Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2014 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Viltu vera með í liðinu okkar? Tilgangur Íbúðalánasjóðs er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á við- ráðanlegum kjörum. Starfsmannastefna Íbúðalánasjóðs tekur mið af jafnréttisáætlun. Umsóknir gilda í 6 mánuði ef ráðið verður í önnur störf á þeim tíma. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði gæðamála er kostur • Starfsreynsla á sviði gæðamála • Nákvæm, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Samskiptahæfileikar og færni til að starfa í hópi Menntunar- og hæfniskröfur • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Æskileg reynsla af skráningu og /eða innkaupum • Skipulögð og öguð vinnubrögð • Samskiptahæfileikar og færni til að starfa í hópi Vegna aukinna verkefna vill Íbúðalánasjóður bæta við sig duglegum og jákvæðum liðsmönnum. Gæðastjóri Gæðastjóri ber ábyrgð á gæðakerfi Íbúðalánasjóðs en í því felst að hafa umsjón með gerð og viðhaldi allra ferla, framkvæmd innri úttekta og umbóta og þátttaka í framkvæmd áhættumats. Gæðamál heyra undir upplýsinga- og tæknisvið. Íbúðalánasjóður er með vottun samkvæmt ISO 27001:2005 staðlinum. Helstu verkefni • Gerð og viðhald ferla fyrir öll svið • Umsjón gæðahandbókar • Innri úttektir • Innleiðing ferla og þjálfun starfsmanna • Greining atvika og viðeigandi umbætur • Framkvæmd áhættumats í tengslum við rekstraráhættu Fulltrúi á fjármálasviði Fulltrúi á fjármálasviði sér um skráningu í skuldabréfa- og eignakerfi ásamt innkaupum á rekstrarvörum fyrir skrifstofu og tilfallandi verkefni. Helstu verkefni • Skráning upplýsinga • Innkaup rekstrarvöru skrifstofu • Umsjón með aðstöðu starfsmanna • Ýmis skrifstofustörf • Sendiferðir Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Talent ráðninga, www.talent.is Upplýsingar um störfin veitir Lind Einarsdóttir hjá Talent ráðningum í síma 552-1600, lind@talent.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. jan. n.k. Um er að ræða 100% störf. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi www.hagvangur.is Á dögunum gerðist N1 aðili að Festu, miðstöð um samfélags- ábyrgð. Með því ætla fyrir- tækið og starfsmenn þess að starfa í anda gilda Festu af heilindum og stuðla að opinni umræðu og samvinnu um þennan málaflokk, segir í frétt frá N1. Þar kemur fram að undanfarin ár hafi fyrirtækið unnið markvisst að ýmsum samfélagsmálum. Hafi frá 2008 unnið skv. umhverfis- stefnu og í hennar anda gefist viðskiptavinum kostur á að kaupa umhverfisvænt elds- neyti og vörur. Sex starfsstöðvar N1 eru vottaðar samkvæmt staðlinum ISO 14001 og unnið er að því að sex aðrar fái slíkan stimpil. Öryggi starfsmanna sé í brennidepli aukinheldur sem fyrirtækið hefur með ýmsum leiðum stutt íþrótta- og ung- liðastarfsemi um allt land. „Við teljum þetta um leið góðan tímapunkt til að sýna í verki að N1 tekur alvarlega þá miklu ábyrgð sem félagið hef- ur gagnvart íslensku sam- félagi. Um leið og félagið verð- ur skráð félag á verðbréfamarkaði er rökrétt að fara í samstarf af þessu tagi, sem undirstrikar ásetn- ing félagsins,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri N1, í til- kynningu. sbs@mbl.is Aðildin undir- strikar ásetning Traust Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, og Eggert B. Guðmundsson, forstjóri N1, handsala samkomulag.  N1 þátttakandi í starfi Festu  Samfélagsleg ábyrgð  Ör- yggi, umhverfi og ungliðastarf Afstaða LÍU um að ganga ekki frá kjarasamningum nema skiptaprósenta afla- verði verði lækkuð umtals- vert er hörmuð í ályktun Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum sem hélt aðalfund sinn á dögunum. Þar segir að útgerðarmenn telji að sjómenn eigi að taka þátt í að greiða auðlinda- gjöld. Ýtrustu kröfur þeirra geri ráð fyrir 25-30 milljarða kr. lækkun á launum sjó- manna á ársgrundvelli. Mikill hagnaður af veið- um og vinnslu „Þessar kröfur LÍÚ eru komnar út yfir allt vel- sæmi,“ segja Jötunsmenn í Eyjum. Þeir minna á að árið 2012 var hagnaður veiða og vinnslu á Íslandi rúmir 42 milljarðar króna. Það séu ný sannindi og gömul að þegar vel gangi í veiðum og vinnslu hagnast bæði sjómenn og út- vegsmenn. Laun þeirra fyrr- nefndu séu góð um þessar mundir eins og hagnaður út- gerðar. Mikið vilji þó meira og nú skuli seilst í vasa sjómanna til að greiða skatt sem sett- ur er á veiðar og vinnslu. Þetta gerist á sama tíma og sjómannaafsláttur af skött- um sé afnuminn; það er umbun sem sjómenn eigi að njóta líkt og aðrir sem vinna fjarri heimilum sínum. Semji um fiskverð fyrir vertíðina Í ályktun Jötuns er því mótmælt að engin fyrirtæki greiði jafn lágt verð fyrir fisk og þau sem í Eyjum starfa. Þetta sé óeðlilegt og annað hvort ráði að svínað sé á sjómönnum eða að sölu- mál séu í ólagi. Því þurfi að ganga frá samningum um fiskverð áður en vertíð hefst. Ekki með einhliða ákvörðunum útgerðarmanna sem sendar eru um borð í skipin. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjar Jötunsmenn eru ekki allskostar sáttir við LÍÚ. Kröfur útgerðarinn- ar út yfir velsæmi  Sjómenn í Eyjum vilja ekki greiða auðlindagjöld  Segja seilst í vasa sína

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.