Morgunblaðið - 07.02.2014, Side 3

Morgunblaðið - 07.02.2014, Side 3
Stefánsson fékk þungt högg á höfuðið. Starfsmenn beggja liða hlúðu að hon- um í langan tíma á vellinum áður en hann var borinn alblóðugur til bakher- bergja. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, að svo virtist sem hann hefði van- kast illa og gat staðfest það að Magn- úsar nyti ekki við í næstu leikjum. „Blóðið spýttist alveg úr hausnum á honum og hann titraði allur, það var svakalegt að sjá þetta. Það liggur við að hann hafi farið að muldra eitthvað á spænsku, ég vissi ekkert hvað var í gangi,“ sagði Róbert Aron Hostert um meiðsli liðsfélaga síns, en Róbert sneri aftur á sinn gamla heimavöll og virtist líka vel, en hann skoraði fimm mörk. Morgunblaðið/Ómar ærkvöld. Hann var borinn af velli og útlit er fyrir að hann verði frá keppni um sinn. neinir risar á hæð í handboltanum en virka hávaxnir við hlið margra leikmanna sinna. Báðir voru þeir ógnandi í gær og Kristján Orri Jó- hannsson vakti athygli mína í sókn- inni. Þar virðist vera efni í góðan hægri hornamann á ferðinni en hann nýtti færin sín mjög vel á heildina litið. Árni efni í atvinnumann Lið Hauka náði að sýna styrk sinn eftir fremur erfiða byrjun. Þar var markvarslan mjög fín rétt eins og hjá Akureyringum en Giedrius Morkunas varði 19 skot, þar af eitt víti. Kukobat varði 18 í marki Ak- ureyrar. Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson lét til sín taka og var markahæstur en á hægri vængnum var Árni Steinn Steinþórsson einnig drjúgur. Hann hefur vaxið sem leik- maður síðasta árið og fer vænt- anlega að verða efni í atvinnumann áður en langt um líður en þá líklega sem hornamaður. Morgunblaðið/Ómar st í gegnum vörn Akureyrar. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Stjórn Frjáls-íþrótta- sambands Íslands hefur ákveðið að senda sjö kepp- endur á heims- meistaramótið í hálfmaraþon- hlaupi sem fram fer í Kaupmanna- höfn þann 29. mars. Þau sem keppa fyrir Íslands hönd eru: Kári Steinn Karlsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Ármann Eydal Albertsson, Arnar Pétursson, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Helen Ólafsdóttir og Martha Ernsts- dóttir.    Adam Johnson úr Sunderland, Ya-ya Toure, Manchester City, Arsenal-maðurinn Santi Cazorla og Luis Suárez úr Liverpool koma til greina sem leikmaður janúnarmán- aðar og þeir Gus Poyet, stjóri Sun- derland, Manuel Pellgrini, stjóri Manchester City, Tony Pulis, stjóri Crystal Palace, og José Mourinho, stjóri Chelsea, koma til greina sem knattspyrnustjóri mánaðarins.    Michael Laud-rup sem rekinn var frá störfum sem knattspyrnustjóri Swansea í vikunni íhugar að fara í mál við velska fé- lagið vegna brott- vísunarinnar. Hann segist enn ekki hafa fengið neinar útskýringar frá forráðamönn- um félagsins.    Brasilíski knattspyrnumaðurinnAlexandre Pato hefur ákveðið að yfirgefa brasilíska liðið Cor- inthians og ganga í raðir Sao Paulo. Pato tók þá ákvörðun að fara frá Cor- inthians í kjölfarið á árás stuðnings- manna liðsins á leikmenn liðsins en Pato varð fyrir árásinni ásamst tveim- ur samherjum sínum á æfingasvæði félagsins um síðustu helgi. Pato, sem lék áður með AC Milan, fer til Sao Paulo að láni en Corinthians mun greiða hluta af launum leikmannsins.    Brendan Rod-gers knatt- spyrnustjóri Liverpool stað- festi í gær að varnarmennirnir Daniel Agger, Glen Johnson og Mamadou Sakho verða allir fjarri góðu gamni þegar liðið fær topplið Arsenal í heimsókn í hádeginu á morgun. Það eru einnig meiðsli í herbúðum Arsenal en ljóst er að Aar- on Ramsey og Theo Walcott verða ekki með en þeir Mikel Arteta og Jack Wilshere eru í kapphlaupi við klukkuna að verða leikfærir. Fólk sport@mbl.is Framhúsið, Olís-deild karla, fimmtu- dag 6. febrúar 2014. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:5, 5:7, 7:8, 8:10, 11:13, 13:16, 14:19, 16:21, 18:22. Mörk Fram: Garðar Benedikt Sig- urjónsson 7/7, Stefán Darri Þórsson 6, Sigfús Páll Sigfússon 1, Ólafur Jó- hann Magnússon 1, Sigurður Örn Þor- steinsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Stefán Baldvin Stefánsson 1. Varin skot: Svavar Már Ólafsson 12 (þar af eitt til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 5/2, Róbert Aron Hostert 5, Magnús Stefánsson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Dagur Arnarsson 3, Sindri Haralds- son 2, Guðni Ingvarsson 1. Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjarg- arson 7/1, Henrik Eidsvaag 4/2 (þar af eitt til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Sig- urður Þrastarson, mjög slakir. Áhorfendur: 320. Fram – ÍBV 18:22 Kaplakriki, Olís-deild karla, fimmtu- dag 6. febrúar 2014. Gangur leiksins: 0:1, 2:4, 4:7, 5:10, 8:14, 17:18, 18:20, 22:26, 24:28, 28:28, 29:29, 29:30. Mörk FH: Ísak Rafnsson 10, Einar Rafn Eiðsson 6, Ásbjörn Friðriksson, 4 / 1, Benedikt Reynir Kristinsson, 3, Magnús Óli Magnússon 2 , Halldór Guðjónsson 2, Ragnar Jóhannsson 1, Atli Rúnar Steinþórsson 1. Varin skot: Sigurður Örn Arnarson 10, Ágúst Elí Björgvinsson 3/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 8/5,Guðni Már Kristinsson 5 Arnar Birkir Hálfdánarson 4, Björgvin Hólmgeirsson 5, Jón Heiðar Gunn- arsson 4, Sigurjón F. Björnsson 2, Davíð Georgsson 2, Máni Gestsson 1. Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 7, Kristófer Fannar Guðmundsson 4. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 499 FH – ÍR 29:30 Í KAPLAKRIKA Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Sturla Ásgeirsson var ískaldur á vítalínunni þegar hann tryggði ÍR- ingum sigur gegn FH-ingum, 30:29, í Olís-deildinni í handknattleik í Kaplakrika í gær. ÍR fékk vítakastið þegar 15 sekúndur voru eftir og hornamanninum knáa urðu ekki á nein mistök af sjö metrunum frekar en fyrr í leiknum. FH-ingar fengu síðustu sóknina en hún rann út í sandinn á klaufalegan hátt og ÍR- ingar fögnuðu afar mikilvægum sigri og færðust þar með aðeins nær liðunum sem eru að berjast um að fylgja Haukunum í úrslitakeppnina. ÍR-ingar voru skrefinu á undan heimamönnum nær allan tímann. FH-ingar misstu ÍR-inga sex mörk- um fram úr sér í fyrri hálfleik en með Ísak Rafnsson í broddi fylk- ingar tókst þeim að minnka forskot ÍR niður í eitt mark áður en hálfleik- urinn var allur. Breiðhyltingar héldu áfram að hafa frumkvæðið í seinni hálfleik og þegar um tíu mín- útur voru eftir virtust þeir ætla að innbyrða öruggan sigur en þeir voru þá fjórum mörkum yfir. FH-ingar voru ekki á sama máli og þeim tókst að jafna metin og spennan var mikil á lokamínútunum en ÍR-ingum tókst að halda haus og ná í stigin tvö. FH-ingar töpuðu þar með sínum fjórða leik í röð í deildinni og þeir þurfa svo sannarlega að hafa sig alla við eigi þeim að takast að enda deildarkeppnina meðal fjögurra efstu. Varnarleikur FH-inga var ekki góður í gær og leikur liðsins í sókninni var kaflaskiptur. Ísak dró vagninn í sókninni og var óstöðvandi á köflum en ljóst er að FH-ingar sakna mjög markvarðarins Daníels Freys Andréssonar sem er á sjúkra- listanum og þá er hinn stóri og stæðilegi Sigurður Ágústsson frá vegna meiðsla. Fleiri þurfa að spila vel ,,Staða okkar er erfið og það var ljóst að þetta yrði erfitt hjá okkur eftir áramótin. Það er margt sem við höfum þurft að breyta hjá okkur eft- ir að við misstum Danna og Sigga og þá er Ragnar nýstiginn upp úr meiðslum. Ljósu punktarnir eru að sóknin var ágæt og Ísak var flottur en við þurfum að fá fleiri leikmenn til að spila vel,“ sagði Einar Andri Einarsson við Morgunblaðið. ÍR-ingar börðust vel fyrir stig- unum og eins og staða þeirra í deild- inni er þá urðu þeir hreinlega að vinna og lífga upp á sálartetrið eftir frekar slakt gengi í deildinni. Gamli FH-ingurinn Guðni Már Kristinsson stýrði sóknarleik Breiðhyltinga af festu og þeir Sturla Ásgeirsson og Björgvin Hólmgeirsson voru drjúgir en sem fyrr í vetur bólaði ekkert á varnarjaxlinum Ingimundi Ingi- mundarsyni. Hann sat sem fastast á bekknum. Sturla öryggið uppmálað  Skoraði sigurmark ÍR gegn FH úr víti Morgunblaðið/Ómar Ógnar Guðni Már Kristinsson leikstjórnandi ÍR reynir skot í leiknum í Kaplakrika í gærkvöld en Einar Rafn Eiðsson FH-ingur er til varnar. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Vodafonehöllin: Valur – ÍR....................... 18 IG-höllin: Þór Þ. – Keflavík ................. 19.15 Grindavík: Grindavík – Snæfell........... 19.15 DHL-höllin: KR – KFÍ ........................ 19.15 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – Tindastóll ................ 19.15 Hveragerði: Hamar – Höttur.............. 19.15 Jaðarsbakkar: ÍA – Þór Ak ................. 19.15 Rimaskóli: Vængir Júp. – Augnablik . 20.30 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Vodafonehöllin: Valur – HK ..................... 20 1. deild karla: Hertzhöllin: Grótta – Selfoss.................... 20 KNATTSPYRNA Fótbolti.net mót, B-deild, úrslitaleikur: Kórinn: HK – Selfoss ........................... 18.15 BADMINTON Reykjavíkurmót fullorðinna, sem er hluti af Dominos-mótaröð BSÍ, hefst í TBR-húsun- um kl. 18 í kvöld og stendur til sunnudags. Í KVÖLD! inni skárri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.