Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 24.02.2014, Síða 1
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur Bikarmeistarar Vals halda spennu í toppbaráttu Olís-deildar kvenna. Valur kom í veg fyrir að Stjarnan tryggði sér deildarmeistaratitilinn um helgina með sigri í Mýrinni 8 Íþróttir mbl.is FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ísland hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í undanriðla Evr- ópumóts karla í knattspyrnu í Nice í gær. „Það byrjaði enginn að fagna,“ eins og Heimir Hallgrímsson lands- liðsþjálfari orðaði það við mbl.is. Ís- land fékk Holland úr efsta styrk- leikaflokki og var sömuleiðis afar óheppið með lið úr 3. flokki (Tyrk- landi) og 6. flokki (Kasakstan). Þá eru einnig í riðlinum Tékkland, með menn á borð við Petr Cech og Tomás Rosický í sínum röðum, og Lettland sem kom úr 4. styrk- leikaflokki en Lettar hafa einu sinni komist í lokakeppni EM, árið 2004. „Við drógumst í einn af erfiðu riðl- unum,“ sagði Fatih Terim, þjálfari Tyrkja, og bætti því reyndar við að andstæðingar sínir byggju allir í köldu loftslagi. Undir orð hans má taka og það er alveg ljóst að Ísland var ekki sú þjóð sem menn óskuðu sér úr 5. styrkleikaflokknum. „Holland á heima í hópi bestu liða Evrópu. Svo erum við með sterka andstæðinga í Tyrklandi og einnig Íslandi sem var nærri því að komast á HM síðast. Ég sá Ísland gera 1:1- jafntefli við Noreg og fannst liðið eiga skilið að komast í umspilið. Ís- lendingar gætu komið á óvart í þess- um riðli,“ sagði Pavel Vrba, þjálfari Tékklands, strax eftir dráttinn í gær. Til að undirstrika að Íslendingar hefðu hæglega getað verið heppnari með riðil er hægt að skoða F-riðil. Þar hefði Ísland mætt Grikklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Finnlandi og Færeyjum, sem verður að teljast talsvert viðráðanlegra verkefni en það sem blasir við nú. Heimir vildi þó ekki láta neinn bilbug á sér finna: „Það verður alltaf markmiðið að komast á EM. Við vissum að það yrði ekkert auðvelt í þessu og það verður aldrei auðvelt fyrir Ísland að komast í lokakeppni stórmóts.“ Tvö efstu lið riðilsins komast í lokakeppnina í Frakklandi 2016, og 3. sætið dugar til að komast í umspil. Í einum riðlanna níu mun 3. sætið reyndar duga til að komast beint í lokakeppnina. Ísland þarf því vænt- anlega að slá Tékkum eða Tyrkjum við til að komast í lokakeppnina en fyrsti leikurinn í undankeppninni verður gegn Tyrkjum á Laugardals- velli í september. Fljúga 10.400 km fyrir einn leik Ekki er nóg með að riðillinn sé erfiður því honum fylgja einnig löng ferðalög, m.a. það lengsta sem hugs- anlegt er í umdæmi Knattspyrnu- sambands Evrópu; frá Íslandi til Ka- sakstan. Frá Keflavíkurflugvelli eru 5.200 kílómetrar til Astana, höfuð- borgar Kasakstan. Heimi varð að ósk sinni hvað það varðar að leik- urinn við Kasakstan verður stakur leikur hjá Íslandi þá vikuna, þ.e. ekki fylgir annar leikur strax í kjöl- farið. Hins vegar fer íslenska liðið 4.100 kílómetra til Tyrklands og spilar þremur dögum eftir heimaleik við Letta, í lok undankeppninnar. Komust verðskuldað í umspil HM og gætu komið á óvart Leikir Íslands í undankeppni EM: 2014: 9. sept. Ísland – Tyrkland 10. okt. Lettland – Ísland 13. okt. Ísland – Holland 16. nóv. Tékkland – Ísland 2015: 28. mars Kasakstan – Ísland 12. júní Ísland – Tékkland 3. sept. Holland – Ísland 6. sept. Ísland – Kasakstan 10. okt. Ísland – Lettland 13. okt. Tyrkland – Ísland  Enginn heppni með Íslandi í drætti fyrir undankeppni EM  Erfið leið til Frakklands enn torsóttari 24. febrúar 1987 Ísland sigrar heims- og ólympíu- meistara Júgóslavíu, 24:20, í vináttulandsleik í Laugardalshöll- inni, eftir að hafa tapað naumlega, 19:20, fyrir sama liði kvöldið áður. Annar sigur Ís- lands á Júgóslavíu frá upphafi og markahæstir eru Alfreð Gíslason með 7 mörk og Páll Ólafsson með 6. Þorgils Óttar Mathiesen kom næstur með 5 mörk Guðmundur Þórður Guðmundsson skoraði 3 mörk. 24. febrúar 1990 Ísland sigrar Holland, 20:18, í Laugardalshöllinni, í síðasta undirbúningsleiknum fyrir heimsmeistaramót karla í Tékkóslóvakíu. Alfreð Gíslason skorar 6 mörk, Bjarki Sigurðs- son og Þorgils Óttar Mathiesen 4 hvor. Jakob Sigurðsson og Júlíus Jónasson skoruðu 2 mörk hvor. Flautað er til leiks á heimsmeistaramótinu fjórum dögum síðar. 24. febrúar 2012 Svíinn Lars Lag- erbäck stýrir karlalandsliði Ís- lands í knatt- spyrnu í fyrsta skipti. Liðið tapar 3:1 fyrir Jap- an í Osaka en sterka menn vant- ar í bæði liðin. Arnór Smárason skorar mark Íslands úr víta- spyrnu. Á ÞESSUM DEGI Einar Daði Lárusson úr ÍR og Hafdís Sigurð- ardóttir, UFA, urðu í gær Íslandsmeistarar í fjöl- þraut frjálsíþrótta. Einar Daði vann keppni í sjö- þraut en Hafdís fór með sigur af hólmi í fimmtarþraut. Einar hlaut samtals 5.494 stig. Þetta er næst- besti árangur Einars Daða í sjöþraut á ferlinum. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð ann- ar með 4.995 stig, en það er bæði persónulegt met hjá honum og 8. besti árangur í sjöþraut frá upphafi hér á landi. Stefán Þór Jósefsson, UFA, varð síðan í 3. sæti með 4.249 stig sem er einnig talsverð framför hjá honum. Hafdís fékk 3.805 stig í fimmtarþrautinni. Í öðru sæti var Ásgerður Jana Ágústsdóttir, einn- ig úr UFA, með 3.512 stig, en hún er aðeins 18 ára gömul. Hafdís lét ekki þar við sitja heldur bætti einn- ig þriggja vikna gamalt Íslandsmet sitt í lang- stökki en langstökk var ein grein fimmtarþraut- arinnar. Hún stökk 6,45 metra og bætti fyrra met um fimm sentimetra. Hafdís stökk einnig 6,35 metra og 6,21 metra og er greinilega í frá- bærri æfingu um þessar mundir. Þess má til gamans geta að Íslandsmet Hafdís- ar í langstökki utanhúss frá síðasta sumri er 6,36 metrar. iben@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Íslandsmeistarar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, og Einar Daði Lárusson, úr ÍR, unnu fimmtarþraut og sjöþraut af öruggi á Meistaramótinu í gær. Fjölþrautarmeistarar og met hjá Hafdísi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.