Morgunblaðið - 28.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2014 Siðfræðistofnun efnir til vísinda- kaffis á laugardag um heimspeki- legar og siðfræðilegar spurningar tengdar tauga- og heilarann- sóknum undir yfirskriftinni: Viljum við ofurheila? Fjallað verður um gervigreind, gervilimi, nýjustu rannsóknir á heilastarfsemi, tauga- og heilaefl- ingu, tauga- og heilabót og áhrif tauga- og heilarannsókna á bók- menntir. Vísindakaffið verður klukkan 14 til 15.30 nk. laugardag á aðalsafni Borgarbókasafnsins. Ofurheilar til umfjöllunar Atvinnu- og nýsköpunarhelgi verð- ur haldin í aðalsal Háskólans á Ak- ureyri, Sólborg, Norðurslóð 2, dag- ana 28.-30. mars. Enginn kostnaður fylgir þátttöku. Markmiðið er að hjálpa ein- staklingum og fyrirtækjum að út- færa snjallar hugmyndir, koma þeim í framkvæmd og á framfæri við rétta aðila. Viðburðurinn er op- inn fyrir alla 18 ára og eldri. Unnið er í hópum að nánari útfærslu hug- myndanna og fjöldi frumkvöðla og annarra sérfræðinga veitir ráðgjöf. Nánari upplýsingar um hvernig vinnulagi er háttað er að finna á www.ana.is. Fyrir bestu hugmynd- ina sem fram kemur um helgina eru veitt verðlaun að upphæð ein millj- ón króna. Einnig eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir sex aðrar hugmyndir sem dómnefnd velur. Nýsköpun Unnið verður í hópum. Nýsköpunarhelgi haldin á Akureyri STUTT Grænlenskir dagar hefjast í Mela- búðinni föstudaginn 28. mars kl. 16.00. Allir eru velkomnir á opn- unarhátíðina. Þar verður boðið upp á græn- lenska kjötrétti, gómsætt sjáv- arfang,grænlenska tónlist á hljóm- diskum og fleira. Jafnframt verður sýning á mynd- um hins heimskunna ljósmyndara Ragnars Axelssonar frá Grænlandi, trommudans verður stiginn og sitt- hvað skemmtilegt verður í boði fyr- ir börn jafnt sem fullorðna. Dagskráin heldur áfram á laug- ardeginum með tónlist, glensi og dansi. Halda grænlenska daga í Melabúðinni Jóhann Óli Hilmarsson Stokkseyri Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnar fræðslusýningu og verkstæðið gestum og gangandi um næstu helgi. Þar verður boðið upp á fræðslu um allt sem viðkemur org- elsmíði og sögu tónlistar á Eyrum. Hefurðu velt því fyrir þér hve margar pípur eru í pípuorgeli? Veistu hvað það tekur langan tíma til að smíða eitt orgel, eða þekk- irðu orðið vindhlaða og hver mun- urinn er á orgeli og harmóníum? Í Orgelsmiðjunni fær fólk svör við þessu öllu og meira til. Fræðslu- sýningin er á þremur tungumálum (íslensku, ensku og þýsku) og geta hitt orgelsmið og fylgst með störf- um hans. Stefnt er einnig að því að vera reglulega með tónleika- hald á staðnum. Vagga íslenskrar tónlistar í nú- tímalegum skilningi er í þorpunum á Eyrum, Stokkseyri og Eyrar- bakka. Á sögusýningunni verður m.a. greint frá Selsbræðrum og afkomendum þeirra, sem og hinu blómlega menningarlífi sem þreifst í Húsinu á Eyrarbakka á 19. öld og fram á þá 20. Fyrsti organisti Stokkseyrarkirkju var Bjarni Pálsson, föðurbróðir Páls Ísólfssonar, sem telja má eitt helsta tónskáld þjóðarinnar. Páll fæddist í Símonarhúsum á Stokks- eyri árið 1893. Hann var um dóm- organisti í Reykjavík í nærri þrjá áratugi. Dætur hans er Þuríður söngkona og Anna Sigríður dóm- kirkjuprestur. Bróðir Páls, Pálmar Ísólfsson, lærði hljóðfærasmíði og stillingar í Danmörku og fengust synir hans og dóttursonur allir við hljóðfærastillingar og viðgerðir. Annar bróðir Páls, Sigurður, var organisti í Fríkirkjunni í Reykja- vík í meira en hálfa öld. Hægt verður að fræðast um þá frændur og miklu meira á sögusýningunni í Orgelsmiðjunni. Sögulega séð á eina orgelsmiðja landsins því hvergi betur heima en á Stokks- eyri. Morgunblaðið/Jóhann Óli Orgelsmiðjan Björgvin Tómasson orgelsmiður og Jóhann H. Jónsson starfsmaður við pípur af ýmsum stærðum. Orgelsmiðjan á Stokks- eyri opnuð almenningi Orgelsmiðjan » Opnun Orgelsmiðjunnar verður um helgina og verður ókeypis inn á laugardag og sunnudag, opið kl. 11:00-17:00. » Laugardaginn 29. mars verða tónleikar kl. 16:00 með hljómsveitinni „Var“ (Myrra Rós, Júlíus og Egill Björgvins- synir). » Sýningin verður opin fram- vegis kl. 10:00-18:00 virka daga og eftir samkomulagi um helgar. » Orgelsmiðjan er í Hafn- argötu 9, sjávarmegin, í menn- ingarverstöðinni Hólmaröst.  Boðið upp á fræðslu um orgelsmíði og sögu tónlistar Laser Blade er enn ein byltingin frá iGuzzini í framleiðslu LED lampa. Með nýrri tækni lýsir Laser Blade upp hlutinn án þess að ljósgjafinn trufli. Laser Blade hefur hlotið margar alþjóðlegar viður- kenningar fyrir hönnun og gæði. Ármúla 24 • S: 585 2800 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.