Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Blaðsíða 10
14. OKTÓBER 201110 Fullt nafn og starf: Þórhallur Heimis son, sóknarprestur í Hafnar- fjarðarkirkju. Fæðingardagur og ár: 30. 07.61. Fæðingarstaður: Reykjavík. Hvar ólstu upp: Fyrstu fjögur árin í Reykjavík, 2 ár á Seyðisfirði, 5 ár eftir það í Danmörku og síðan til tvítugs í Skálholti í Biskupstungum og á Þingvöllum. Maki: Ingileif Malmberg, sjúkrahús- prestur. Börn: Dóra Erla (24) Rakel (20) Hlín (18) Heimir (5). Foreldrar: Heimir Steinsson sóknar- prestur, Dóra Erla Þórhallsdóttir móttökuritari hjá Ríkisútvarpinu. Afhverju prestur? Þetta starf er einfaldlega mitt líf og yndi. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að vinna með fólki, fagið sjálft er spennandi og fjölbreytilegt og kirkjan hluti af lífi mínu frá því er ég man eftir mér. Ég hef oft reynt að vinna við annað en aldrei verið ánægður nema sem prestur. Er hægt að vera trúlaus en starfa sem prestur? Nei. Var Jesú eingetinn? Þessi spurning kallar á smá skýringu. Orðið „ein- getinn“ er í raun og veru hvergi til í gríska Nýja Testamentinu, en það var upphaflega skrifað á grísku. Hugtakið „eingetinn“ var notað í gömlum íslenskum Biblíu þýðingum til að þýða gríska orðið „monogenes“. Rétt þýðing á „monogenes“ er aftur á móti „Einkasonur“ eða „Hinn eini sonur“. Þannig að spurningin ætti að vera : „Var Jesús einkasonur eða hinn eini sonur Guðs“? Við þeirri spurningu myndi ég svara : Já. Sem aftur kallar á nánari skýringu á því hvað það merkir að Jesús sé hinn einstaki, eini sonur Guðs. En það er einmitt það sem er svo gaman við guðfræðina. Hvaða eiginleika þarf góður prestur að hafa? Hann þarf að vera þolinmóður, góður hlustandi, þag- mælskur, umhyggjusamur um hag náungans, fordómalaus og auð- mjúk ur. Svo þarf hann á trú, von og kærleika að halda. Trú – til að eiga styrk á erfiðum stundum bæði fyrir sig og þá sem hann þarf að að stoða. Von – til að gefast ekki upp í baráttunni og til að geta leitt aðra til vonar. Kærleika – sem auðvitað skiptir mestu máli í öllu hans fari því án kærleika getur hann ekkert. Hefur þú þessa eiginleika? Nú þurfa aðrir að dæma. Áætlaðu hversu stórt hlutfall af starfi þínu er sálgæsla og viðtöl: Ég myndi skjóta á 75% Er kirkjan of þunglamaleg og íhald­ söm stofnun? Já, því miður er hún það á margan hátt, eins og stórt flutn ingaskip sem erfitt er að snúa við. En þá á ég við kirkjuna sem stofnun en ekki söfnuðina sjálfa sem margir eru framsæknir, frjálslyndir og skapandi. Hvað þýðir að Guð sé almáttugur? Það þýðir að þó oft sé útlitið svart og óréttlætið og myrkrið virðist valdamikið í heiminum, þá getum við verið vongóð og bjartsýn og staðföst, því Guð mun að lokum leiða allt til góðs samkvæmt sínum góða vilja. Meira að segja dauðinn er valdalaus gangvart honum, sem gefur okkur eilíft líf. Hver er þinn helsti kostur? Ég held að það sé þolinmæði og lang lundar- geð – og ég er ekki alveg laus við húmor. En galli? Ég hef enga þolinmæði gagn vart óréttlæti og fólki sem lítur niður á aðra – og það getur stundum komið mér í klípu. Hvað gerir þú þegar þú vilt vera rómantískur við konuna þína? Þá býð ég henni óvænt út í hádeginu þegar hún býst alls ekki við slíku. Áttu þér sérstök áhugamál utan við kirkjustörfin og hver þá helst? Ég stunda langhlaup með konunni minni. Við hlupum t.d. hálft mara- þon í sumar á Reykja víkur mara- þoninu og erum að hlaupa um 40 km á viku núna. Ég les líka mikið. Svo dunda ég mér við rit störf, er einmitt að gefa út bók eftir áramót um kristna trú eins og ég sé hana. Og svo er skáldsaga á teikni borð inu sem vonandi kemur út jólin 2012. Hún heitir „Hvelfing sáttmála arkar- innar“. Síðast en ekki síst er fjöl- skyld an mitt stóra áhugamál, að elda góðan mat með ástvinum mínum og njóta þess að vera til. Hvað gerir þú þegar þú er argur eða ekki í góðu skapi? Fer út að hlaupa eða ganga með hundinn minn. Úti- vist er besta leiðin til að koma sér í gott skap. Hvenær/hvernig líður þér best? Þegar ég er einn með konunni minni í fríi í Biskupstungunum. Þú hefur verið með mjög vinsæl hjónanámskeið. Hvernig er best að viðhalda hamingjunni í hjóna­ bandinu? Með því að halda áfram að vera kærustupar alla tíð. Allt of mörg pör gleyma því í annríki daganna. Það þarf að rækta ástina og setja sambandið í forgang í lífinu. Og muna svo eftir að sýna hvort öðru virðingu. Þá dýpkar ástin með árunum og stenst allar ágjafir lífsins. Ætti að taka upp skriftir og skrifta­ stóla í lútersku trúnni og veita form lega syndaaflausn? Fólk kemur til mín alla daga til að skrifta, eða til að létta af sér því sem hvílir á sálinni. Við prestar fáum að heyra það sem engir aðrir fá að heyra. Sófinn á skrifstofunni minni er þannig ágætis skriftarstóll. Svo reyni ég að leiðbeina fólki með framhaldið, biðja fyrir því og með því. Ég trúi ekki á formlega syndaaflausn presta. Guð fyrirgefur þeim sem iðrast í raun og sýnir það í bæn og í verki með því að bæta fyrir brot sín. Hvert er viðhorf þitt til hjónavígslu samkynhneigðara í vígðum Guðs­ húsum? Ég er einn af þeim sem barðist innan kirkjunn ar allt frá árinu 1996 fyrir einum hjúskapar lög um og rétti samkyn hneigðra til kirkjulegrar hjónavígslu. Ég hef vígt fjölmörg samkynhneigð pör í gegn um árin í þeim kirkjum sem ég hef starfað við. Sú afstaða mín hefur ekki breyst. Finnur þú fyrir Guðhræðslu hjá fólki? Já, trúin á mjög sterk ítök í Íslendingum. Það kemur sér stak- lega í ljós á stórum stundum lífsins, þegar barn fæðist, þegar ung menni fermast, þegar pör ganga í hjóna - band eða þegar við kveðjum látna ástvini og fylgjum þeim til grafar. Foreldrar biðja morgun- og kvöld- bænir með börnunum sínum. Íslending ar leita í bænina í gleði og sorg og biðja fyrir sjúkum og deyjandi. Fjölmargir sækja auk þess kirkju og taka þátt í safnaðarstarfi árið um kring sér til uppbyggingar. Við skulum ekki trúa þeim sem segja að kirkjurnar standi tómar. Það segir fólk sem aldrei kemur í kirkju. Ef þú yrðir kjörinn forsætis ráð­ herra. Hver yrðu þín fyrstu verk? Fyrsta daginn myndi ég gefa þing- mönnum frí frá störfum fram að hádegi og bjóða þeim á námskeið sem ég hef verið með fyrir fyrirtæki og stofnanir, námskeið sem ég kalla AÐ NÁ ÁRANGRI – MEÐ JÁ- KVÆÐNI. Forsetanum yrði boðið að taka þátt að sjálfsögðu. Eftir hádegi myndi ég kalla saman for- menn allra flokka og mynda með þeim Þjóðstjórn til tveggja mánaða, sem hefði þau tvö einföldu mark- mið að finna raunverulegar og róttækar lausnir á skuldavanda heimil anna og atvinnuleysinu, lausnir sem allir flokkar stæðu að og bæru samábyrgð á. Þannig gæti engin skýlt sér á bak við málþóf og inni haldslaust flokkakarp. Til að ná þessum markmiðum yrði beitt öllum úrræðum sem Alþingi hefur af fullri einurð. Að tveimur mánuðum liðn- um yrði svo boðað til kosninga þar sem þjóðin fengi tækifæri til að kjósa nýtt þing. ____________ HAFNARFJÖRÐUR bað Sr. Þórhall að gefa okkur uppskrift af mat sem fjöskyldan er hrifnir af. Hann ákvað að gefa okkur upp afar vinsæla Föstudagspitsu. Um hana segir hann: „Við hjónin höfum verið gift í bráðum 26 ár og lengstan þann tíma hefur þessi pizza verið á borðum hjá okkur á föstudögum, með ólíkum áherslum auðvitað. Pizzuna baka ég, og svo safnast öll fjölskyldan saman, hámar í sig pizzu og hefur það gott. Afi og amma mæta líka – og stundum fleiri“ segir Þórhallur. HAFNARFJÖRÐUR þakkar Þórhalli fyrir greinargóð svör og uppskriftina af þessari ljúffengu pizzu. Uppskriftin er fyrir tvær ofnplötur. Deig: ›› 500 g hveiti + 100 g hveiti til að hnoða ›› 500 dl vatn ›› 50 g pressuger ›› 1 msk sykur ›› 1 tsk salt Vatnið hitað að líkamshita. Þurrefn- um blandað saman, vatni hellt út í og hnoðað. Hveiti bætt við varlega ca 100 gr í senn þangað til deigið sleppir skálinni. Rakt viskustykki sett yfir skálina og deigið látið hefast í ca 1/2 tíma. Sósa: ›› 2 tómatar ›› 1 dós tómatar ›› 1 lítil dós tómatpasta ›› 2 msk ólífuolía ›› 1 tsk sjávarsalt ›› Pipar eftir smekk ›› 1 dl basilika Öllu hrært vel saman í blandara. Deigið hnoðað á ný og skipt í tvo jafna hluta. Tvær ofnskúffur smurðar og deigið flatt út. Sósu skipt jafnt á deigið. Álegg: ›› Rifinn ostur – ca 500 g ›› Mosarellaostur – ein kúla ›› Skinka – eitt bréf ›› Sveppir – 1/2 box ›› Hráskinka – eitt bréf ›› Gráðostur ›› Rúkólasalat. Magn fer auðvitað eftir smekk. bÆjarbúinn – yFirheyrsla: sr. þórhallur heimisson sóknarprestur er bÆjarbúinn að þessu sinni „orðið eingetinn er í raun og veru hvergi til í gríska nýja testamentinu“ Þórhallur Heimis son býr rétt við vinnustaðinn.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.