Monitor - 16.01.2014, Blaðsíða 3

Monitor - 16.01.2014, Blaðsíða 3
Fyrir aFmælisunnendur Í kvöld og á morgun mun Stúdenta- kjallarinn fagna eins árs afmæli sínu með heljarinnar afmælisveislu. Í kvöld verða tónleikar með hljóm- sveitunum Tilbury og Húsbandinu en annað kvöld munu þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Eysteinn Sigurðarson og Orri Eiríksson fremja gott grín. Ókeypis er inn á bæði kvöld, eins og í allar betri afmælisveislur, og allir velkomnir. Fyrir hugleiðendur Nú eru hafnir á ný ókeypis jógatímar í Hinu húsinu fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára. Verða þeir á hverjum þriðjudegi kl. 17:00-18:30 næstu tvo mánuðina. Tímarnir munu samanstanda af jógastöð- um, öndunaræfingum, slökun og hugleiðslu og er engin reynsla nauðsynleg til að koma og prófa. Fyrir kvikmyndaunnendur Á morgun hefst hin árlega franska kvikmyndahátíð í Háskólabíói og stendur hún yfir í tvær vikur. Hátíðin verður sett með sýningu gaman- myndarinn- ar Eyjafjalla- jökull sem snýst um afleiðingar gossins í samnefndum jökli árið 2010. Jafnframt verða sýndar átta aðrar franskar bíómyndir á sýning- unni, þar á meðal tvær teiknimynd- ir. Hægt er að kaupa sérstakan fimm mynda afsláttarpassa í miðasölu Háskólabíós á 3.900 kr. Súkkulaðikökur eru ólöglegar í Norður-Kóreu fyrst&fremst 3fimmtudagur 16. janúar 2014 Monitor b la ð ið í t ö lu M úrræði fyrir ein- mana sálir í Japan má finna á síðu 6. 4 vegglistaverk voru skráð í Reykjavík árið 2012. sýning Mið-Íslands var frumsýnd í síðustu viku. 2. Ég ætlaði að fá mér skammdegiskærustu,en það tekur því eiginlega ekki úr þessu,“ sagði ónefndur vinur minn nýlega í umræðum um ástarlíf hans. Mér þykir hann full jákvæður þar sem það er alltof langt eftir af vetrinum í mínum huga. Ólíkt umræddum vini mínum á ég hinsvegar heilsárskærasta sem kemur í veg fyrir að ég gráti mig í koddann á kvöldin af skammdegisþunglyndi með því að horfa með mér á sjónvarpið og vaska reglulega upp. Hugmyndin um skammdegiskærasta ermér þó alls ekki ókunnug og það sama má eflaust segja um mjög marga unga Íslendinga. Það er jú svo gaman að vera á lausu á sumrin, detta í óvæntan sleik á útihátíð eða labba heim með nýjum vini í miðnætursólinni. En þegar það verður kalt er fátt notalegra en að eiga einhvern að sem er til í að liggja með manni undir teppi á föstudagskvöldi og troða sig út af nammi yfir Friends. Ég hef hinsvegar aldrei heyrt neinn við-urkenna löngun í skammdegiskærustu jafn skammlaust og þennan vin min. Það má eiginlega ekki viðurkenna að mann langi bara í samband til styttri tíma enda þykir það gríðar- lega ljótt gagnvart hinum aðilanum að lokka viðkomandi í samband á fölskum forsendum. Væri lífið ekki aðeins skemmtilegra ef þurf- andi skammdegissambandsfíklar gætu bara rætt væntingar sínar opinskátt og hjúfrað sig svo saman í nokkra mánuði. Við eigum víst öll að vera að leitaað ástinni (samt ekki) en það er nokkuð ljóst að við erum ekki öll að leita að heilsársdekkjum í djobbið. Sumir vilja bara nagladekk til að koma sér í gegnum versta slabbið. Ég mæli með því að hugtak- ið um skammdegiskæró verði fært í orðabók því við vitum öll að það er þörf viðbót við íslenska tungu. Ástarkveðjur Anna Marsý mOniTOr@mOniTOr.is ritstjórar: Anna Marsibil Clausen (annamarsy@monitor.is), Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) (Í fæð- ingarorlofi) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Rósa María Árnadóttir, Auður Albertsdóttir, Lísa Hafliðadóttir (í fæðingarorlofi) Forsíða: Árni Sæberg (saeberg@mbl. is) umbrot: Monitorstaðir auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl. is) myndvinnsla: Ingólfur Guðmunds- son Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent sími: 569 1136 ga Monitor Efst í huga Monitor Efst í huga Monitor Efs Skammdegiskæró mælir með... www.facebook.com/monitorbladid Vikan á facebook 47 Atli Fannar Bjarkason Er séns að þeir virkustu í athugasemdum hati listamanna- launin svona mikið vegna þess að þeir halda að Gói hafi hirt pakkann eins og hann leggur sig árið sem Hringekjan var á dagskrá? 13. janúar kl. 19:47 „Hugmyndin hjá mér var upphaflega að hugsa þetta eins og ég væri að semja tónlist fyrir tölvuleikinn Hamlet en ekki leikritið,“ segir tónskáldið Úlfur Eldjárn um sitt nýjasta verk. Leikritið Hamlet með Ólafi Darra Ólafssyni í titilhlutverkinu var frumsýnt í Borgarleikhús- inu síðastliðinn laugardag en tónlist Úlfs gegnir lykilhlutverki í sýningunni.„Mig langaði að búa til hljóðheim sem væri í senn nútímalegur og forneskjulegur og til þess notaði ég hljóðfæra- samsetningu sem minnir mann á herlúðra, trumbur og hirðtónlist fyrri alda,“ segir Úlfur en inn í þessa hljóðfærasamsetningu blönduð- ust síðan allskonar áhrif, m.a. frá teknótónlist og ítalskri hryllingsmyndatónlist. Hamlet verður seint flokkað sem léttmeti en Úlfur tók sig engu að síður til og las leikgerðina með upprunalega textann á ensku til hliðsjón- ar áður en hann lagðist í tónsmíðina. „Það er ótrúlega gefandi og hollt að brjótast í gegnum þennan texta. Maður ætti helst að lesa einn Shakespeare í hverjum mánuði“. Hipsterinn Hamlet Þrátt fyrir að fylgja þýðingu Helga Hálfdán- arsonar að mestu leyti er reglulega laumað að nútímaorðum á við „tagg“, „fokkings“ og „twerk“ í Hamlet Borgarleikhúsins. Þar sem Hamlet stendur í frakka með leðurermum og úfið skegg er hann afar áþekkur ungum mönnum sem oft sjást mæla göturnar í mið- bænum. Það virðist ekki hafa reynst erfitt að færa Hamlet til nútímalegs horfs enda bendir Úlfur á að áhrif verksins séu allt í kringum okkur,hvort sem það er í bíómyndum, tónlist eða bókmenntum samtímans. „Í grunninn fjallar Hamlet bara um ungan mann sem er í uppreisn gegn samfélaginu. Þá sögu er enn verið að segja á nýjan og nýjan hátt og við eigum auðvelt með að lifa okkur inn í hana,“ segir Úlfur og bætir því við að Cathcer in the Rye, RebelWithout a Cause, StarWars og 101 Reykjavík séu allt afkomendur Hamlets. Aðspurður um hvað framtíðin ber í skauti sér segist Úlfur vera að leggja lokahönd á gagnvirkt tónverk. „Það heitir Strengjakvartett nr. ∞. Það virkar þannig að fólk getur farið á netið og hlustað á sína eigin útgáfu af verkinu í gegnum sérstakt viðmót sem ég er að þróa með Halldóri bróður mínum og Sigurði Oddssyni hönnuði. Svo er ég líka að fara á fullt að klára nýju sólóplötuna mína,“ segir Úlfur en hann spilaði nokkur lög af plötunni á síðustu Airwaveshátíð sem annars hafa ekki heyrst opinberlega, hvorki fyrr né síðar. „Ég hlakka til að leyfa umheiminum að heyra meira af því.“ Úlfur Eldjárn semur tónlistina í uppsetningu Borgarleikhússins á einu ástsælasta verki leikskáldsins Williams Shakespeare, Hamlet. teknótónlist fyrir tölvuleikinn hamlet M yn d/ Ró sa Br ag a ár á Haukur Harðarsson að baki á RÚV. 3 Bubbi Morthens Handbolti er sól. 12. janúar kl. 15:37 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir heimildamynd um konu sem er 300 kíló, eða heimildamynd um hættulegustu fangelsi í Rússlandi...erfitt val á Netflix og leiðinlegt að Spiderman 2 er búin að stöð 2 en hún byrjar nú aftur í nótt...legg mig bara þangað til. 5. janúar kl. 18:02 ÚlFur eldjárn Fyrstu sex: 030976 uppáhalds risaeðla: Sinocalliopteryx lag á heilanum: Norway með Beach House að vera eða ekki vera: Með miða á Hamlet?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.