Suðurland hafi sínar náttúruperlur, Austfirðingar leggi áherslu á mat og nær- veru við heimamenn, en á Vesturlandi er sagnahefðin höfð í heiðri. „Með þessu Mannamóti stefnum við að því að ná betri samstarfsanda á milli aðila,“ segir Arnheiður. Aðspurð segir Arnheiður að betri samgöngur yrðu mikil búbót fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Að öðru leyti sé ekkert að vanbúnaði til að taka við fleiri ferðamönnum á veturna. Kvarta undan svellinu „Samgöngur, vegir og mokstur koma í veg fyrir að við getum kynnt sumar af okkar náttúruperlum á vet- urna,“ segir Arnheiður. Spurð hver séu aðalumkvört- unarefni ferðamanna þá segir hún þá nefna svell. „Það er aðalumkvörtunarefnið, en vetrarferðamenn eru almennt opnari en þeir sem koma á sumrin. Þeir eru undirbúnari fyrir breytingar sem geta komið upp,“ segir Arnheiður. Mannamót til að efla samstarfsandann Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Ferðaþjónusta á Norðurlandi og á Vestfjörðum hefur lagt áherslu á vetrarskemmtun á borð við skíðaiðkun.  Aukið samstarf leiði fleiri ferðamenn út á land Umhverfisstofnun hefur ákveðið að bjóða út rekstur Vatnshellis í þjóð- garðinum Snæfellsjökli. Ferða- mönnum á Snæfellsnes hefur fjölgað undanfarin ár, einkum utan háanna- tíma og samhliða því hefur eftir- spurn eftir hellaferðum aukist. Vatnshellir var gerður aðgengi- legur almenningi í þeim tilgangi að vernda hann, kynna hella og hella- vernd og um leið að hvetja fólk til góðrar umgengni um hella og nátt- úru landsins. Vatnshellir er hraun- hellir í suðurhlíðum Purkhóla- hrauns, upp af Malarrifi. Hraunið og hellirinn eru talin vera um 5-8.000 ára gömul. Vatnshellir er um 200 metra langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja Í frétt frá Umhverfisstofnun segir að markmið útboðsins sé meðal ann- ars að tryggja að almenningur geti notið heimsókna í Vatnshelli allan ársins hring gegn hæfilegu gjaldi. Útboðið hefur verið auglýst á vef Ríkiskaupa og þangað á að beina fyrirspurnum Skipulagðar ferðir í Vatnshelli hófust sumarið 2010 og var þá farið í hluta hellisins, þrjá daga vikunnar. Það sumar komu um 1.600 manns í hellinn. Sumarið 2011 voru farnar fimm ferðir á dag alla daga vik- unnar. Um 5.400 manns heimsóttu þá hellinn. Árið 2012 komu um 3.400 manns í hellinn. Þessi fyrstu þrjú ár sá þjóðgarðurinn um reksturinn á hellinum. Umhverfisstofnun ákvað vorið 2013 að semja við einkaaðila um að sjá um rekstur Vatnshellis í tilraunaskyni. Sumarið 2013 komu tæplega 8.000 manns í hellinn. sisi@mbl.is Vatnshellir verði opinn allt árið  Umhverfis- stofnun býður út reksturinn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vatnshellir Freistar ferðamanna. Fallegar gjafir í öll barnaafmæli Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík. Opið frá 9 - 22 alla daga HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.