Morgunblaðið - 28.03.2014, Side 25
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Markó Partners, fyrirtækjaráðgjöf
sem þjónustar sjávarútvegsfyrir-
tæki, var ráðgjafi við ein stærstu
kaup á sjávarútvegsfyrirtæki það
sem af er ári, að því er Pétur Ein-
arsson, meðeigandi í fyrirtækinu,
segir við Morgunblaðið.
Kanadíska laxeldisfyrirtækið
Cooke Aquaculture, sem er eitt af
þeim fimm stærstu á sínu sviði og
Markó vann fyrir, keypti skoska
laxeldið Meridian Salmon Farms af
Marine Hartvest í Noregi fyrir um
23 milljarða króna, að sögn Péturs,
sem vekur athygli á því hve al-
þjóðleg viðskiptin voru.
Áður unnið fyrir Cooke
Hann segir að þetta varpi ljósi á
að íslensk fjármálafyrirtæki geti
látið til sín taka á alþjóðlegum
vettvangi með þekkingu og sam-
bönd að vopni án þess að þau þurfi
að ráða yfir stórum efnahagsreikn-
ingi og taka mikla áhættu.
Markó Partners hefur áður veitt
Cooke ráðgjöf við yfirtökur á fyr-
irtækjum, þar á meðal á spænska
eldisfyrirtækinu Culmarex. Þetta
er þó ekki stærsta ráðgjafarverk-
efni fyrirtækisins til þessa því
Markó Partners kom að kaupum
High Liner Foods á starfsemi Ice-
landic Group í Bandaríkjunum og
Asíu fyrir 27 milljarða króna árið
2011.
85% tekna félagsins að utan
Fram kom í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins í nóvember að yfir
85% tekna félagsins komi frá út-
löndum. Pétur segir að Markó
Partners hafi einnig komið að
áhugaverðum verkefnum innan-
lands og bendir á að fyrirtækið hafi
veitt eigendum fiskvinnslufyrir-
tækisins Ný-Fisk í Sandgerði ráð-
gjöf þegar fyrirtækið var selt til
Icelandic við upphafi þessa árs.
Kjartan Ólafsson stofnaði Markó
Partners ásamt eiginkonu sinni
Halldóru Kristjánsdóttur sem
gegnir starfi fjármálastjóra hjá
fyrirtækinu eftir bankahrun.
Kjartan hefur lengi starfað á sviði
sjávarútvegsmála og fór meðal
annars fyrir sjávarútvegsteymi
Glitnis í Noregi. Pétur, fyrrverandi
forstjóri Straums fjárfestinga-
banka, slóst í hópinn í haust. Þeir
unnu saman hjá FBA og síðar Ís-
landsbanka.
Markó veitti ráðgjöf við
kaup á 23 milljarða félagi
Kaupandinn var kanadískur, seljandinn norskur og fyrirtækið er í Skotlandi
Meðeigandi Pétur Einarsson meðeigandi réð sig til ráðgjafarfyrirtækisins
Markó Partners í haust, en það var stofnað eftir bankahrun.
Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson
Markó Partners
» Starfsmenn Markó Part-
ners eru sjö og vonast Pétur
til þess að þeir verði brátt
tíu.
» Reksturinn skiptist í tvo
þætti: Fyrirtækjaráðgjöf og
greiningarvinnu tengda sjáv-
arútvegi.
» Yfir 85% teknanna koma
frá útlöndum og á árunum
2011-2012 nam hagnaðurinn
um 300 milljónum króna.
» Þóknun ráðgjafa við fyr-
irtækjakaup er alla jafna mið-
uð við stærð viðskiptanna.
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2014
Nýttu svalirnar allt árið um kring
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
hefur svalaglerin fyrir þig!
Skjól
Lumon svalagler veitir skjól gegn
rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna
svalaglerið og renna því til og frá.
Hljóð- og hitaeinangrun
Svalaglerin veita hljóð- og hitaeinangrun
sem leiðir til minni hljóðmengunar
innan íbúðar og lægri hitakostnaðar.
Stækkaðu fasteignina
Með Lumon svalaglerjum má segja að
þú stækkir fasteignina þína þar sem þú
getur nýtt svalirnar allan ársins hring.
Óbreytt útsýni
Engir póstar eða rammar hindra útsýnið
sem helst nánast óbreytt sem og ytra
útlit hússins.
Auðveld þrif
Með því að opna svalaglerið er auðvelt
að þrífa glerið að utan sem að innan.
STUTTAR FRÉTTIR
● Arion Banki,
Vogun hf. og Fisk-
veiðahlutafélagið
Venus hf. munu
selja þegar út-
gefna hluti í HB
Granda í almennu
útboði dagana 7.
apríl til 10. apríl,
en hluturinn nem-
ur á bilinu 27-
32% af heildarbréfum í HB Granda.
Verðbil útboðsins verður 26,6 til 32,5
krónur á hlut, en miðað við það er
heildarverðmæti félagsins á bilinu 48,5
til 59,2 milljarðar.
Heildarfjöldi útgefinna hluta í HB
Granda nemur 1.822.228.000 krónum,
en þar af á félagið eigin hluti sem nema
0,47% af heildarfjölda hlutanna. Allir
útgefnir hlutir í félaginu eru í sama
flokki og jafn réttháir. Nánar á mbl.is
27% bréfa á markað
● Gjaldþrot í febrúar voru 22% fleiri en
á sama tíma í fyrra. Nýskráningar fyr-
irtækja voru einnig fleiri, en þeim fjölg-
aði um 9% milli ára. Flest gjaldþrot
voru í heild- og smásöluverslun, við-
gerðum á vélknúnum ökutækjum og í
byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Ís-
lands.
Í febrúar voru nýskráð 162 einka-
hlutafélög, til samanburðar við 149 í
febrúar 2013. Nýskráningar voru flestar
í fjármála- og vátryggingastarfsemi, 29
talsins. Þá voru 96 fyrirtæki tekin til
gjaldþrotaskipta í febrúarmánuði, til
samanburðar við 79 í febrúar 2013.
Gjaldþrotum fjölgaði
um 22% í febrúar