Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014
9
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
N
ærri tíu ára gömul
uppfinning Hilmis
Inga Jónssonar er í
dag orðin að efnilegu
fyrirtæki. ReMake
Electric framleiðir mælibúnað og
hugbúnað sem fyrirtæki og stofn-
anir geta notað til að greina í þaula
og þannig minnka verulega orku-
notkun sína. Fyrirtækið var stofnað
árið 2009 og er nú þegar með um 25
starfsmenn á Íslandi og endur-
söluaðila í fjórum löndum til við-
bótar en vörurnar frá ReMake eru í
notkun hjá viðskiptavinum allt frá
Bretlandi til Japans.
Hilmir segir það hafa verið lær-
dómsríkt ferli að koma vörum Re-
Make á framfæri á erlendri grundu.
„Það er t.d. hægara sagt en gert að
finna endursöluaðila sem hefur rétta
hugarfarið og viljann til að bæta við
vöruframboðið, stundum með vöru
sem er fyrir utan sjálfa kjarna-
starfsemina og getur kallað á krefj-
andi og kostnaðarsama aðlögun.“
Verða að vanda valið
Hilmir og félagar hans hjá ReMake
fóru þá leið að leita uppi efnileg sam-
starfsfyrirtæki með því að taka þátt
í vörusýningum. Hann segir hafa
verið nauðsynlegt að finna sam-
starfsaðila því þegar sótt sé á nýtt
markaðssvæði með nýjar tækni-
lausnir sé ómetanlegt að búa að safni
viðskiptavina hjá samstarfsaðil-
anum. „Við þefuðum uppi vörusýn-
ingar á rafmagns- og lýsing-
arlausnum á hverju markaðssvæði,
sýndum okkur og sáum aðra. Með
góðum undirbúningi var hægt að sjá
hverjir gætu passað vel við starf-
semi okkar og ná persónulegum
tengslum þar sem grundvöllur væri
fyrir gjöfulu samstarfi.“
Af þessu segist Hilmir m.a. hafa
lært að það borgi sig að kynna sér
samstarfsfyrirtækið sem best, sem
fyrst, og eins að spyrja beinskeyttra
spurninga. „Það hefur alveg gerst að
við höfum farið af stað með áhuga-
verðum samstarfsaðila en komist
svo að því á endanum að þetta var
ekki rétta fyrirtækið. Verst af öllu er
að við hefðum átt að geta séð van-
kantana og spurt réttu spurning-
anna strax á fyrsta degi, og þannig
sparað okkur bæði dýra vinnu og
mikilvægan tíma,“ útskýrir Hilmir.
„Flestir heillast og sjá mikil tæki-
færi með ReMake vörunum og lang-
ar til að finna leiðir til að fara í sam-
starf, og við, að sama skapi, erum
spenntir fyrir öllum möguleikum til
að stækka. En svo oft er það raunin
að varan okkar færir samstarfsaðil-
ann of langt út fyrir sitt þægindasvið
og þá, þrátt fyrir velvilja og áhuga,
gengur samstarf hreinlega ekki
upp.“
Hilmir segir gagn hafa verið að
þvi fyrir ReMake að fá m.a. svokall-
aðan brúarstyrk frá Tækniþróun-
arsjóði til að standa straum af vöru-
sýningum erlendis og eins hafi
sérfræðingar Íslandsstofu veitt góð
ráð um hvernig koma mætti fyr-
irtækinu á framfæri á erlendum
mörkuðum. „Eitt af því sem ég
myndi gera öðruvísi, ef ég væri að
leggja upp í þessa vegferð í dag, er
að leggja meira fjármagn í markaðs-
málin. Framan af einbeittum við
okkur að því að fullkomna tæknilegu
hliðina á vörunum okkar og mikið
púður sem fór í bæði hugbúnað og
vélbúnað. Það er ekki fyrr en núna,
tæpu ári eftir að varan var end-
anlega tilbúin og alþjóðlega vottuð,
að við erum að sinna markaðs-
hliðinni sem skyldi. Í okkar tilviki
hefði t.d. mátt taka frá fjármagn til
að vera sýnilegri á vefmiðlum og
kaupa auglýsingar á miðlum sem
fólk úr rafmagnsgeiranum les.“
Sjálfstraustið er smitandi
Annars segir Hilmir að íslenskir
frumkvöðlar ættu ekki að mikla það
um of fyrir sér að halda út í heim.
Hann hafi komist að því að íslenska
bjartsýnin og óbilandi sjálfstraustið
hjálpi til þegar út sé komið. „Við höf-
um fundið það vel á vörusýning-
unum að það laðar að bæði almenna
gesti og væntanlega samstarfsaðila
hvað við höfum óbilandi trú á vör-
unni. Þessu fylgir ákveðinn kraftur
og það smitar út frá sér þegar sýn-
andinn er þess fullviss að hann sé
með alvöru lausn á alvöru vanda-
málum í höndunum.“
Íslensk fyrirtæki í útrás
Vandasamt að finna rétta
samstarfsfyrirtækið
Morgunblaðið/Kristinn
Kröfur„Verst af öllu er að við hefðum átt að geta séð vankantana og spurt réttu spurninganna strax á fyrsta degi, og þannig sparað okkur bæði dýra vinnu
og mikilvægan tíma,“ segir Hilmir Ingi Jónsson spurður um hvað leitin að góðum samstarfsfyrirtækjum hefur kennt stjórnedum ReMake Electric.
ReMake Electric er byrjað að ná fótfestu erlendis Hafa notað vörusýningar til að sýna sig og mæla út vænt-
anlega samstarfsaðila Þróuðu lausn sem greinir rafmagnsnotkun og getur skilað hátt í 30% sparnaði
Starfsemi ReMake Electricbyggist á nýstárlegummælibúnaði sem vaktar
og greinir í þaula rafmagns-
notkun fyrirtækis eða stofn-
unar. Hilmir segir mælibún-
aðinn byggjast á
einkaleyfavernduðum lausnum
sem eru ólíkar öllu því sem fyr-
ir er á markaðinum og bjóði
ReMake ódýrari og aðgengi-
legri leið til að greina raf-
magnsnotkunina.
„Við erum að gera eftirlit
með orkunotkun í byggingum
auðveldara fyrir fólk og við-
skiptavinir okkar hafa náð að
minnka orkunotkun sína um
hátt í 30% með ReMake-
tækninni, án þess að missa
þægindi, með því einu að draga
úr orkusóun.“
Viðnám eykur eyðslu
Sparnaðurinn segir Hilmir að
komi til vegna þess að mæli-
tæki og hugbúnaður ReMake
sýnir hvar álag er í kerfinu og
hvar eitthvað er bogið við
orkunotkunina. „Mæliborðið er
aðgengilegt yfir netið og getur
gefið vísbendingar um t.d. ef
viðnám er farið að aukast í vél-
um eða síur í loftræstikerfinu
orðnar mettaðar af óhrein-
indum. Um leið og rafmagns-
tæki finna fyrir auknu viðnámi
eykst rafmagnsnotkunin en án
nákvæmrar mælingar er ekki
að því hlaupið að finna út hvar
vandinn liggur.“
Útkoman er öruggara raf-
magnskerfi og skynsamlegri
notkun á orku og tækjum „Við-
skiptavinurinn lækkar ekki
bara rafmagnsreikninginn
heldur er hann með búnaðinum
okkar að auka rekstrarör-
yggið, s.s. með því að minnka
líkurnar á að frystikælir slái út
um miðja nótt vegna of mikils
álags eða færiband hætti að
virka á versta tíma.“
Sýnir hvar
álag og
sóun er
í kerfinu
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR! Alltaf laus sæti
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Hagkvæmur kostur
Alltaf ferðir
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt*Miðast við að keyptur sé miði fram og tilbaka á : 3.500 kr.
1.750 kr.*
FYRIR AÐEINS
Kauptu miða núna á
www.flugrutan.is
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
OR
EX
PO
•
w
w
w
.e
xp
o.
is