Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Side 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Side 4
14. OKTÓBER 20114 Allar greiningar sérfróðra aðila sem hafa verið lagðar fram, sýna að bæjarsjóður stendur fyllilega undir öllum sínum skuldbindingum. Hvaða leið(ir) telur þú að fara eigi til að koma fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar í viðráðanlegan farveg? Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og verið er að hrinda í framkvæmd til að styrkja rekstur bæjarsjóðs og farsæl niðurstaða í endurfjármögnunarvinnunni munu tryggja trausta fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar. Um síðustu áramót var eigið fé bæjarsjóðs um 9 milljarðar króna. Því til viðbótar á Hafnarfjörður tilbúnar íbúða- og atvinnulóðir að verðmæti á annan tug milljarða. Árið 2010 var veltufé frá rekstri, en það er besti mælikvarðinn á getu til að greiða vexti og afborganir, um 900 milljónir króna. Með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til er áætlað að veltufé frá rekstri verði um 2 milljarðar. Auk þeirrar auðlindar sem til- búnar lóðir eru, á Hafnarfjörður m.a. umtalsverðar auðlindir í jarð hita og fersku vatni, sem geta aukið tekjur bæjarins og styrkt stöðu hans enn frekar í framtíðinni. Þegar efnahagslíf þjóðarinnar verður komið í eðlilegt horf, verður bæjarsjóður vel búinn undir nýtt sóknar- og framfaraskeið. Telur þú að núverandi meirihluta takist að koma böndum á erfiða og að sumra mati óviðráðanlega skuldastöðu bæjarins án þess að grípa til harkalegs niðurskurðar og uppsagna bæjarstarfsmanna? Á þessu ári hefur því miður þurft að grípa til uppsagna fjölmargra bæjarstarfsmanna, vegna hagræðingar og skipulagsbreytinga. Jafnframt hefur verið dregið saman í margvíslegri þjónustu, m.a. með styttri opnunartíma þjónustustofnana. Þessar erfiðu aðhaldsaðgerðir hafa nú þegar skilað sér með jákvæðum hætti í afkomu bæjarins og munu gera það enn frekar á næstu mánuðum. Leitast hefur verið við að útfæra þessar aðgerðir þannig að afleiðingar þeirra komi eins lítið niður á þjónustunni og mögulegt er. Það er engu að síður ljóst að aðgerðir af þessu tagi snerta marga. Núverandi meirihluta er best treystandi til að leiða þessar aðgerðir til farsælla lykta. Fjárhagsstaða haFnarFjarðar graFalvarleg -allra leiða leitað Í ársskýrslu Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2010 er ítarlega fjallað um skuldir sveitarfélagsins sem óneitanlega eru orðinn þungur baggi fyrir sveitarfélagið enda skuldir sveitar félagsins að nálgast 38 milljarðar króna. Bæjaryfirvöld eru nú í samningaviðræðum við lífeyrissjóði og Landsbankann um endurfjármögnun á 14 milljarða skuld sem skilanefnd írsk/þýska bankans DePfa hefur gjaldfellt. Samkvæmt ársreikningi skuldar Hafnarfjarðarbær tæplega 38 milljarða króna og er því skuldin við DePfa bankann um 37% af heildarskuldum bæjarins. HAFNARFJÖRÐUR leitaði því til allra bæjarfulltrúa sveitarfélagsins og lagði fyrir þá nokkrar spurningar varðandi úrlausn málsins og mikilvægustu verkefni bæjarins næstu misseri í ljósi erfiðrar skuldastöðu . Meirihlutinn í bæjarstjórn skilaði sameiginlegu svari við fyrispurn blaðsins en allir bæjarfulltrúar svöruðu umleitan blaðsins. Fullt nafn og staða/stöður innan bæjarkerfisins (t.d. formennska í nefndum o.s.frv.). Guðmundur Rúnar Arnason bæjarstjóri Margrét Gauja Magnúsdóttir forseti bæjarstjórnar formaður umhverfis­ og framkvæmdaráðs Gunnar Axel Axelsson formaður fjölskylduráðs fulltrúi í bæjarráði Sigríður Björk Jónsdóttir formaður skipulags­ og byggingaráðs fulltrúi í bæjarráði Eyjólfur Þór Sæmundsson formaður hafnarstjórnar fulltrúi í fræðsluráði Guðrún Agústa Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs formaður fræðsluráðs Fullt nafn og staða/stöður innan bæjarkerfisins (t.d. formennska í nefndum o.s.frv.). Hvaða leið(ir) telur þú að fara eigi til að koma fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar í viðráðanlegan farveg? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir, hefur okkur almennum bæjarfulltrúum að mestu verið haldið í myrkrinu um samskipti við DEPFA bankann undanfarna mánuði, og meirihlutinn borið við trúnaði. Núna er staða málsins þó að koma fram í dagsljósið og þá veltum við upp fleiri kostum en enn einni endurfjármögnuninni með aukinni skuldsetningu inn í framtíðina. Það liggur núna fyrir að DEPFA bankinn er sjálfur í slitameðferð og kröfuhafar hans vilja ljúka útistandandi málum frekar en framlengja lán bæjarins. Hafnarfjarðarbæ er hins vegar sniðinn þröngur stakkur, þar sem hann verður að láta ganga fyrir skyldur sínar um að geta tryggt lögbundna þjónustu og að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda og íbúa bæjarins. Þess vegna er eðlilegt að láta reyna á samninga við kröfuhafa um endurskoðað uppgjör skulda bæjarins, þar sem allir aðilar þurfa að leggja sitt af mörkum til að ná viðráðanlegri og raunhæfri niðurstöðu. Í þessu eigum við að leita til færustu sérfræðinga á sviði lögfræði og samningagerðar, jafnframt því sem gera þarf heildstæða áætlun um raunhæfa greiðslugetu bæjarfélagsins. Telur þú að núverandi meirihluta takist að koma böndum á erfiða og að sumra mati óviðráðanlega skuldastöðu bæjarins án þess að grípa til harkalegs niðurskurðar og uppsagna bæjarstarfsmanna? Meirihlutinn hefur nú þegar gripið til niðurskurðar og uppsagna, eins og íbúar og starfsmenn bæjarins hafa orðið varir við. Þetta hefur þó ekki dugað til og áfram verður þörf á aðhaldsaðgerðum í rekstri bæjarins, en ef menn hefðu tekið aðhaldið fastari tökum fyrr og t.d. skipulagt fækkun starfsmanna gegnum eðlileg starfslok, þá hefði ekki þurft að koma til jafn víðtækra uppsagna og nú hafa orðið. Þá hefur valdið vonbrigðum að innan um aðhaldsaðgerðirnar finnast svo dæmi um hið gagnstæða, í vexti stjórnkerfisins, sem við sjálfstæðismenn höfum gagnrýnt. Annað áhyggjuefni er að þótt bærinn haft óvæntan tekjuauka af skattlagningu séreignarsparnaðar Hafnfirðinga frá bankahruni, þá hafa útgjöld bæjarins vaxið jafnvel ennþá meira, og þannig höfum við hvað eftir annað misst af tækifærum til að byrja að byggja upp fjárhagsstöðuna. Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og starfa í fræðsluráði Fullt nafn og staða/stöður innan bæjarkerfisins. Hvaða leið(ir) telur þú að fara eigi til að koma fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar í viðráðanlegan farveg? Að reynt verði til þrautar að ná samningum við alla lánadrottna Hafnarfjarðar um þá greiðslubyrði sem hægt er að standa undir, miðað við að þjónustustig sé svipað og verið hefur við bæjarbúa. Og að staðið verði við þær áætlanir sem gerðar eru varðandi úgjöld, það er ekki að ganga eftir. Telur þú að núverandi meirihluta takist að koma böndum á erfiða og að sumra mati óviðráðanlega skuldastöðu bæjarins án þess að grípa til harkalegs niðurskurðar og uppsagna bæjarstarfsmanna Gangi þetta eftir sem fram kom í svari við spurningu 2, á ekki að þurfa að fara í harkalegan niðurskurð og uppsagnir. Gangi þetta ekki þarf að yfirfara allar áætlanir og gæti þá vissulega komið til breytinga á starfsmannafjölda bæjarins. Geir Jónsson Sjálfstæðisflokki sit í bæjarstjórn og í fjölskyldu ráði. Fullt nafn og staða/stöður innan bæjarkerfisins. Hvaða leið(ir) telur þú að fara eigi til að koma fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar í viðráðanlegan farveg? Fjárhagsstaða bæjarins er mjög erfið og ekkert má útaf bregða. Meirihlutinn hefur verið alltof lengi að taka á þeim vanda sem bærinn er nú kominn í og hefði þurft að taka fyrr og markvissar á málunum. Það er t.d. óásættanlegt að kostnaður hafi farið næstum 1500 milljónir framúr áætlunum árið 2010 og fyrrihluta 2011. Eigi að ná böndum á fjármálin þarf að halda betur utanum rekstur bæjarfélagisns og halda áætlun. Það eitt og sér hefði bætt stöðu bæjarfélagsins gríðarlega á síðustu árum. Samfylkingin og nú meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna var líka alltof seinn að viðurkenna vandann og taka á honum. Það var í raun ekki fyrr en við vorum rétt að komast í vanskil að meirihlutinn áttaði sig á alvarleika málsins. Í þessari stöðu verður að vinna málið faglega og nálgast málið útfrá því hvað þjónar hagsmunum bæjarsjóðs og bæjarbúa til lengri tíma litið. Lykilatriðið er að stilla upp áætlun sem er í senn raunhæf og skerðir ekki getu og samkeppnishæfni bæjarfélagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar við lánadrottna og bæjarbúa til lengri tíma. Leegja þarf áherslu á að semja við DEPFA innan þessa ramma og að mínu mati gæti þurft að fara blandaða leið þar sem hluti fjármögnunnar verði innanlands en sem stærstur hluti verði samningur við DEPFA. Hlutafjármögnun innanlands getur verið grunnurinn að því að hafa eitthvað að bjóða erlendum lánadrottni. Telur þú að núverandi meirihluta takist að koma böndum á erfiða og að sumra mati óviðráðanlega skuldastöðu bæjarins án þess að grípa til harkalegs niðurskurðar og uppsagna bæjarstarfsmanna? Ef skoðaður er árangur síðustu ára þá leyfi ég mér að efast um að núverandi meirihluta takist að ná tökum á fjármálum bæjarins. Til þess þarf, og hefur lengi vantað nýjan meirihluta undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Taka þarf til í bæjarkerfinu og hagræða áfram, en fyrst og fremt þarf að viðurkenna vandann og takast á við hann. Huga þarf að sókn í atvinnulífinu, nýta þarf auðlindir okkar til sóknar og nýta þarf þann kraft sem býr í einstaklingum og fyrirtækjum í Hafnarfirði til sóknar og tekjuöflunar. Valdimar Svavars­ son, odd viti Sjálf­ stæðis flokksins í bæjar stjórn Hafnar fjarðar og fyrsti vara forseti bæjar stjórnar. Sit einnig í Bæjar ráði, Um hverfis­ og fram kvæmda ráði og lýð ræðis­ og stjórn sýslu nefnd. Framhald á bls. 9.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.