Morgunblaðið - 26.03.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 26.03.2014, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Sól í Bláfjöllum Opið var í Bláfjöllum í gær þrátt fyrir töluverða rigningu á mánudaginn en snjórinn var þónokkuð blautur. Nú styttist í lok skíðatímabilsins og því betra að nýta dagana vel. Golli Seðlabanki Íslands ætlar ekki að gefast upp. Enn skal neyða ís- lenskan almenning og fyrirtæki til að lifa við svimandi háa vexti. Peningastefnunefnd bankans ákvað í liðinni viku að halda stýrivöxt- um óbreyttum, langt fyrir ofan verðbólgu og í engum tengslum við vaxtastefnu í helstu viðskiptalönd- um Íslendinga. Í rúmlega 16 mánuði hefur Seðlabankinn ekki séð minnstu ástæðu til að slaka á vax- taklónni og vill fremur herða hana enn frekar með hækkun raun- stýrivaxta. Engu er líkara en að Seðlabank- inn neiti að horfast í augu við stað- reyndir. Verðbólga í febrúar var minni en reiknað var með, gengi krónunnar hefur styrkst (og sam- keppnisstaða íslenskra fyrirtækja þar með veikst), launahækkanir voru minni en áður hafði verið reikn- að með, kjarasamningar á almenn- um vinnumarkaði voru hófsamir, fjárlög fyrir yfirstandandi ár voru samþykkt með réttum formerkjum, fjárfesting er enn alltof lítil, verð á útflutningsmörkuðum hefur lækkað og þannig má lengi benda á efna- hagsleg rök fyrir því að vextir hér á landi lækki verulega. Þessar staðreyndir skipta litlu í hugum þeirra sem ráða för í Seðla- bankanum. Þvert á móti er boðað að tökin skuli hert. Raunvextir Seðla- bankans skulu hækka, segir í yfir- lýsingu Peningastefnunefndar sem óttast vöxt innlendrar eftirspurnar. Litlar áhyggjur af frostinu Í sögulegu samhengi hefur hlut- fall einkaneyslu af landsframleiðslu verið lágt á undanförnum árum. En það skiptir litlu þegar ákvörðun um stýrivexti er tekin, alveg með sama hætti og seðlabankamenn hafa litlar áhyggjur af því að fjárfesting er í sögulegu lágmarki – í frosti væri réttara að segja því hún dróst saman um 3,4% á liðnu ári. Einkaneysla jókst minna á síðasta ári en árin 2011 og 2012 þegar hún jókst um 2,6% og 2,4%. Þá taldi Seðlabankinn hins vegar rétt að halda stýrivöxtum neikvæðum frá júlí 2011 til maí 2012 enda önnur rík- isstjórn við völd. Stýrivextir voru á tímabili neikvæðir um allt að 1,65%. Þá var ríkissjóður rek- inn með bullandi halla sem að öðru óbreyttu hefði kallað á aðhalds- sama stefnu í peninga- málum. Ytri aðstæður voru einnig hag- stæðar, góður afli og gott gengi á helstu mörkuðum fyrir út- flutningsafurðir. Stjórnendur Seðla- bankans virðast úr tengslum við veruleika fyrirtækja og heimila. Flest bendir til að yfirstandandi ár geti orðið erfitt í íslenskum sjávar- útvegi sem aftur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf. En við Arn- arhólinn, sem þó hefur gott útsýni yfir Faxaflóa, breytir það engu þótt fiskafli íslenskra skipa hafi dregist saman um 25,7% á föstu verði í febr- úar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Uppsjávarafli dróst saman um 67% og botnfiskafli um 10%. Á síðustu 12 mánuðum hefur heildarafli íslenskra skipa dregist saman um 13%. Þannig hefur þróunin frá liðnu ári haldið áfram þegar aflaverðmæti minnkaði um 4,1% og verðmæti botnfiskafla um 4,7% fyrst og fremst vegna verðlækkunar á erlendum mörkuðum á þorski og þrátt fyrir aukinn afla. Hugarangur stjórnenda Seðlabankans En það er ekki uggur í brjósti seðlabankamanna vegna minnkandi afla og verðmætis sjávarafurða. Ekki frekar en að óvissan um þróun heimsmarkaðsverðs á áli haldi vöku fyrir þeim sem ákveðna stýrivexti. Í Seðlabankanum kvíða menn engu þótt stóriðjufyrirtæki á Íslandi verði fyrir skakkaföllum vegna „skömmt- unar“ á raforku eða erfiðum mark- aðsaðstæðum. Hugarangur stjórnenda Seðla- bankans snýst um hugsanlegan vöxt innlendrar eftirspurnar, líkt og sú verðbólga sem glímt er við sé drifin áfram af eftirspurn en sé í engu kostnaðardrifin. Í grein sem undirritaður skrifaði 5. mars síðastliðinn var því haldið fram að hávaxtastefna Seðlabankans kostaði íslenskt þjóðfélag tugi millj- arða króna á hverju ári og kæmi í veg fyrir atvinnuuppbyggingu og fjölgun starfa. Bent var á þau ein- földu sannindi að ef nafnvextir lækk- uðu um 1% myndu heimilin spara nær 20 þúsund milljónir króna í vaxtakostnað á ári. Fjármagns- kostnaður fyrirtækja yrði 28 þúsund milljónum lægri. Í heild yrði fjár- magnskostnaðurinn því 48 þúsund milljónum lægri. Þetta er um 2,7% af áætlaðri landsframleiðslu á síð- asta ári og meira en samanlagður tekjuskattur allra fyrirtækja. Unnið gegn stefnu ríkisstjórnarinnar Ekki er við öðru að búast en að seðlabankastjóri og helstu ráðgjafar hans mótmæli því að stefnan í pen- ingamálum sé í litlu eða engu sam- ræmi við efnahagslegan veruleika hér á landi. En þau mótmæli eru svipuð og reyna að halda því fram að íslenskir seðlabankamenn séu í góð- um takti við starfsbræður sína í öðr- um löndum. Líkt og sést á meðfylgjandi súlu- ritum eru stýrivextir hér á landi ekki í neinu samræmi við það sem gengur og gerist í helstu viðskiptalöndum okkar og löndum sem við berum okkur oft saman við. Skiptir engu hvernig dæminu er stillt upp. Nafnvaxtastig stýrivaxta er hér meira en tvisvar hærri en á Nýja Sjálandi. Íslenskir stýrivextir eru 30-sinnum hærri en í Danmörku, átta sinnum hærri en í Svíþjóð og 24- sinnum hærri en í Bandaríkjunum, evruríkjum og í Sviss. Á sama tíma og margir helstu seðlabankar heims telja nauðsynlegt að halda stýrivöxtum neikvæðum, til að örva eftirspurn og fjárfestingu, boðar Seðlabanki Íslands hækkun raunstýrivaxta á næstunni. Eins og sést á súluriti yfir mismun stýri- vaxta og verðbólgu er íslenski seðla- bankinn úr takti við allt sem er að gerast og það á að herða skrúfurnar enn frekar. Ef raunvaxtastig stýrivaxta væri það sama í dag og bankinn taldi nauðsynlegt sumarið 2011 og fram á vor 2012 væru vextir hér rétt undir 2,5% eða svipaðir og í Ástralíu en langt yfir stýrivöxtum í flestum öðr- um löndum. Íslenski seðlabankinn lætur sér slíkt í léttu rúmi liggja og heldur stýrivöxtum í 6% og í stað þess að vinna gegn verðbólguvænt- ingum er ýtt undir þær með „hót- unum“ um raunvaxtahækkanir. Íslensk fyrirtæki standa illa í harðri samkeppni við fyrirtæki í öðr- um löndum. Þau eru í spennitreyju fjármagnshafta og í helgreipum há- vaxtastefnu Seðlabankans. Til að gera hlut íslenskra fyrirtækja enn verri en ella voru skattar og opinber gjöld hækkuð verulega á árunum 2009-2013, allt frá tekjuskatti til launatengdra gjalda, níföldunar veiðigjalda að ógleymdum ýmsum eftirlitsgjöldum. Hávaxtastefna Seðlabankans er ekki annað en skattur á heimilin og fyrirtæki en þjónar hagsmunum er- lendra kröfuhafa ágætlega og gerir afnám fjármagnshafta erfiðari. Pen- ingastefna bankans vinnur gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- málum, þar sem fyrstu skrefin til lækkunar hafa verið tekin og dregur úr áhrifum umfangsmikilla aðgerða í skuldamálum heimilanna. Ef til vill eru þetta hin leyndu markmið sem stjórnendur Seðla- bankans ætla sér að ná með stefn- unni í peningamálum. Eftir Óla Björn Kárason » Íslensk fyrirtæki standa illa í harðri samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum. Þau eru í spennitreyju fjár- magnshafta og hávaxta- stefnu Seðlabankans. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Úr tengslum við raunveru- leikann og umheiminn Stýrivextir á Íslandi úr takt við önnur lönd 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% ES B- ev ru rík i Ný ja Sj ál an d No re gu r Sv íþ jó ð Sv iss Ís la nd Da nm ör k Ka na da Br et la nd Ás tra lía Ba nd ar ík in 0,25% 2,50% 0,50% 1,00% 0,20% 0,25% 2,75% 1,50% 0,75% 0,25% 6,00% Íslenskir stýrivextir eru margfalt það sem þekkist stýrivextir á íslandi / stýrivöxtum í öðrum löndum ES B- ev ru rík i Ný ja Sj ál an d No re gu r Sv íþ jó ð Sv iss Da nm ör k Ka na da Br et la nd Ás tra lía Ba nd ar ík in 30 25 20 15 10 5 0 24,0 2,4 12,0 6,0 30,0 24,0 2,2 4,0 8,0 24,0 Mismunur stýrivaxta og verðbólgu 4% 3% 2% 1% 0% -1% -2% ES B- ev ru rík i Ný ja Sj ál an d No re gu r Sv íþ jó ð Sv iss Ís la nd Da nm ör k Ka na da Br et la nd Ás tra lía Ba nd ar ík in -0,88% -0,20% -1,35% -0,14%-0,34%-0,46% 1,15% -0,61% 0,97% 0,35% 3,90%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.