Monitor - 16.01.2014, Blaðsíða 4
4 Monitor fimmtudagur 16. janúar 2014
Síðastliðin föstudag frumsýndu þeir félagar í Mið-Íslandi nýja sýn-
ingu sem ber heitið Áfram Mið-Ísland. Einn meðlimur uppistandshóps-
ins, Bergur Ebbi, sagði Monitor undan og ofan af lífinu í gríninu.
Spennufíklar
fara í uppistand
Mynd/Árni Sæberg
Bergur eBBi (fyrir miðju)
Fyrstu sex: 021181
Lag á heilanum: Ég fæ ekki lög á heilann, en
ég fæ tíðnir á heilann. Núna er ég með 1438 hz
á heilanum, þá er ég mest hrifinn af gulum lit
og með craving í kjúkling ... Ég ætla að hringja í
lækninn minn núna.
Fyndnasta Youtube-myndband: Ég var að
horfa á einhverja menn teipa ketti við fjarstýrð
þyrludrón með gopro-myndavélar og fljúga þeim
inn í kvenna-sturtuklefa þar sem það var ekki
vatn að koma úr sturtunum heldur ógeðs-
drykkir. Nei. Bíddu. Það á eftir að gera svoleiðis
myndband. Það er eina myndbandið í heiminum
sem á eftir að gera. Fokk.
uppáhalds ostur: Cheddar (það var líka
uppáhaldsostur Elvis og Georgs fimmta)
Æskuátrúnaðargoð: Jóhannes Páll páfi (út af
fötunum)
Nú eruð þið Mið-Íslands-menn talsvert vanir því
að koma fram.Var stressið enn til staðar fyrir
frumsýningu eða eruð þið löngu komnir yfir slíkt?
Það er mikil spenna í manni áður en maður fer á
svið, og það er nauðsynlegt enda byggist uppistand
mikið á spennu. En við erum ekki stressaðir,
allvega ekki lengur, það nennir heldur enginn að
horfa á stressaðan uppistandara. Nema kannski ef
hann er gulur í framan af stressi og þurr í munn-
inum, en þá er maður að hlæja að honum en ekki
með honum, ef maður þá hlær nokkuð.
Maður fær það á tilfinninguna að sýningarnar séu
langt því frá meitlaðar í stein. Breytast þær mikið
eftir því sem líður á sýningarferlið?
Já, þær breytast slatta. Það má líkja þessu við
brandara eða sögu sem maður segir, hún verður
oftast skemmtilegri og ýktari þegar maður er búinn
að segja hana nokkrum sinnum.
Hvernig er ferlið bakvið grínið? Vinnið þið saman
að því efni sem þið notið?
Við semjum þetta að mestu sitt í hvoru lagi
en svo horfum við mikið á uppistandið hver hjá
öðrum og komum með lagfæringa-punkta og tips
varðandi flutning. Það hjálpar mikið að vera í hóp.
Við erum líka í samskiptum við aðra grínista, bæði
reynslubolta og líka yngri krakka, og skiptumst á
hugmyndum.
Farið þið í karakter á sýningum? Þú virðist
stundum rosalega reiður maður á sviði sem þú
virðist aftur á móti engan veginn vera í raunveru-
leikanum.
Nei. Ég fer ekki í karakter. Ég er bara ég sjálfur.
Það er einn galdurinn við uppistand. Ég segi bara
það sem ég meina og með tilfinningum sem ég bý
yfir. Ég held reyndar að það sem hér er kallað reiði
sé frekar mikil einföldun í hugtakanotkun. Ég er
orkumikill á sviði og tala af ákafa og þannig er ég í
raun og veru. Reiði er eitthvað sem ég tengi frekar
við neikvæðar tilfinningar, jafnvel hatur, og það
á varla við um mig á sviði enda nota ég ekki einu
sinni eitt stakt blótsyrði í mínu „show-i“. Persónu-
lega vil ég hafa uppistand orkumikið, bæði þegar
ég flyt það sjálfur og líka þegar ég horfi á aðra. Mér
finnst maður skulda áhorfendum það.
Hvað er það besta við að stunda uppistand?
Það er það besta í heimi. Allt getur gerst. Það má
vel vera að það hafi verið rosalegt kick að vera í
hljómsveit árið 1960 en þannig er það ekki lengur.
Þeir sem vilja gera eitthvað spennandi eða sjá
eitthvað spennandi, jafnvel hættulegt, þeir sækjast
í uppistand.
En það versta?
Æi bara þetta klassíska. Það er alltaf stutt á milli
hláturs og gráts í öllu í lífinu.
Hafið þið einhvern tíma lent illa í framíköllum
eða púi?
Nei, við komum reyndar eiginlega alltaf vel út úr
framíköllum. Uppistandarar ná yfirleitt að snúa því
sér í vil. Ég man aldrei eftir að það hafi verið púað
á okkur en við höfum orðið vitni að drykkjulátum
á mjög háu leveli, þannig að það hafði áhrif á
sýninguna.
Hver er versti brandari sem þú hefur sagt á sviði?
Verst er bara að segja brandara sem enginn skilur.
Þá fær maður bara þögn. Það er glatað. Ég minnist
þess ekki að hafa sagt brandara sem sveið salinn
of mikið en það er til fullt af dóti á Íslandi sem fólk
vill ekki gera grín að.
Sumir brandararnir ykkar eru svolítið grófir, eins
og gengur og gerist, hvernig vitið þið hvort þið
séuð að fara yfir strikið?
Þegar vinsældirnar dvína þá hefur maður farið
yfir strikið. Það hefur komið fyrir fjölmarga á
Íslandi sem og erlendis. Ég held að maður ætti
að tala sem minnst um þetta, bara reyna að vera
auðmjúkur, sanngjarn og kunna að skammast sín
þegar svo ber undir, þá ætti maður að hafa það af í
þessum heimi.
Eruð þið félagar fyndnir dagsdaglega eða vippið
þið fyndninni bara út fyrir sérstök tilefni? Er
pressa á ykkur og fyndnina í partýum og
fjölskylduboðum?
Þetta er cirka 50/50 skipting á milli grínista. Sumir
eru alltaf í stuði, að þóknast fólki og vera fyndnir
sama hvar þeir koma. Hinir eru bara fyndnir uppi á
sviði og nánast þunglyndir þess utan. Ég vona samt
og trúi að mér hafi tekist að lenda þarna mitt á
milli því það er gott að vera laus við öfgarnar.
Er eitthvað sérstakt „slott” sem er best að vera í?
Hvernig ákveðið þið hver ykkar er hvar í röðinni
þegar þið komið fram?
Við skiptum þessu jafnt á milli, það heldur líka
sýningunni lifandi og kemur í veg fyrir að þetta
verði of mikil rútína. Mér finnst nánast ekki skipta
neinu máli hvar maður er í röðinni því þessi sýning
er keyrð á svo hárri orku allan tímann. Það á að
vera neistaflug allan tímann, frá því að Jói mætir á
svið með fyrstu kynningu og kveikir í mannskapn-
um og þar til við erum búnir að hneigja okkur.