Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Side 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Side 6
14. OKTÓBER 20116 Hann var sífellt á ferðinni, eins og þeytispjald milli staða. Áberandi í pólitísku starfi. Á kafi í félagsmálum og þær eru óteljandi nefndirnar og ráðin sem hann hefur setið í. Og starfævin snerist um heil-brigðismál. Við erum að tala um Svein Guðbjartsson, Svenna heilbrigða, eins hann er oft kallaður. Hann var framkvæmdastjóri heil-brigðiseftirlitsins, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslu Hafnarfjarðar og forstjóri Sólvangs í 24 ár. Hvar er hann nú? „Ja nú er ég hættur að vinna og sinni listinni sem ég hef allt tíð haft dálæti á“ segir Sveinn í samtali við HAFNARFJÖRÐ. „Ég hef alla tíð haft gríðarmikinn áhuga á allri kúnst og nú er ég í hópi sem er að fást við að skera út allskyns listmuni“ segir Sveinn. Það fer ekki milli mála að listin á hug hans allan. Heimili hans og eiginkonu, Svanhildar Ingvarsdóttur, ber þess skýr merki. „Mér leiðist aldrei þó það sé farið að róast mikið í kringum mig eftir að ég hætti að vinna“ segir Sveinn. Hann er 73 ára, fæddur 28. janúar 1938. Hann byrjaði í heilbrigðisgeiranum 1969 og starfaði á þeim vattvangi til 2005, eða í þrjátíu og sex ár. Afskrifaður 2005 „Ég var afskrifaður 2005“ segir hann kíminn „ég var víst kominn á aldur og þá fékk ég meiri tíma til að sinna hugðarefnum mínum“ segir Sveinn. „Annars eru heilbrigðismál flókin og ekki laust við að maður þurfi að vera létt geggjaður til að sinna því starfi“ Þegar ég tók við öldrunarheimilinu Sólvangi, þá hélt húsið vart vatni né vindum. Þá voru hurðaropin svo þröng að það var ekki nokkur leið að koma sjúkrarúmum í gegnum þau. Engin var setustofan þar sem fólk gat sest niður og spjallað saman eða horft saman á sjónvarp“ segir Sveinn og bætir við: „Það þurfti því að bretta upp ermar og gera húsið þannig úr garði að það hentaði starfseminni. Þetta var mikil vinna og rask og álag fyrir þá sem voru í húsinu. Húsið var klætt að utan, hurðarop söguð og stækkuð, setustofur útbúnar og margt fleira“ sagði Sveinn. Engir vaskar „Sjáðu til, það voru ekki einu sinni sinni vaskar á herbergjunum á efstu hæð hússins. Hjúkrunarfólk og vistmenn þurftu að fara langar leiðir til að sækja vatn. Það var því forgangsmál að lagfæra allar lagnir, vatn, hita og skolplangir. Þær voru meira eða minna ónýtar“. segir Sveinn. Hann nefnir einnig að þegar hann kom að Sólvangi voru hjúkrunartæki af skornum skammti. Þannig lét hann kaupa lyftu, til að létta hjúkrunarfólki störf sín við að baða þá sem þurftu aðstoð við það. Þá lét hann kaupa ný rúm sem hentuðu betur, bæði fyrir þá sem þar dvöldu og sem léttu hjúkrunarfólkinu alla aðhlynningu. „Þannig að þú sérð að okkur hefur miðað áfram“ segir Sveinn. Forréttindi að vinna á Sólvangi „Það voru forréttindi að vinna á Sólvangi. Ég hafði það fyrir sið að setjast niður og spjalla við fólkið sem þarna dvaldi og fróðleikurinn sem maður fékk um sögu fyrri tíma var gríðarmikill. Þá var ég einstaklega heppinn með starfsfólk, en hjá mér unnu um 170-180 konur og við karlarnir vorum aðeins 8-9. Ég átti ávallt mjög gott samstarf við alla ekki síst Sigþrúði Ingimundardóttur hjúkrunarforstjóra og Braga heitinn Guðmundsson yfirlækni. Allt öðlingsfólk. Óttast ekki að verða gamall Aðspurður um, í ljósi þekkingar sinnar á aðstæðum eldri borgara á öldrunarheimilum, hvort hann óttist að verða gamall segir Sveinn síður en svo. „Öldrunarheimilin eru ólík. Þegar ég byrjaði á Sólvangi voru 106 vistmenn og sumstaðar fjórir saman í herbergi. Við lifðum á daggjöldum en í minni tíð náði ég að fækka vistmönnum niður undir 80 og fjölga stofum þar sem aðeins tveir eða þrír dvöldu saman í. Í dag eru um 60 vistmenn á Sólvangi“ segir Sveinn. „Aðalatriðið hjá fólki er að undirbúa sig undir það að verða gamalt. Það verður að hafa eitthvað fyrir stafni þegar það hættir á vinnumarkaðnum“ en er góð heilsa forsenda góðrar elli“. Sveinn hefur átt við krankleika að stríða síðustu ár en getur engu að síður vel sinnt listsköpuninni. „Ég hef fengið hjartaáfall oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og reyni eftir megni að fara vel með mig. Þá er ég mikill gæfumaður í einkalífinu, hef verið giftur Svanhildi Ingvarsdottur í 53 ár, þannig að ég get ekki verið annað en sáttur við Guð og menn“ segir Sveinn að lokum í samtali við HAFNARFJÖRÐ.ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sverrir Einarsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er Íslenskar og vistvænar líkkistur Jón G. Bjarnason Hermann Jónasson Kristín Ingólfsdóttir Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Áratuga reynsla hvar eru þau nú? sólvangur var varla Fokheldur þegar ég tók við sem Forstjóri – Sveinn Guðbjartsson fyrrum forstjóri Sólvangs Hjónin Svanhildur Ingvarsdóttir og Sveinn Guðbjartsson á góðri stundu. Sveinn er hér með útskorna pípu sem hann skar út sjálfur. Í skápnum eru fjölmargir listmunir eftir Svein og fleri. VERÐLISTINN* 10-11 Bónus Fjarðarkaup Krónan Samkaup MS léttmjólk 1L kr. 169 106 108 106 113 Frosinn kjúklingur kr/kg** Ekki til 759 785 698 698 Diet Coke 2L kr. 399 271 279 272 338 *Ekki er tekið tillit til mögulegra mismunandi gæða Lægsta verðið **Ódýrasti fáanlegi kjúklingurinn   Hæsta verðið verðlistinn haFnarFirði – verð á milli verslana á fyrirfram völdum vörum Í VERÐLISTANUM verða af handahófi valdar vörur og þær bornar saman með tilliti til lægsta og hæsta verðs, en ógjörningur getur verið í sumum tilvikum að taka tillit til gæða sbr. frosnu kjúklinganna í þessari könnun. Ekki verður bara skoðaður matur. Könnunin fór fram mánudaginn 10. október.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.