Monitor - 16.01.2014, Blaðsíða 21

Monitor - 16.01.2014, Blaðsíða 21
21fimmtudagur 16. janúar 2014 Monitor Hvaðan kemur þú? Hvernig kom það til að þú byrjaðir að stunda street-art? Ég er frá Brisbane í Ástralíu, en ólst upp í Melbourne sem er borg þekkt fyrir listir, menningu og graffití-list Ég hreifst ungur af graffití-list og varð forvitinn um hvernig það var gert. Það leiddi til þess að ég prófaði sjálfur og stundaði ég það á unglingsárunum. Ég fór svo í há- skólanám í listum þar sem ég sérhæfði mig í þrykklist og það leiddi mig þangað sem ég er komin með málverkin mín. Ég hætti í graffití-listinni til þess að einbeita mér að því að skapa eitthvað sem var nýtt fyrir mér. Ég lít á veggjalist sem mjög breitt hugtak sem inniheldur ýmsar gerðir af listrænum stílum sem eiga það allt sameigin- legt að vera málað á veggi. Hvernig endaðir þú á Íslandi? Ég kom hingað fyrst snemma í apríl á síðasta ári þar sem ég komst inn í svokallaða listamannsvist á Skaga- strönd. Það var gífurlega spennandi ferðalag þar sem ég fór eins langt frá Ástralíu og mögulegt var. Einangrunin sem fylgir því að vera í litlum bæ norðarlega á Íslandi gaf mér tækifæri til þess að einbeita mér að mínum eigin stíl og þróa hann að þeim punkti sem hann er núna. Hvar annarsstaðar hefur þú unnið? Ég hef ferðast og málað í fjölmörg ár, sérstaklega á síðasta ári en þá vann ég hér, í London, Glasgow og Edinborg. Einnig hef ég unnið í Suð-Austur Asíu, Bandaríkjunum og útum alla Ástralíu. Er einhver munur á því að stunda veggjalist hér á landi miðað við erlendis? Já og nei. Hugmyndafræðilega er það sem ég er að vinna að hérna einstakt fyrir Ísland og það hefur verið að þróast síðan ég kom hingað fyrst þar sem ég hef lært margt á þessu ári. Það eru einnig mörg atriði sem gera það að ákveðinni áskorun að stunda veggjalist hér á landi. Bæði er erfitt að nálgast mikið magn af málningu og svo er það náttúrulega veðrið sem getur sett strik í reikninginn. Þetta hefur samt allt mótað verkin. Hvernig hefur dvölin á Íslandi verið? Hver hafa viðbrögðin verið við verkum þínum? Ég held að það sé borin mikil virðing fyrir listum og menningu á Íslandi og hingað til hef ég aðeins fengið jákvæð viðbrögð við verkunum mínum. Ég bjóst aldrei við því að koma til Íslands til að gera veggjalist en ég er mjög glaður að ég kom hingað. Þessi frábæru viðbrögð sem ég hef fengið hafa leitt til þess að ég hef dvalið hér lengur en ég ætlaði í upphafi. Á hverjum degi hitti ég frábært fólk þannig að Reykjavík býður upp á gott umhverfi til þess að vera skapandi. Hver er sagan bakvið veggina sem þú vinnur að núna við Héðinshúsið? Veggirnir eru byggðir á ljósmyndum eftir ljósmyndar- ann Andrés Kolbeinsson sem ég fann á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem gaf mér leyfi til að nota þær. Þetta eru myndir frá uppsetningu Tilraunaleikhússins Grímu frá árinu 1961 á verkinu Læstar dyr eftir Sartre, en leikar- arnir á myndunum eru Helga Löve, Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Markmiðið er að skapa sögu á milli myndanna á veggjunum. Auðvitað er sagan til í leik- ritinu en mig langaði að gefa hinum almenna borgara tækifæri til að skapa sína eigin sögu á meðan horft er á verkið á leið til vinnu eða skóla. „Veðrið getur sett strik í reikninginn“ Guido van Helten er ungur vegglistamaður frá Ástralíu. Hann kom fyrst hingað til lands í apríl og hefur að mestu leyti verið hér síðan. Guido vinnur nú að því að skreyta veggi Héðinshússins og hefur það vakið mikla athygli. Myndir/Ómar

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.