Morgunblaðið - 28.03.2014, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2014
PÁSKABLAÐIÐ
:
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR
AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 7. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐMorgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað tileinkað
páskahátíðinni
föstudaginn
11. apríl
Í blaðinu verða
girnilegar uppskriftir
að veislumat og
öðrum gómsætum
réttum ásamt
páskaskreytingum,
páskeggjum,
ferðalögum og fleira
Ég verð að koma
flokknum mínum, for-
manni hans og for-
ystusveit til varnar.
Ég held að afar fá
okkar geri sér grein
fyrir því hversu út-
smoginn félagsskapur
Sjálfstæðir Evr-
ópumenn er.
Félagsskapurinn er
með ítök víða, í at-
vinnulífi, bankakerfi,
fjölmiðlum og víðar. Það er því
ekki eins auðvelt og margir halda
að standa bara í lappirnar og
steyta hnefann út í loftið.
Þessi félagsskapur er bara brot
af skráðum flokksfélögum. En sök-
um þeirra ítaka sem ég nefni hér
að ofan þá er hann mun háværari
en efni standa til. Félagsskapnum
tekst með óbilgjörnum
frekjupungamálflutningi sínum í
fjölmiðum og á öðrum vettvangi að
eitra innviði og starf Sjálfstæð-
isflokksins.
Það kannski skýrir meint dálæti
andstæðinga Sjálfstæðisflokksins á
Sjálfstæðum Evr-
ópumönnum.
Næst þegar það
verða formannsskipti í
flokknum, sem ég
vona að verði ekki í
bráð, eða þegar kosið
verður um önnur emb-
ætti í forystu flokks-
ins, mun þessi litli en
háværi hópur innan
flokksins, eiga fram-
bjóðanda í þeim slag
og það sigur-
stranglegan. Á meðan
átökin um ESB eiga
sér stað innan Sjálfstæðisflokksins.
Þessi félagsskapur hefur engan
áhuga á því að vinna að helstu
stefnumálum flokksins og gera
málamiðlanir þar sem menn greinir
á. Þessi félagsskapur vill yfirtaka
flokkinn og forystu hans og beina
stefnu hans í átt til aðildar að ESB.
Þessi öfl hafa t.d. yfirtekið stjórn
Samtaka iðnaðarins og breytt
stefnu samtakanna á þann hátt að
samtökin vilja að Ísland gangi í
ESB. Hinn almenni félagsmaður í
SI er hins vegar andvígur inn-
göngu í ESB, eins og nokkrar
skoðanakannanir á meðal fé-
lagsmanna gefa skýrt til kynna. Sú
eina rödd SI sem fær að hljóma í
umræðunni er rödd stjórnar SI.
Rödd sem varla er hægt að segja
að tali í umboði almennra fé-
lagsmanna samtakanna.
Komist þessi öfl til valda í for-
ystusveit Sjálfstæðisflokksins mun
hin nýja forysta ákalla ESB-aðild,
jafnvel þó hinn almenni flokks-
maður sé því andvígur. Hvort sem
sú afstaða komi fram í landsfund-
arályktunum eða í skoðanakönn-
unum meðal flokksmanna eða kjós-
enda flokksins.
Það er því afar þröng staða í for-
ystutafli Sjálfstæðisflokksins og á
færi fárra að tefla það tafl svo vel
fari. Enda gæti næsti leikur kostað
skák og mát.
Bjarni Benediktsson er ekki full-
kominn frekar en nokkur maður af
holdi og blóði. Hann hefur gert sín
mistök í taflinu. En í flestum til-
Eftir Kristin Karl
Brynjarsson
»Ég sé engan í augna-
blikinu sem bæði
vildi og gæti tekið við
keflinu og teflt þessa
skák betur en Bjarni.
Kristinn Karl
Brynjarsson
Til varnar stjórnmálaflokki
Náttúrulega mettuð
fita svo sem fita í
mjólkurafurðum, með
öllu því sem henni
fylgir, er ekki óholl.
Þrýstingi í þá átt að
sneiða hjá henni frá
hinu opinbera og viss-
um stofnunum og
fræðimönnum verður
að linna.
Fullfeitar mjólk-
urvörur eru síst verri
fæða en fitusneyddar og þá oft syk-
urbættar mjólkurvörur, og enn síð-
ur verri en ýmis fæða sem hún get-
ur komið í staðinn fyrir eða dregið
úr neyslu á. Þá er mjólk í ofanálag
rík af ákjósanlegum fitusýrum, svo
sem CLA, eins og finna má sér-
staklega mikið af í afurðum ís-
lenskra mjólkurkúa.
Víst virðast allir sammála um að
gosdrykkir, sætabrauð og nammi
séu óæskilegir næringargjafar og
góð hreyfing sé öllum holl – en
draugar fortíðar vofa enn yfir þeg-
ar kemur að umræðu um fitu og
fitusneyðingu.
Nýlega sat ég fyrirlestur prófess-
ors í næringarfræði við Háskóla Ís-
lands og fékk mig fullsaddan af
rökvillunum og áróðrinum sem
löngu ætti að vera lærðum ljóst að
á sér engar stoðir.
Vísindi verða engu betri eftir því
hver stendur á bak við þau, heldur
eingöngu hvað býr að baki þeim.
Læknisgráða, doktorsnafnbót eða
prófessorstitill breyta engu um
sannleikann. Sérstaklega ekki þeg-
ar kemur í ljós að gömlu „vísindin“,
sem lærð voru og byggt á, eru ekki
sannleikur.
Jú, lítum betur á málin. a) Við
finnum fitu í mat og fitan fer ofan í
maga. b) Fita sest til innan á æða-
veggi, fólk fær fitu kringum líffærin
og fita sést utan á fólki yfir allan
líkamann. – Ef við gefum okkur að
orsakasamhengi sé á milli a) og b)
virðast úreltu einföldu skýringarnar
sem gefnar hafa verið síðustu ára-
tugi augljósar. Fita hér og þá fita
þar – verður að fitu hér, fitu þar og
fitu alls staðar!
En lífið er ekki svo einfalt. Um
rökvillu er að ræða. Þarna er ekki
orsakasamband né heldur hefur
nokkurn tíma verið sýnt fram á or-
sakasamband. Fita í mat sem fer
ofan í maga er ekki meginástæða
þess að við fitnum,
hvorki undir húð né
kringum líffæri og er
ekki sú sem stíflar
kransæðar. Sú hug-
mynd er misskilningur.
Á sínum tíma ef til vill
skiljanlegur misskiln-
ingur, en misskilningur
engu að síður!
Og það sama á við
um fyrri skilning
manna á kólesterólinu
sem fitunni fylgir. Þeg-
ar er byrjað að draga
þá vitleysu til baka og hjartalæknar
farnir að biðjast velvirðingar á. Í
dag er til dæmis ekki lengur mælst
til þess að fólk takmarki eggjaát á
grundvelli kólesteróls. Er það gott
og blessað – en fullri leiðréttingu í
öllu þessu máli hefur ekki verið
náð.
Náttúruleg fita er hvorki óholl né
óæskileg og opinber stefna með yf-
irlýsingum og þrýstingi á að fitu-
sneyða eigi mjólk og mjólkurvörur
samræmist hvorki heilbrigðri skyn-
semi né nýjustu vísindum. Slíkur
opinber áróður stenst á engan máta
nánari skoðun og er vont dæmi um
óþarfa íþyngjandi forræðishyggju.
Af hverju er vegið að frelsi almenn-
ings til eðlilegs fæðuvals, með
íþyngjandi íhlutunum hins op-
inbera, þegar engin ástæða er til?
Þessari stefnu þarf að hætta og
um leið þurfa þeir, sem við keflinu
hafa tekið frá fyrri tíð, að stíga
fram fyrir skjöldu og biðjast afsök-
unar á mistökunum; misskiln-
ingnum sem fylgdi rangur boð-
skapur, svo jaðrar við heilaþvott, í
áratugi.
Ég krefst opinberrar yfirlýsingar
og afsökunarbeiðni til almennings!
Enginn yrði minni maður af því.
Horfumst í augu við fortíðina, lítum
svo fram á veginn og hættum þess-
ari vitleysu. Má ég fá eitthvað ann-
að en fitusneytt, takk.
Opinbera yfirlýsingu
og afsökunarbeiðni!
Eftir Hannes Þórð
Þorvaldsson
Hannes Þórður
Þorvaldsson
»Náttúruleg fita er
ekki óholl og opinber
stefna með þrýstingi á
að fitusneyða eigi mjólk
samræmist hvorki heil-
brigðri skynsemi né nýj-
ustu vísindum.
Höfundur er lyfjafræðingur.
Ógnvænleg þróun
er í íslenskri ferða-
þjónustu, þar sem
ofurgræðgin hefur
tekið öll völd. Geysi-
smálið er bara byrj-
unin á snjóbolta sem
á eftir að vinda utan
á sig og valda ómæl-
anlegum skaða fyrir
íslenska samfélagið.
Dæmin sanna að
þegar verðlag fer út fyrir allt vel-
sæmi, þá hrynur ferðaþjónusta,
eins og gerist núna í Noregi og
gerðist á Spáni og Grikklandi.
Það hefur reynst Spánverjum
mjög erfitt að lagfæra ímynd
landsins eftir að ferðaþjónustan
hrundi. Það var einu sinni ódýrt
að versla í London og ferðafólk
streymdi þangað, en eftir að
verðlag hækkaði mjög minnkaði
líka ferðamannastraumurinn.
Ég hef af því miklar áhyggjur
að þegar farið verður út í gjald-
töku á öllum helstu stöðum lands-
ins, eins og Esju, Þórsmörk,
Skógarfossi, Þingvöllum, Dimmu-
borgum, Dettifossi o.s.frv., þá
hrynur ferðaþjónustan og það orð
fer af Íslendingum að þeir séu
hömlulausir í græðginni. Þetta er
örugg leið til að koma í veg fyrir
að ferðamenn komi hingað til Ís-
lands í framtíðinni. Þetta er ná-
kvæmlega það sem gerðist í Nor-
egi og ferðamannastraumurinn
minnkaði um ca 25%, á síðasta
ári. Ef þetta gerist líka á Íslandi
þá blasir við eitt stærsta gjald-
þrot þjóðarinnar vegna mikillar
fjárfestinga í hótelum, aðstöðu og
tækjum fyrir ferðamenn. Gjald-
þrot sem bitnar mest á þeim sem
hafa atvinnu og sitt lifibrauð af
ferðaþjónustu. Bankarnir munu
velta tapinu yfir á almenning eins
alltaf. Gleymið ekki að ferðaþjón-
ustan skapar miklu fleiri störf
heldur en sjávarútvegurinn og
stóriðjan til samans.
Tökum dæmi um að gjaldtaka
verði á alla sem ganga á Esjuna,
ca. 1.000 kr. á mann og það eru
um 500 manns sem ganga á Esj-
una á hverjum degi, þá eru þetta
um ca. 180 milljónir á ári, sem er
engir smáaurar fyrir
landeigendur Esj-
unnar. Þá sjá menn
möguleikana á að
selja aðgang að
fjörum landsins. Nið-
urstaðan verður sú að
börnin okkar og
barnabörn eiga enga
möguleika á að njóta
náttúrunnar á eðlileg-
an hátt. Vissulega
hljómar þetta fjar-
stæðukennt en fyrir
ca. 10 árum var allt
tal um gjaldtöku á Geysi full-
komin fjarstæða, en er raunveru-
leiki í dag. Er þetta vilji íslensku
þjóðarinnar?
Ég átti tal við íslenska konu
sem ferðaðist til Spánar og hún
varð mjög æst þegar hún tjáði
mér að hún hefði þurft að borga
fyrir að leggja bílnum og að-
gangseyri til að skoða einhvern
foss og hún fékk mjög neikvæða
upplifun og mynd af Spáni. Ég
held að þetta mun gerast líka á
Íslandi ef almenn gjaldtakan
verður að veruleika hér.
Ég starfa sem leiðsögumaður
og venjuleg spurning frá ferða-
mönnum er hvort Íslendingar
hafi efni á að fara út að borða á
veitingahúsum í Reykjavík og þá
með athugasemdum um að það sé
mjög dýrt. Svarið er að flæstir
hafi efni á að fara á þá staði sem
útlendingar fara á. Ofurgræðgin
á veitingahúsum á Íslandi er þeg-
ar farinn að skemma orðspor
okkar.
Bláa lónið er eitt dæmið um of-
urgræðgi á hæsta stigi og hefur
gengið langt út fyrir allt vel-
sæmi. Ég fæ oft spurninguna um
hvort Íslendingar fari oft í Bláa
lónið og svarið er nei, því það er
of dýrt. Það er líka ótrúleg
græðgi að rukka menn fyrir að
koma inn fyrir dyrnar á Bláa lón-
inu. Það þarf fyrst að greiða að-
gangseyri fyrir að koma inn í
húsið og svo þarf að greiða fyrir
veitingarnar sem keyptar eru.
Útlendingar, sem ræða þessi mál
við mig, eru hneykslaðir á þess-
ari ófyrirleitnu græðgi. Á það að
vera aðeins fyrir ofsaríka Íslend-
inga að baða sig í Bláa lóninu?
Vesturland sker sig úr á Ís-
landi vegna ofsagræðgi. Þar er
dýrasta pakkasúpa á Íslandi seld,
á ca. 2.000 kr. diskurinn. Þar er
líka rukkað fyrir að fara á salerni
og Borgarnes er líka eini stað-
urinn á Íslandi þar sem menn
þurfa að borga fyrir að þvo rútur.
Það er yndislegt að þurfa ekki
fara um Borgarfjörð og Snæfells-
nes.
Niðurstaðan er þessi, að Ísland
er á hraðri leið með að verð-
leggja sig út af alþjóðlegum
ferðamannammörkuðum vegna
ofsagræðgi og óhemjuskapar. Við
blasir risagjaldþrot þeirra sem
eru að fjárfesta í hótelbygg-
ingum, rútufyrirtækjum o.s.frv.
Það mun taka okkur marga ára-
tugi að endurskapa traust og
virðingu og vilja fólks til að
ferðast til Íslands. Gjaldtakan
mun verða mikill kostnaðarauki
fyrir íslensk heimili í framtíðinni.
Verið er að eyðileggja stórkost-
legt tækifæri til betri lífskjara,
með því að leggja ferðaþjón-
ustuna í rúst á Íslandi.
Lausnin er að leggja nátt-
úruverndargjald á alla flugmiða
og alla farþega sem koma með
farþegaskipum til Íslands, ca. 200
kr. pr. mann. Það þýðir að Ís-
lendingar taka líka þátt í að
vernda náttúru Ísland. Þetta
gjald fer í sérstakan sjóð sem
fulltrúar flugfélaganna og ferða-
skrifstofa á Íslandi stjórna. Rík-
isvaldið má alls ekki koma nálægt
þessum sjóði.
Landeigendur geta sótt um
styrk úr þessum sjóði til að
vernda land og byggja upp að-
stöðu fyrir ferðamenn. Lítil
sveitafélög eins og Mýrdals-
hreppur gæti sótt um styrk til að
bæta aðstöðuna, t.d. á Dyrhólaey,
og þessi styrkur gæti orðið til
þess að fá krónu á móti krónu úr
gistináttagjaldasjóðnum.
Guð forði Íslendingum frá
gjaldtökuskúrum eða „nátt-
úrurpassa“ að náttúruperlum
landsins.
Eftir Steinþór
Ólafsson
Steinþór Ólafsson
» Ísland er á hraðri
leið með að verð-
leggja sig út af alþjóð-
legum ferðamanna-
mörkuðum vegna
ofsagræðgi og óhemju-
skapar.
Höfundur er leiðsögumaður.
Ofsagræðgi – orðstír deyr