Morgunblaðið - 28.01.2014, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Golli
Danmörk Rúnar Alex Rúnarsson samdi við Nordsjælland
sem varð danskur meistari 2012.
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður KR og 21-árs
landsliðsins, varð í gær tíundi íslenski pilturinn
fæddur 1995 sem gerist atvinnumaður í knatt-
spyrnu. Hann skrifaði þá undir fjögurra ára samn-
ing við danska félagið Nordsjælland og mun spila
með U19 ára liði þess út þetta tímabil en koma að
fullu inn í aðalliðshópinn í sumar.
Þetta er orðinn langstærsti hópur íslenskra
pilta af sama árgangi sem hefja atvinnumennsku
svona ungir en þeir eru flestallir í U19 ára lands-
liðinu sem er komið í milliriðil Evrópukeppninnar.
Rúnar Alex hefur reyndar ekki komið við sögu þar
vegna þess að hann er orðinn aðalmarkvörður 21-
árs landsliðsins.
Jafnaldrar Rúnars í atvinnumennskunni eru
þeir Adam Örn Arnarson (Nijmegen), Daði Bergs-
son (Nijmegen), Emil Ásmundsson (Brighton),
Frederik Schram (OB), Gunnlaugur H. Birgisson
(Club Brugge), Hjörtur Hermannsson (PSV
Eindhoven), Kristján Flóki Finnbogason (FC Kö-
benhavn), Oliver Sigurjónsson (AGF) og Orri Sig-
urður Ómarsson (AGF). Þá hefur Samúel Kári
Kjartansson, sem er ári yngri, fylgt þessum ár-
gangi en hann er á mála hjá Reading. vs@mbl.is
Rúnar tíundi úr árganginum
Samdi við Nordsjælland í Danmörku til fjögurra ára
Tíundi atvinnumaðurinn sem er fæddur 1995
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014
ÍÞRÓTTIR
Rússland Ragnar Sigurðsson er ánægður með stemninguna hjá leikmönnum og þjálfurum rúss-
neska liðsins Krasnodar sem keypti hann af FC Köbenhavn. Góður tími til að taka þessu tilboði. 4
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfuðhögg Stella Sigurðardóttir fékk högg í leik Íslands og Sviss 28. nóv-
ember og var mætt á leik liðanna daginn eftir með lepp fyrir auga.
HANDBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Óvíst er hvenær landsliðskonan
Stella Sigurðardóttir, leikmaður
danska úrvalsdeildarliðsins Sönder-
jyskE, getur byrjað að æfa og spila
í handbolta á nýjan leik en þungt
högg sem hún fékk á gagnaugað í
leik með íslenska landsliðinu gegn
Sviss í lok nóvember hefur haldið
henni frá æfingum og keppni.
„Heilsa mín er ekkert allt of góð.
Ég er eiginlega búin að vera rúm-
liggjandi allan janúarmánuð. Ég
var með í leiknum á móti Viborg í
byrjun janúar þó svo að ég hafi
fundið fyrir slappleika frá því eftir
landsleikinn. Í leiknum við Viborg
lenti ég í samstuði við liðsfélaga
minn. Ég fékk högg á hökuna og ég
versnaði mikið eftir það. Ég fékk
eiginlega stanslausan höfuðverk og
er búin að vera með hann síðan,“
sagði Stella við Morgunblaðið í
gær.
Beðið eftir niðurstöðu
úr heilaskanna
Spurð að því hvað læknar sem
hafa skoðað hana segja sagði Stella:
„Þeir segja að ég hafi fengið heila-
hristing en hvort ég hef verið búin
að fá hann fyrir þennan leik á móti
Sviss er ekki ljóst. Mamma rifjaði
það upp fyrir mér að ég hefði feng-
ið högg á sama stað á gagnaugað í
leik á móti Val í úrslitakeppninni
fyrir tveimur til þremur árum. Ég
rotaðist við þetta högg og læknar
segja að maður sé lengur að ná sér
fái maður fleiri högg og á sama
stað. Ég var í eina viku með haus-
verk eftir þetta högg en varð svo
fín eftir það. Ég treysti mér ekki til
að fara spila strax enda er ég nán-
ast rúmföst með þennan höfuðverk
og svo er augað ekki heldur komið í
lag. Ég fór í heilaskanna í síðustu
viku og ég bíð eftir að fá niðurstöðu
úr því. Menn vilja ganga úr skugga
um að það hvort eitthvað alvarlegra
sé í gangi. Á meðan er ég bara í af-
slöppun og er í veikindafríi frá
vinnu,“ sagði Stella.
Treysti sér ekki á landsleik
Stella ætlaði að sjá leiki íslenska
landsliðsins á Evrópumótinu í Dan-
mörku en treysti sér ekki til þess.
„Ég var komin með miða á leik
Íslands og Noregs en ég vildi ekki
fara þar sem hávaðinn var mikill í
höllinni og það hefði ekki farið vel í
mig,“ sagði landsliðskonan við
Morgunblaðið.
Stanslaus höfuðverkur
allan mánuðinn
Stella Sigurðardóttir fékk höfuðhögg gegn Sviss í lok nóvember Annað
högg í byrjun janúar og hefur verið að mestu rúmliggjandi frá þeim tíma
Helena Sverr-
isdóttir og stöll-
ur hennar í ung-
verska liðinu
Miskolc unnu
auðveldan sigur
á PEAC-Pécs,
64:47, í mið-
Evrópudeildinni
í körfubolta
kvenna í gær-
kvöldi.
Helena spilaði rétt tæpar 18 mín-
útur og skoraði fimm stig. Hún hitti
úr einu af fjórum skotum sínum í
teignum og hvorugu þriggja stiga
skoti sínu.
Henni gekk þó öllu betur á víta-
línunni en hún setti niður þrjú víti
af fjórum. Þá tók hún sjö fráköst og
gaf eina stoðsendingu.
Miskolc er eftir leikinn í sjötta
sæti deildarinnar með níu sigra og
tíu töp.
Pécs-liðið er í fjórða sæti með
þrettán sigra og sex töp og því um
að ræða góðan sigur hjá Helenu og
hennar liði í gærkvöldi.
sport@mbl.is
Sterkur
heimasigur
hjá Helenu
Helena
Sverrisdóttir
Wayne Rooney og Robin van Per-
sie, sóknarmenn Manchester Unit-
ed, voru báðir með á æfingu liðsins
í gær og vonir standa til þess að
þeir geti komið við sögu þegar
United mætir Cardiff í ensku úr-
valsdeildinni í kvöld.
Rooney hefur verið frá keppni
frá því um áramót vegna nára-
meiðsla og Van Persie meiddist í
læri í leik gegn Shaktar Donetsk í
Meistaradeildinni í desember.
David Moyes, knattspyrnustjóri
United, fullyrti einnig á blaða-
mannafundi í gær að Spánverjinn
Juan Mata myndi þreyta frumraun
sína fyrir Englandsmeistarana í
leiknum gegn Cardiff, og hann var
einnig með á æfingunni í dag.
Manchester United er í 7. sæti úr-
valsdeildarinnar með 37 stig, sex
stigum frá fjórða sætinu sem gefur
þátttökurétt í Meistaradeild Evr-
ópu næsta vetur. sport@mbl.is
Mata spilar
fyrsta leikinn
í kvöld
28. janúar 1912
Íþróttasamband Íslands er stofn-
að þennan dag fyrir 102 árum í
Bárubúð í Reykjavík. Á fundinn
mæta 25 fulltrúar frá 7 íþrótta-
félögum. Það voru Glímufélagið
Ármann, Íþróttafélagið Kári,
Knattspyrnufélagið Fram,
Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR),
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
(KR), Ungmennafélag Reykjavík-
ur og Ungmennafélagið Iðunn.
Að auki óskuðu fimm félög eftir
því að gerast stofnfélagar, Sund-
félagið Grettir í Reykjavík,
Skautafélag Reykjavíkur og þrjú
Akureyrarfélög, Íþróttafélagið
Grettir, Glímufélagið Héðinn og
Ungmennafélag Akureyrar.
28. janúar 2006
Björn Margeirsson setur Íslands-
met í 800 m hlaupi
innanhúss þegar
hann hleypur á
1:51,07 mínútu á
vígslumóti Laug-
ardalshallar, og
slær tæplega árs-
gamalt met Gauta
Jóhannessonar. Metið stendur
ennþá.
28. janúar 2010
Ísland er komið í undanúrslit á
EM karla í handbolta í Austurríki
eftir nauman sigur á Norð-
mönnum, 35:34. Íslenska liðið er
þar með enn ósigrað í keppninni
og endar í öðru sæti í milliriðli.
Arnór Atlason fer á kostum og
skorar 10 mörk í leiknum.
Á ÞESSUM DEGI