Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Page 8
14. OKTÓBER 20118
„Okkur er ætlað að spara 630 mill jónir sem er hærri fjár hæð en
sú upphæð sem reiknuð hefur verið
vegna samruna St. Jósefs spít ala í
Hafnar firði við Land spítala há skóla-
sjúkra hús sem varð 1. febrú ar síðast-
lið inn, en í fjárlaga frum varpinu er
sá liður tæplega 550 mill jónir króna.
Þannig að okkur er nauð ugur einn
kostur“ segir Björn Zoëga forstjóri
Land spítal ans.
Höfum þegar skilað
KATÓ
„Við höfum þegar skilað af okkur
Kató til Fasteigna ríkissjóðs“ segir
Björn „og munum gera slíkt hið
sama með St. Jósefspítala um eða
uppúr áramótum“ segir Björn.
Landspítalanum er ætlað að spara
630 milljónir króna skv. fjárlaga-
frum varpi næsta árs, sem er lækkun
fjár heimilda uppá 1,9%.
Komnir inn að beini
Björn bendir á að Landspítalinn sé
búinn að skera gríðarlega niður á
umliðnum árum og fjárheimildir
LSH hafi lækkað frá 2007–2010 um
23% að raungildi. Það sjái því flestir
að umtalsverður niðurskurður hafi
átt sér stað og nú eigi enn að skera
um tæp 2%. „Nú er því svo komið að
sumstaðar eru menn komnir inn að
beini“ segir Björn.
Lítil starfsemi var eftir á
St. Jósefsspítala
Hann bendir á að lítil starfsemi sé
í raun eftir á St. Jósefsspítala eða
aðeins ein öldrunarlegudeild sem
hafi verið ákveðin millilending á
sínum tíma en önnur starfsemi sem
þar var, hafi þegar verið aflögð.
Á St. Jósefsspítala voru m.a. þrjár
skurðstofur, sérhæfð meltinga færa-
deild, kvensjúk dómadeild, augndeild
o.fl. „Við skiluðum af okkur Kató
til Fasteigna ríkissjóðs um síðustu
mánaðarmót og Kató stendur því
tómur en þar var m.a. augndeildin
og þar fóru fram augnaðgerðir“ segir
Björn.
Samþykkt Bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar 12.
október 2011
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
mótmælir harðlega ákvörðun um
lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
og krefst þess að hún verði
endurskoðuð og sameining við
LSH gangi til baka. Ákvörðunin
gengur þvert á þá sátt sem lofað
var og þau fyrirheit sem gefin
voru, um að St. Jósefsspítali gegndi
áfram mikilvægu hlutverki í
nærþjónustu við íbúa í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst
þess að staðið verði við loforð
velferðarráðherra um samráð
og þegar verði teknar upp
viðræður milli velferðarráðherra
og Hafnarfjarðarbæjar um
hvernig áframhald starfsemi á St.
Jósefsspítala verði tryggð. Í því
sambandi ítrekar bæjarstjórnin
fyrri samþykktir sínar um að
taka yfir öldrunarþjónustu,
heilsugæslu og alla almenna
heilbrigðisþjónustu í bænum.
st. jóseFsspítala lokað og
húsinu skilað
Einhverjum starfsmönnum sagt upp – á annað hundrað milljónir sparast
Landspítalinn hefur þegar skilað Kató til Fasteigna ríkissjóðs
Vaktarfundur hjúkrunarfólks á St. Jósefsspítala
Björn Zoëga