Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Réttarríkið Þóroddur Bjarnason Hernaðarumsvif Rússlands á Krím- skaga hafa framkallað þá alvarleg- ustu öryggis- og varnarmálakreppu sem Evrópa hefur staðið frammi fyr- ir frá endalokum Kalda stríðsins. Samskipti Vesturveldanna við Rúss- land verða ekki þau hin sömu í fyr- irsjáanlegri framtíð; hafi einhvern tímann verið væntingar um að ráða- menn í Moskvu væru áhugasamir um brýnar pólitískar og efnahags- legar umbætur er nú ljóst að þær voru byggðar á óskhyggju. Rússland hefur í reynd sagt sig úr lögum við alþjóðakerfið. Það mun hafa þýðing- armiklar afleiðingar í för með sér – pólitískar en ekki síst efnahagslegar. Atburðir síðustu daga hafa þróast með fyrirsjáanlegum hætti. Mikill meirihluti Krímverja samþykkti að- skilnað frá Úkraínu og varð héraðið nánast um leið hluti af rússneska sambandsríkinu. Vesturveldin hafa brugðist við með fremur máttlausum refsiaðgerðum; eignir helstu ráða- manna Rússlands og Úkraínu hafa verið frystar og þeir settir í farbann. Víðtækari refsiaðgerðir munu að óbreyttu fylgja í kjölfarið. Almenn- ingur í Rússlandi virðist láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Stuðningur við Vladimír Pútín Rússlandsforseta mælist nú 70% og hefur ekki verið meiri í mörg ár. Kremlarbændur hafa skiljanlega reynt að gera lítið úr þeim afleið- ingum sem refsiaðgerðir vesturveld- anna geta haft fyrir rússneska hag- kerfið. Staðreyndin er hins vegar sú að áhrifin – eftir því hversu um- fangsmiklar viðskiptaþvinganir verða kynntar til sögunnar – geta orðið umtalsverð. Aðeins vænting- arnar um fyrirhugaðar þvingunar- aðgerðir hafa orsakað gríðarlegt út- flæði gjaldeyris. Capital Economics áætlar að fjármagnsflóttinn muni nema um 70 milljörðum Bandaríkja- dala á fyrsta fjórðungi ársins. Þrátt fyrir slíkt fjármagnsútflæði, sem nemur yfir 3% af landsfram- leiðslu, er enn ekki hætta á yfirvof- andi greiðslujafnaðarkreppu. Gjald- eyrisforði Rússlands er eftir sem áður um 490 milljarðar dala þótt seðlabanki landsins hafi selt 35 millj- arða dala til að sporna við frekari gengisveikingu rúblunnar. Viðvar- andi útflæði af sömu stærðargráðu mun þó að lokum hafa alvarleg áhrif á raunhagkerfið með hækkandi vöxtum á sama tíma og hagkerfið virðist vera að sigla inn í samdrátt- arskeið. Einkaaðilar og hið opinbera þurfa sömuleiðis að endurfjármagna erlend lán að andvirði 150 milljarða dala á árinu. Hertar viðskipta- þvinganir gætu sett rússneska banka og ríkisfyrirtæki út í kuldann á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum sem þýddi að nota þyrfti gjaldeyris- forðann til að forðast greiðsluþrot. Olíuvopn Bandaríkjanna Umfangsmikið viðskiptabann á Rússland, í líkingu við það sem var sett á Íran um miðjan síðasta áratug, verður að teljast ólíklegt á þessari stundu. Til þess eru viðskiptahags- munir Evrópu of miklir. Líklegri möguleiki, sem hefur verið nefndur, er að Bandaríkin beiti því úrræði til að setja þrýsting á Rússa að losa um hluta af strategískum olíubirgðum landsins – en hann nemur nú um 700 milljónum tunna. Sumir greinendur hafa nefnt að þótt bandarísk stjórn- völd seldu um 500-750 þúsund tunn- ur á dag í tvö ár þá myndu samt standa eftir birgðir sem jafngiltu þriggja mánaða innflutningi. Slík ráðstöfun hefði víðtæk efna- hagsáhrif á Rússa. Olíuverð myndi að óbreyttu lækka um 10-12 dali og útflutningstekjur Rússlands, sem koma að langstærstum hluta til vegna sölu á olíu og gasi, dragast að sama skapi saman um 40 milljarða dala á ári. Landsframleiðsla myndi lækka umtalsvert við tapaðar út- flutningstekjur og setja enn frekari þrysting á gengi rúblunnar. Evr- ópskir neytendur, sem reiða sig að stórum hluta á gasinnflutning frá Rússlandi, ættu hins vegar að hagn- ast enda er gasverðið tengt með ein- um eða öðrum hætti þróun olíuverðs. Rússland hefur nú þegar þurft að greiða framferði sitt í Úkraínu háu verði. Sá kostnaður þarf að verða enn meiri. Fátt bendir til þess að ráðamenn í Kreml fallist á þær kröf- ur vesturveldanna að hörfa með her- lið sitt frá Krímskaga. Spurningin sem eftir stendur er því hvaða vægi praktísk atriði um stöðu og horfur rússneska hagkerfisins muni hafa í ákvörðunartöku Rússlandsforseta á komandi misserum. Svarið við því mun hafa afgerandi áhrif til lang- frama fyrir samskipti Evrópu við mesta hernaðarveldi álfunnar. Viðvarandi gjaldeyrisútflæði frá Rússlandi Einkaaðilar flutt út 420 milljarða dala frá 2008 Heimild: Seðlabanki Rússlands (tölur um hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins fyrir árið 2013 hafa ekki verið birtar). Fjármagnsútflæði einkaaðila Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins 300 200 100 0 -100 -200 -300 -400 2005 2006 2008 20102007 2009 2011 2012 2013 Sokkinn kostnaður Hörður Ægisson hordur@mbl.is Dýrkeypt utanríkisstefna Fyrir áhugafólk um íslenskt athafna- líf veitir skráning í Kauphöll kærkom- ið gagnsæi. Fyrirtækin verða að upp- lýsa markaðinn um tíðindi sem gætu haft verðmótandi áhrif á reksturinn. Tilkynning Vodafone í vikunni um að fjarskiptafélagið hsafi stefnt Tali er ágætt dæmi um það. Þar komu fram hinar ýmsu tölur um hvernig mismunandi dómsniðurstöður myndu hafa áhrif á reksturinn. Útherji hefði haft gaman af því ef Tal, sem er mun minna í sniðum en Vodafone, væri skráð á markað til að sjá með hvaða hætti dómsmálið gæti haft áhrif á fyrirtækið – svona upp á upplýsingaflæðið. En hann virðir það vitaskuld að bókhald einkafyrirtækja er ekki eins og opin bók. Tal er í eigu sjóðs á vegum Virðingar. Raunar er komin upp athyglisverð staða; fyrirtækin hafa stefnt hvort öðru. Forsaga málsins er sú að Tal og Fjarskipti gerðu með sér endur- sölusamning um að Tal keypti fjar- skiptaþjónustu af Vodafone heild- sölu. Á árinu 2011 kom upp ágreiningur milli félaganna varðandi reikninga sem Vodafone gaf út á hendur Tali. Vodafone stefnir vegna reikningsskuldar en Tal til viðurkenn- ingar á skaðabótaskyldu vegna órétt- mætrar riftunar Vodafone á endur- sölusamnignum sem olli fyrirtækinu tjóni. Þetta aukna gagnsæi gerir það líka að verkum, að fréttatilkynningar frá fyrirtækjunum eru ekki alltaf gleði- tíðindi, líkt og dæmin sanna. Morgunblaðið/Ómar Dómsmál Vodafone hefur stefnt Tali, og Tal Vodafone. Og nú er að bíða og sjá.  Útherji Gagnsæi fylgir Kauphöll Vantar þig dælu? Við höfum úrvalið Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Gæði - Öryggi - Þjónusta Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is Skrifstofuhúsgögn X E IN N IX 13 04 00 1 Goal 322G &152G Fjölstillanlegir gæðastólar ásamt frábæru úrvali skrifstofuhús- gagna, eins og hæðastiillanleg skrifborð, muna- og skjalaskápar, borð og stólar í fundarherbergið og margt fleira. Veldu það besta fyrir þig Það kostar minna en þú heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.