Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Qupperneq 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Qupperneq 2
14. OKTÓBER 20112 Athygli vekur að umsóknir um fjár hagsaðstoð eru jafnan fleiri í lok árs en aðra mánuði ársins og því er allt eins líklegt að fjöldi þeirra sem leita til Félagsþjónustunnar verði enn meiri en gert er ráð fyrir í þessi tölum. Til að umsækjendur eigi rétt á fram færslustyrkjum verða þeir að vera undir tekjumörkum sem til þarf til lágmarksframfærslu samkvæmt út reikn ingum Tryggingastofnunar ríkis ins. Fjárhagsaðstoð er hugsuð til þess að koma í veg fyrir að viðkom­ andi geti ekki framfleytt sér og sínum. Einnig er veitt fjárhagsaðstoð sem lið í endurhæfingu umsækjanda, til dæmis vegna vímuefnavanda. Framfærslubyrði sveitarfélagsins hefur aukist um 296% á þessu tímabili. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjöl skyldudeildar Hafnarfjarðar segir að erfið staða fólks sé verulegt áhyggju efni. „Einstaklingar sem leita til okkar eiga að vera búnir að leita réttar síns annars staðar í kerf inu áður en þeir leita til okkar. Fjár­ hags aðstoð bæjarfélagsins er síðasta öryggis netið“ segir Rannveig. Mikil fjölgun var á beiðnum um fjárhagsaðstoð strax eftir hrun eða í október 2008. Þá sóttu 30% fleiri um fjárhagsaðstoð en í mánuð in um á undan. Fjöldi beiðna um fjár hags­ aðstoð helst í hendur við atvinnu­ leysistölur. Þeir sem fá greiddar fullar atvinnuleysisbætur eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð heldur aðeins þeir sem fá atvinnuleysisbætur að hluta. Upphæð framfærslustyrkjanna hefur hækkað úr 74,4 milljónum árið 2007 í 244 milljónir árið 2010. Fyrstu 9 mánuði ársins hafa 191 milljón króna verið greiddar til framfærslustyrkþega. ­/hþ Sextánda tölublað Bæjarblaðsins HAFNARFJÖRÐUR, lítur nú dagsins ljós. Nýr ritstjóri hefur tekið við blaðinu og er unnið að endurskipulagningu á því. Efla á fréttir og fréttatengt efni í sambland við mannlíf, menningu og íþróttir. Góðir hlutir gerast hægt en ákveðið. Þannig er verið að leggja drög að lítilsháttar útlitsbreytingum samfara fjölgun frétta. Blaðið er ópólitískt með öllu og öll sjónarmið eiga að koma fram eftir föngum. Reyndar verður aðsendum greinum fækkað og miðað við í framtíðinni að aðeins ein slík grein birtist í hverju blaði. Útbreiðslusvæði blaðsins verður nú Hafnarfjörður, Álftanes og Vogar en Garðabær er ekki lengur innan ritstjórnar þessa blaðs þar sem stærð þess sveitarfélags kallar á sérstakt blað. Það er von mín sem ritstjóra að bæjarbúar, bæði í Hafnarfirði sem og Vogum og Álftanesi verði duglegir að benda á mál eða senda inn greinar. St. Jósefsspítali Nú bendir allt til þess að óbreyttu að Hafnfirðingar sjái á eftir sjúkrahúsinu sínu St. Jósefsspítala fyrir fullt og allt, sjúkrahúsi sem verið hefur hluti af samfélaginu í Hafnarfirði síðan Jósefssystur létu byggja það 1924 og vígðu það 1926 í september. Nú 85 árum síðar hyllir undir endalok þessarar merkilegu sögu. Flestir Hafnfirðingar hafa átt skyldmenni sem hlotið hafa aðhlynningar og lækningar á spítalanum og það er sorglegt að fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin á Íslandi sem nú situr, skuli bera ábyrgð á því að binda endi á 85 ára sögu þrátt fyrir margar kreppur á þessum tíma. St. Jósefsspítali heyrir senn sögunni til. Þeir eru margir sem sitja hljóðir eftir, enda margir átt sína lokastund með ástvinum á þessu sjúkrahúsi. Viltu segja skoðun þína? Fríðblaðið Hafnarfjörður-Álftanes-Vogar vill gjarnan komast í samband við bæjarbúa sem sjaldan hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína eða veita viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfangið hafnarfjordur@vedurehf.is eða hringið í síma 894 6810. Með kveðju frá ritstjóra, Siggi stormur. HAFNARFJÖRÐUR / ÁLFTANES / VOGAR 16. TBL. 1. ÁRGANGUR 2011 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Þ. Ragnarsson, sími 894 6810, netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is / sigurdur@vedurehf.is. Blaðamaður: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.is. Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049. Íþróttir: Árni Þórður Sigurðarson, sími 867 0719. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 15.000 eintök. dreifing: Pósthúsið. Fríblaðinu er dreiFt í 15.000 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / ÁlFtanesi / Vogum Leiðari ritstjóri heilsar „Það virðist alveg koma skýrt fram í tölum að um burðalyndi gagn vart hundum eykst eftir því sem þeim fjölgar“ segir Guðmundur Einars son framkvæmdastjóri Heil brigðis eftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Gríðarleg fjölgun hunda hefur átt sér staða á umliðnum árum og í tölum sem Heil brigðis eftirlitið hefur tekið saman sem og ná yfir 8 ára tímabil, hefur skráðum hundum fjölgað mest í Hafnarfirði frá ársbyrjun 2005 til dags ins í dag eða um 95,6%. Þeir eru í dag 755 en voru í ársbyrjun 2005, 386 talsins. Mesta fjölgunin í Hafnarfirði Eftir hrun, eða frá ársbyrjun 2008 til dagsins í dag hefur hundum í Hafn arfirði einnig fjölgað hlut falls- lega mest miðað við hin sveitar félög- in, eða um tæp 50%. Kópavogur kemur næstur með tæpa 37% fjölg un. Hundum hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum eftirlitsins, þ.e. Álfta nesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópa vogi, eftir hrun og í dag eru um skráðir hundar í þessum sveitar- félög um nálægt 2270 talsins og varð fjölgun in varð mest hjá þessum sveitar félögum milli áranna 2008 og 2009 eða um 14%. Hlufallslega flestir hundar á Álftanesi „Sé miðað við fjölda íbúa þá er þéttleiki hunda mestur á Álftanesi og svo í Garðabæ“ segir Guðmundur og bætir við að sé miðað við fjölda hunda pr. eitt þúsund íbúa í ágústlok 2011 þá eru þeir 56 á Álftanesi, 46 í Garðabæ, 29 í Hafnarfirði og 28 í Kópavogi. Guðmundur segir kvörtunum hafa fækkað eftir því sem hundum hefur fjölgað. „Sem dæmi voru kvartanir, reiknaðar á hverja 100 hunda um 14 árið 2007 en hefur fækkað stöðugt frá þeim tíma og miðað við nýjustu tölur sem við höfum frá þessu ári er þessi tala komin niður undir 8 á hverja 100 hunda“. Hundahald gengur almennt vel Guðmundur segir það vera almenna reglu að hundahald gangi vel í þess um sveitarfélögum en að ávallt sé svartur sauður í mörgu fé sem dragi á stundum upp aðra mynd af hunda haldinu. „Hér áður fyrr þegar fólk kom úr sveitunum í þéttbýlið var það útbreidd skoðun að hundar ættu heima í sveit. Sú skoðun heyrist nú æ sjaldnar segir Guðmundur og bæt ir við: „Hins vegar er það svo að því fylgir ábyrgð að taka að sér heimilis- dýr eins og hund og lausaganga og þrif eru almennt ekki vandamál. Mín tilfinning er hins vegar sú að þegar menn fá gefins hunda þá er eins og menn hafi ekki velt ábyrgðinni eins mikið fyrir sér. Ef hundar væru ekki auglýstir gefins, þá hverfa sennilega mörg af þeim vandamálum sem fólk er að upplifa eða heyra um í dag tengd hundahaldi“. Engin hundasvæði í Hafnarfirði Í 3. gr. hundasamþykktar fyrir Hafnar fjörð og nágrannasveitarfélög segir m.a. Sveitarstjórnir láta merkja ákveðin svæði þar sem sleppa má hundum lausum innan afmarkaðs svæðis. Ekkert slíkt svæði er í Hafn- ar firði. „Hafnarfjörður ætlaði sér að koma upp slíku svæði en því var mótmælt af hundaeigendum þar svæðið þótti óræktarsvæði og alls ekki heppilegt“ segir Guð mund ur en bendir á að þegar unnið sé að skipulagi fyrir tiltekna hluti, fari í gang visst skipulagslegt ferli en svæðin séu síður en svo full sköpuð á þeim tímapunkti. Allt þurfi sinn tíma. -/sþr. Framhald af forsíðu Fjárhagsaðstoð við íbúa haFnarFjarðar þreFaldast Frá hruni Hundahald í Hafnarfirði tvöfaldast frá 2005: umburðarlyndi eykst samFara Fjölgun hunda – segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjöl­ skyldudeildar Hafnarfjarðar.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.