Monitor - 16.01.2014, Blaðsíða 22
Þegar stórmenni á borð
við Martin Scorsese
og Leonardo DiCaprio
leiða saman hesta sína
má oftar en ekki búast
við flugeldasýningu.
Nokkuð örugglega er
hægt að fullyrða að nýj-
asta afurð þeirra, The
Wolf of Wall Street, hafi
boðið upp á eina slíka.
Sú staðreynd að hún sé byggð á
sönnum atburðum ýtir einungis
undir bilunina sem átti sér stað
í fjármálaheiminum á þessum
tíma og hefði maður haldið að
peningamógúlar dagsins í dag
hefðu lært eitthvað á framferði
fyrirrennara sinna.
Kvikmyndin segir frá Jordan
Belfort sem alltaf hafði þann
draum að verða verðbréfamiðl-
ari en blautur á bakvið eyrun
og með enga reynslu gengur
honum illa í starfi þangað
til hann stofnar sitt
eigið fyrirtæki. Þar
rís hann hratt
til metorða
og með því
að kaupa
og selja
hluta-
bréf sem voru á gráu
svæði og ,,ekki beint
lögleg“, eins og hann
orðar það sjálfur,
auðgast hann hratt og
mikið. Á örfáum árum
er hann svo orðinn
moldríkur, með vænd-
iskonur í hverju horni,
neytandi eiturlyfja eins
og þau sé Smarties-kúl-
ur og gjörsamlega siðblindur.
Nánast undantekningalaust
stelur DiCaprio senunni og þó
svo að mótleikarar hans á borð
við Jonah Hill spili sín hlutverk
lýtalaust þá komast þeir ekki
með tærnar þar sem okkar
maður hefur hælana. Þrátt
fyrir að vera þrír tímar að lengd
situr maður fastur við skjáinn
allan tímann og leiðir Scorsese
áhorfandann í rússíbanareið um
spilltan og ógeðfelldan heim
Wall Street þar sem greinilega
er ekki allt með felldu. Mig
grunar að með þessu nýjasta
hlutverki sínu hreppi Leonardo
hin langþráðu Óskarsverðlaun
sem hann hefur svo lengi beðið
eftir.
Ég vona svo sannarlega að
engum finnist þessi lífstíll
heillandi og vonandi
að kvikmyndin verði
vakning fyrir þá sem
stunda viðskipti
af þessu tagi úti í
hinum stóra heimi.
Siðleysi og ómenning
kvikmynd
TheWolf
ofWall STreeT
Hjálmar
karlsson
Me, Myself and Mum (Les Garçons et
Guillaume, à table!) er sjálfsævisaga
leikarans Guillaume Gallienne sem fjallar
m.a. um samskipti hans við móður sína,
kynhneigð hans og aðdáun á konum.
Myndin er í leikstjórn Guillaume Galli-
enne, sem jafnframt fer með aðalhlutverk,
og byggir á uppistands sýningu sinni sem
frumsýnd var árið 2008. Hinn 41 árs Galli-
enne leikur sjálfan sig allt frá barnæsku þar til hann
verður vandræðalegur ungur maður. Gallienne skellir
sér einnig í drag til þess að leika móður sína. Sýnir
myndin jafnframt sérstakt samband sitt
við stjórnsama móður sína sem ól hann
upp frekar sem stúlku heldur en strák
og ákvað að hann væri samkynhneigður
áður en hann var viss sjálfur um kyn-
hneigð sína. Hér er á ferðinni frumleg
og tilfinningarík gamanmynd um
sjálfsmyndarkreppu og óvissuástand.
Me, Myself and Mum er ein af þeim
kvikmyndum sem sýnd er á franskri kvikmyndahátíð í
Háskólabíói sem hefst í Reykjavík á morgun og stendur
til 30. janúar.
skjámenning
Frumsýning helgarinnar
Me, Myself and Mum
Hello, Benjamin !
Carter-rush Hour 2
22 monitor fimmtudagur 16. janúar 2014
aðalhlutverk: Guillaume
Gallienne, André Marcon.
leikstjórn: Guillaume
Gallienne
Talað mál: Franska
Texti: Íslenskur
sýningarstaður: Háskólabíó
VilTu
Vinna
miða?
facebook.com/monitorbladid
Einn af stóru leikjunum sem koma út 29.
janúar fyrir PlayStation 4-tölvuna er leikur-
inn Knack, en hann er gerður af Mark Cerny
sem er hálfgerður guð í leikjageiranum enda
unnið að leikjum á borð við Sonic, Ratchet &
Clank, Jak & Daxter, Resistance og fleirum.
Í leiknum fara leikmenn í hlutverk Knack,
en hann er kvikindi sem var búið til á
rannsóknarstofu með því að safna saman hundr-
uðum fornmuna og úr varð dularfullt dýr sem getur
framkvæmt allskyns undarlega hluti. Það var líka
ekki seinna vænna, því heimurinn stendur í stríði
við Goblin-kvikindi og þarf Knack að leiða baráttu
mannkynsins gegn þeim.
Spilun Knack er nokkuð dæmigerð fyrir þrívíddar-
platformleiki og minnir um margt á leiki á borð við
Sonic, Ratchet, Jak & Daxter og fleiri, en leikmenn
geta hoppað um, ráðist á óvini leiksins með bardaga-
brögðum og notað sérstaka ofurkrafta Knack til að
vinna á stærri hópum óvina.
Frumlegheit Knack felast fyrst og fremst í því að
hann getur stækkað og minnkað við ýmsar aðstæður,
en þegar hann er hvað minnstur kemst
hann í gegnum litlar holur og minni svæði,
en svo getur hann stækkað svakalega og
orðið á stærð við byggingar og nýtist það
vel í bardögum við risavaxin vélmenni og
skriðdreka.
Grafíkin í Knack er í flottum teiknimynda-
stíl, en grafíkin í Knack sjálfum er kannski
mest fyrir augað, enda er kappinn
samansettur úr fjölda lítilla hluta og
kemur það vel út. Tónlist og talsetning
leiksins er í góðu meðallagi, en það
sem mér finnst vanta er að persónur
hans séu meira spennandi, það
vantar tilfinnanlega húmor og
stuð í leikinn.
Knack er alls ekki slæmur leikur,
en hans helsti galli er að hann
er mjög einsleitur og leikmenn
eru alltaf að gera það sama og
það verður mjög leiðinlegt til
lengdar.
Tegund:
Platformleikur
PeGi-merking: 7+
Útgefandi:
Sony Computer
dómar:
4 af 10 – Gamespot
5,9 af 10 – IGN.com
4 af 10 – Eurogamer.net
knack
Ólafur þÓr
jÓelsson
Tölvule ikur
allt að gerast.. en samt ekki neitt..