Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Qupperneq 9
914. OKTÓBER 2011
Húsaleiga fyrir St. Jósefs
spítala 25 milljónir á ári
Hann bætir við að Landspítalinn
sé að greiða nálægt 25 milljónum
króna á ári í húsaleigu til Fasteigna
ríkisins fyrir St. Jósefsspítala og
segir ennfremur að Landspítalinn
hafi þegar nægt legupláss fyrir þá
sjúklinga sem nú liggja á legu deild-
inni á St. Jósefsspítala. Samtals megi
því spara á annað hundrað milljónir
með þessari aðgerð.
Sameningin skilað
umtalsverðri hagræðingu
Aðspurður hvort sameining LSH
og St. Jósefsspítala hafi skilað hag-
ræðingu segir Björn enga spurningu
vera um það. „Þessi sameining
sjúkra húsanna hefur tekist mjög
vel. Til að átta sig á stærðum þá
nam kostnaður sjúkrahluta á St.
Jósefsspítala árið 2008 ríflega einum
milljarði króna, árið 2009 hafði
sá kostnaður náðst niður í 923
milljónir króna, 846 milljónir 2010
og nú eftir samrunann sé menn að
horfa á töluna 550–570 milljónir
króna“ segir Björn og bætir við að sú
starfsemi sem var á St. Jósefs spítala
sé nú dreifð, sé m.a. á Land spítalan-
um við Hringbraut sem og Fossvogi
og raunar víðar. „Ég skil vel að það
sé ólga meðal starfsmanna“ segir
Björn aðspurður. „Allar svona
breyt ingar hafa áhrif á starfsmenn.
Þannig hafi alls ekki allir starfsmenn
sem unnu á St. Jósefsspítala þegið
áfram haldandi starf þegar sjúkra-
þjón ustu var hætt og á það við um
hjúkrunar fræðinga, lækna og fleiri
heilbrigðisstarfsmenn. Við munum
reyna að bjóða einhverju starfs fólki
áframhaldandi vinnu en nú vinna
29 manns á spítalanum í 18 stöðu-
gildum“ segir Björn að lokum.
-/sþr. Myndir: þss
arionbanki.is – 444 7000
„Enga verðtryggingu, takk.“
Tinna Björk Baldvinsdóttir, 38 ára.
Kynntu þér málið á arionbanki.is
Ný íbúðalán
myndagetraun
– veglegir vinningar í boði
Bæjarblaðið HAFNARFJÖRÐUR fer nú af stað með myndagetraun meðal lesenda. Í hverju
blaði verður birt mynd úr bæjarlífinu og verða vegleg verðlaun í boði fyrir getspaka lesendur.
Sendið lausnir á netfangið holmfridur.hafnarfjordur@gmail.com merkt myndagetraun 1 ásamt
nafni og símanúmeri fyrir mánudaginn 24. október og þrír heppnir lesendur vinna sér inn
hádegishlaðborð á Cafe Aroma í Firðinum.
Á Cafe Aroma er hlaðborð í hádeginu alla virka daga frá 11:30–14. Í boði er súpa og heitur
matur, hvort tveggja lagað á hverjum morgni og mismunandi frá degi til dags og fjölbreyttur
salatbar fylgir með.
Spurning þessa tölublaðs er:
Hvaða leikari sést hér í uppfærslu Leikfélags Hafnarfjarðar og hvert er leikritið?
hþ
myndagetraun
St. Jósefsspítali má muna sinn fífil
fegurri
Fullt nafn og staða/stöður innan
bæjarkerfisins .
Hvaða leið(ir) telur þú að fara
eigi til að koma fjárhagsstöðu
Hafnarfjarðarbæjar í
viðráðanlegan farveg?
Fyrsta skrefið er að viðurkenna
umfang þess vanda sem við blasir,
næsta skref er að gera raunhæfa
sviðsmynd af stöðunni og meta
greiðslu- og skuldaþol bæjarins.
Telur þú að núverandi meirihluta
takist að koma böndum á erfiða
og að sumra mati óviðráðanlega
skuldastöðu bæjarins án þess að
grípa til harkalegs niðurskurðar og
uppsagna bæjarstarfsmanna
Ég hef aðra nálgun á þetta mál
en núverandi meirihluti og tel að
ekki hafi verið unnið að þessum
erfiðu málum þannig að viðunandi
sé. Varðandi skuldastöðuna þá
hefur áhersla núverandi valdhafa
verið að leggja fram áætlanir
sem sýna að bærinn geti staðið
við skuldbindingar sínar. Ég
tel að forsendur áætlana séu að
mörgu leyti óraunhæfar og síðan
hafi forsendur einnig brostið.
Hvort tveggja leiðir til sömu
niðurstöðu, þ.e. að endurmeta
þarf áætlanir og greiðslugetu
bæjarins. Hafnarfjarðarbær mun
þurfa að draga frekar saman í
rekstri á næstu árum. Ég er ekki
fylgjandi harkalegum niðurskurði
og skyndiákvörðunum. Ég vil vinna
á skynsamlegan hátt að sparnaði
í bæjarkerfinu og byrja efst í
stjórnsýslunni að spara.
Helga
Ingólfsdóttir,
Bæjarfulltrúi
Sjálfstæðis
flokksins og sit
í Um hverfis og
fram kvæmda
ráði.
Fullt nafn og staða/stöður innan
bæjarkerfisins (t.d. formennska í
nefndum o.s.frv.).
Hvaða leið(ir) telur þú að fara
eigi til að koma fjárhagsstöðu
Hafnarfjarðarbæjar í
viðráðanlegan farveg?
Það þarf að fá færustu
sérfræðinga til að gera
fjárhagslega endurskipulagningu
á heildarskuldbindingum
Hafnarfjarðarbæjar og hefja vinnu
við að endursemja við kröfuhafa
um uppgjör skulda sveitarfélagsins.
Leggja þarf fyrir heildstæða
áætlun um raunhæfa greiðslugetu
bæjarfélagsins, bæði í fjárhagslegu
og lagalegu tiliti, en mikilvægt er að
lánadrottnum verði ekki mismunað
í slíku uppgjöri, og hægt verði að
standa við skuldbindingar bæjarins,
ekki síst gagnvart eftirlaunasjóði
starfsmanna Hafnarfjarðar.
Telur þú að núverandi meirihluta
takist að koma böndum á erfiða
og að sumra mati óviðráðanlega
skuldastöðu bæjarins án þess að
grípa til harkalegs niðurskurðar og
uppsagna bæjarstarfsmanna?
Núverandi meirihluta er ekki
að takast þetta erfiða verkefni, það
þýðir ekki að ætla að fresta eða
afneita vandanum. Ýmsar forsendur
þeirra áætlana sem gengið hefur
verið út frá eru því miður brostnar
og það verður að horfast í augu við
það. Einnig er ljóst að grípa hefði
þurft til niðurskurðar mun fyrr en
gert hefur verið. Hafa verður þó í
huga að stór hluti af vandanum er
að þeir sem bera ábyrgðina á að
sökkva Hafnarfjarðarbæ í skuldir
eru þeir sömu og eru nú við völd.
Það er því mannlegt, þótt ekki sé það
stórmannlegt, að þeir reyni að fresta
því eins lengi og þeir geta að taka af
alvöru á málunum.
Rósa
Guðbjartsdóttir,
bæjarfulltrúi
og fulltrúi í
bæjarráði og
skipulagsog
byggingarráði.
Fjárhagsstaða haFnarFjarðar
Framhald af bls 4