Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 6 VIÐSKIPTI BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is G oogle er ekkert venjulegt fyrirtæki. Vörumerkið er orðið það þekktasta í heimi – ásamt Apple, reyndar – og tók þar við af Coca Cola. Google er hins vegar ólíkt Apple að því leyti að markmiðið snýst ekki um að framleiða vinsæl- ar vörur, heldur breyta heiminum. Leitarvélin er sennilega það sem flestum kemur fyrst í hug þegar minnst er á Google, ekki nettenging allra jarðarbúa, tilraunir með vél- menni og rannsóknir á starfsemi heilans og hvernig lengja megi líf mannsins. Larry Page og Sergey Brin stofnuðu Go- ogle 1998. Þá var markmiðið að „skipuleggja upplýsingar heimsins og gera þær öllum að- gengilegar og nothæfar“. „Ekki vera vond,“ var óopinbert kjörorð fyrirtækisins. Page er hug- sjónamaðurinn í fyrirtækinu og það sést á áherslum fyrirtækisins eftir að hann tók við for- ustunni og varð framkvæmdastjóri 2011. Nettenging heimsins með loftbelgjum Í fyrra sumar var verkefninu Himbrimanum hleypt af stokkunum. Yfir Nýja Sjálandi voru 30 loftbelgir sendir upp í himininn. Í CNN kom frétt um að áhugamenn um fljúgandi furðuhluti hefðu himinn höndum tekið, en fyrirbærin áttu sér jarðbundnari skýringu. Belgirnir voru búnir loftnetum og sendum. Þeir voru sendir upp í heiðhvolfið í 20 km hæð og þaðan sendu þeir merki til að tengja afskekktutstu svæði heims við netið. Tveir þriðju mannkyns njóta ekki aðgangs að hraðvirku neti og margar milljónir hafa engan aðgang. Stjórnendur Google vilja breyta þessu. Hins vegar er dýrt að búa til innviðina, leggja kapla og senda gervihnetti á braut um jörðu. Því var ákveðið að kanna hvort hægt væri að stytta sér leið með því að nota loftbelgi. Verkefnið er á tilraunastigi. Á Nýja-Sjálandi fengu 50 fjöl- skyldur nettengingu, en markmið Page er að tengja allt mannkyn við netið fyrir lok þessa ára- tugar. Fyrirætlanir Google komast iðulega í frétt- ir, en heildarmyndin er sláandi eins og fram kom í úttekt í vikuritinu Der Spiegel fyrr í þessum mánuði. Mælikvarðar hans eru mannkynið og heimurinn og starfsfólkið er eggjað áfram, til að hugsa ekki smátt heldur hafa metnað. Hver sá sem þvælist um netheima rekst ófrávíkjanlega á Google. Fimm milljarðar leit- arbeiðna berast leitarvél Google á dag. Fyr- irtækið hefur mótað netið, en einnig gert það að féþúfu. Götumyndir Google hafa einnig valdið uppnámi víða. Leitarvélin er kapituli út af fyrir sig. Fram hafa komið ásakanir um að fyrirtækið hafi áhrif á leitarniðurstöður. Fyrirtæki, sem ekki auglýsi hjá Google, fari aftast í röðina. Fyrirtækið safn- ar líka persónulegum upplýsingum um notendur þannig að mörgum verður um og ó. Leitarvél Google er leið til að skapa reglu úr glundroðanum. Hún byggist á algrími, sem nefn- ist PageRank og sér um gefa vefsíðum vægi. Við fyrstu sýn virðist vélin búa yfir vísindalegu hlut- leysi, sem gerir kleift að sækja rétta svarið úr myrkviðum netsins líkt og flett væri upp í al- fræðiorðabók. Kerfið byggist á vinsældum síðna. Eftir því sem oftar er smellt á þær, þeim mun líklegra er að þær lendi ofarlega þegar leitað er. Bent hefur verið á að þess vegna hafi fyrirtæki ekki á móti slæmum umsögnum, þær séu betri en engar. Gagnrýnendur hafa bent á að ferlið sé hins vegar ekki hlutlaust. Algrímið sé eins og rit- stjóri, sem meti hvað sé mikilvægt og það mat sé byggt á mati einhvers annars á hvað sé mik- ilvægt. Aðlögun að leitarvélum (á ensku er meira að segja til skammstöfunin SEO, search engine optimization) er orðin sérgrein ráðgjafa, sem hafa ráð undir rifi hverju til að umskrifa kóða vefsíðna, innihald og lykilorð til að þoka þeim of- ar í leitarröðinni. Google lítur þessa starfsemi hornauga og hefur reynt að beita sér gegn henni, en ekki haft erindi sem erfiði. En notandinn hefur einnig sjálfur áhrif á leitarniðurstöður. Google safnar upplýsingum um notendur og þær hafa áhrif á leitarnið- urstöður. Niðurstöðurnar eru sniðnar að smekk notandans. Því fá Jón og Gunna ekki sömu nið- urstöður þótt þau leiti að sama orðinu. Niður- stöðurnar helgast af því, sem leitað var að síðast. Fræðimaðurinn Eli Pariser heldur því fram að þessi aðferðafræði stuðli að þröngsýni. Go- ogle beini notandanum að upplýsingum, sem eru líklegar til að staðfesta heimsmynd hans, hug- myndafræði og ályktanir. Umhverfisvernd- arsinni fái til dæmis aðrar niðurstöður þegar hann leitar að upplýsingum um loftslagsbreyt- ingar, en forstjóri olíufyrirtækis. Þannig loki netið á andstæð sjónarmið þrátt fyrir að virðast laust við hlutdrægni. Rannsókn, sem gerð var á afstöðu repúblik- ana og demókrata til hlýnunar jarðar á árunum 2001 til 2010 ýtir undir þetta. Á þessum tíma fækkaði repúblikönum sem töldu að loftslag á jörðunni færi hlýnandi úr 49% í 29%, en demó- krötum, sem voru þeirrar hyggju, fjölgaði úr 60% í 70%, líkt og hóparnir fengju ekki sömu upplýsingarnar. Allt sem Google gerir á að vera tífalt betra Miklar breytingar eru að verða á Google og velta menn vöngum yfir hvert fyrirtækið stefni. „Við höfum alltaf verið metnaðarfullt fyrirtæki,“ er haft eftir Amit Singhal, yfirmanni þróunar hjá Google, í Der Spiegel. „Undir stjórn Larrys hafa markmið okkar breyst verulega; þau eru viða- meiri og áræðnari.“ Talað er um heimspeki tí- földunarinnar. Allt, sem Google gerir, á að vera tífalt betra og skilvirkara, sen það, sem fyrir var. Markmiðið er að „breyta heiminum“ ítrekar Page við hvert tækifæri. Leitarvélin er bara hluti af starfseminni. Google er orðið hátæknifyrirtæki. Velta þess var 60 milljarðar Bandaríkjadollara (6.800 milljarðar króna) í fyrra og hagnaðurinn 13 milljarðar (tæplega 1.500 milljarðar króna). Stýrikerfið Android er með yfirburðastöðu á snjall- símamarkaði. Google leggur ljósleiðara, fram- leiðir fartölvur, spjaldtölvur og hugbúnað og það er bara byrjunin. Unnið er að smíði sjálfstýrðra bíla, sem yrðu sannkallaðar sjálfrennireiðar. Google Glass er gleraugnatölva, sem býr yfir miklum mögu- leikum, ber á kennsl á fólk sem notandinn hittir og jafnvel textar fyrir hann yfirlýsingar viðmæl- enda á framandi tungum. Nýlega var í fréttum að manni með prufueintak af gleraugunum á nefninu hefði verið hent út af krá í San Francisco vegna þess að aðrir gestir kunnu ekki að meta tilhugsunina um að gleraugnatölvan ryddist inn í einkalíf þeirra. Framtíðarmúsíkin heldur áfram. Google hefur stofnað nýja deild þar sem helstu verk- fræðingar Google vinna að því að setja saman vélmenni með greind. Verkefnið Google Brain snýst um að þróa tölvur, sem líkja eftir heila- starfsemi mannsins. Verkfræðingarnir í leit- arvélardeildinni vinna að því að smíða voldugan gagnabanka, sem á að tengjast allri þekkingu heimsins. Skerfur Google til rannsókna af rekstrarfé fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá því að Page tók við. Í fyrra fóru átta milljarðar dollara (rúmlega 900 milljarðar króna) í rannsóknir. Google kaup- ir fyrirtæki, sem eru að þróa áhugaverða tækni, og ræður til sín vísindamenn úr öllum geirum, allt frá erfðafræðingum til vélaverkfræðinga og heilasérfræðinga. Markmiðið er að auka lífsgæði á öllum sviðum, á heimilinu, skrifstofunni og í bílnum. Page hefur enga trú á því að taka lítil skref, það geri fyrirtæki tilgangslaus. Hann vill stökkva. „Það er eitthvað kolrangt við það hvernig fyrirtæki eru rekin,“ segir hann. „Allir halda bara áfram að gera það sama og þeir hafa gert hingað til.“ Hús prentuð í þrívíddarprentara? Sumir fjárfestar í Google hafa áhyggjur af því að gríðarlegur hagnaður fyrirtækisins gæti horfið í glórulaus gæluverkefni. Page og Brin ætla ekki að láta það slá sig út af laginu og þeir eru í góðri stöðu. Eins og segir í Der Spiegel býr ekkert fyr- irtæki í heiminum yfir jafn mikilli þekkingu, pen- ingum, völdum og upplýsingum. Ekkert fyr- irtæki virðist heldur hafa sambærilegan metnað. „Apple kynnti síðast nýjan iPhone í öllum regn- bogans litum,“ segir í Der Spiegel. „Google stofnaði fyrirtæki, sem á að finna leiðir til að lengja líf mannsins.“ Google X nefnist rannsóknarstofan þar sem sjálfstýrði bíllinn, Google-gleraugun og Him- brima-áætlunin urðu til. Nafnið gefur til kynna leitina að hinu óþekkta, finnið X. Þar er nú verið að rannsaka tækni til að reisa hús á augabragði, jafnvel með risastórum þrívíddarprentara. Einn- ig eru á teikniborðinu fljúgandi vindmyllur með fjórum hreyflum. Myllurnar eiga að svífa í nokk- ur hundruð metra hæð og senda rafmagn til jarðar. Kostnaðurinn skiptir ekki máli Þegar metnaðarfull verkefni eru annars vegar er talað um tunglskot hjá Google. Þar er vísað í yf- irlýsingu Johns F. Kennedys í upphafi sjöunda áratugarins um að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn yrði á enda. Þýskur vísindamaður, Sebastian Thrun, einn helsti sérfræðingur heims í vélmennum og gervigreind, ræður ríkjum í Google X. Hann trú- ir því að með tækninni sé hægt að breyta heim- inum og telur að Þjóðverjar séu of varkárir. Hann lýsir leiðarljósi Google þannig: að breyta lífi 100 milljóna manna telst ekki árangur. Ár- angur næst við að breyta lífi eins milljarðs manna. Þess vegna gildi einu hjá Google hvað vöruþróun kosti. „Umbunin að baki því, sem við erum á höttunum eftir, er svo gríðarleg að pen- ingarnir, sem fara í að ná þangað, skipta ekki máli,“ segir Thrun við Der Spiegel. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að Go- ogle hefur sviðið fyrir sig. Lítil fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ráðast í svo metnaðarfull verkefni og stór fyrirtæki leggja ekki í slíka áhættu en eiga þá líka á hættu að missa tækifær- ið. Eitt dæmi um það er uppfinning, sem Goggle X kynnti nýverið – linsu, sem stöðugt mælir blóðsykurinn og gæti létt sykursjúkum lífið. Hvar voru lyfjafyrirtækin? Leitarvélin var fyrsta tunglskotið og hún er í stöðugri þróun. Leitartengingum fjölgar og alls kyns upplýsingar, sem tengjast leitinni, eru dregnar fram á sjónarsvið notandans. Google-heilann mætti einnig kalla tungl- skot. Fyrir tveimur árum tengdu vísindamenn Google saman 16 þúsund tölvukjarna og sýndu honum myndskeið á YouTube í þrjá daga sam- fellt. Vonuðust þeir til þess að vélin yrði eins og heili nýfædds barns og myndi við það að fá nógu mikið af upplýsingum byrja að gera sér sjálf mynd af heiminum og tæki að bera kennsl á hluti, sem oft kæmu fyrir. Eftir að hafa horft á tíu milljónir mynda var vélin farin að þekkja hluti, menn og ketti. Fyrir ári fékk Google Geoff- rey Hinton, sem hefur verið leiðandi í rann- sóknum á þessu sviði í 30 ár, til að stýra verkefn- inu. Draumur hans er að búa til tölvukerfi, sem líkja eftir lífrænni greind, tölvur, sem hegða sér með mannlegri hætti. Markmiðið er að gera tölv- ur klárari, að ljá þeim mannlegan skilning á um- hverfi sínu. Hugsunin á bak við það er að eitt al- grím eða reiknirit sé undirstaða mannlegrar greindar og þekkingaröflunar. Eins og segir á Vísindavef Hákskólans er algrím „forskrift eða lýsing sem segir til um hvernig leysa megi til- tekið vandamál“. Til einföldunar má segja að lykillinn að því að smíða greindar tölvur sé að finna þetta algrím því að það megi nota til að „kenna“ þeim hvað sem er. Google hyggst einnig færa út kvíarnar í þró- un vélmenna. Fyrir skömmu keypti Google fyr- irtækið Nest á 3,2 milljarða dollara. Nest þróaði nýstárlegan hitamæli og reykskynjara með gervigreind undir forustu Tonys Fadells, sem áður var hjá Apple og átti stóran þátt í að búa til spilarann iPod. Hann fylgdi með í kaupunum. Ný kynslóð snjalltækja með greind Ástæðan fyrir því að Google keypti Nest er að fyrirtækið framleiðir nýja kynslóð tækja, sem notuð eru í hversdagslífinu. Tækin læra og að- Markmið Google er að b Stór áform Höfuðstöðvar Google í Mountain View í Kaliforníu. Risafyrirtækið hefur metnaðarfull áfo  Google er eitt voldugasta fyrirtæki heims og hefur á prjóununum metnaðarfull áform um nettengingu alls heimsins, byltingu í smíði vél- menna og ætlar að auki að gera atlögu að öldrun mannkyns  Átta milljarðar dollara voru í fyrra lagðar í rannsóknir á vegum Google  Starfsmenn hvattir til að hugsa stórt og forðast hænuskref  Enginn skilningur á fyrirtækjum sem láta sér nægja að gera alltaf það sama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.