Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 2

Morgunblaðið - 29.03.2014, Page 2
Í NJARÐVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvíkingar tryggðu farseðilinn í undanúrslit í gærkvöldi með því að sigra Hauka í þriðja sinn í jafnmörgum leikjum í úrslitakeppni Dominos- deildarinnar. 81:77 var lokastaða leiks- ins og það var svo sem kunnuleg loka- staða en öllum leikjum seríunnar lauk með fjögurra stiga sigri þeirra Njarð- víkinga. Leikurinn í heild sinni að þessu sinni var í raun „afrita/líma“ af hinum leikj- unum. Haukar byrjuðu betur og voru yfir megnið af leiknum og á lokakafl- anum voru það Njarðvíkingar sem tóku af skarið og sigruðu. Það sem helst brá út af vananum í þessum leik var að Haukarnir voru nær sigrinum að þessu sinni. Augljóst var að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu í þessari úrslitakeppni. Hentu sér á eftir öllum boltum og vörn þeirra var gríðarlega þétt fyrir. Þeir náðu loksins að skrúfa fyrir þann leka sem var að öllu jöfnu niðri á blokkinni með því að halda Tracy Smith jr. í aðeins níu stigum. Þessi barátta þeirra tók á. Það blés ekki byrlega fyrir þeim Njarðvíkingum og þegar um þrjár mínútur voru til loka þriðja leikhluta fékk Tracy Smith sína fjórðu villu og flestir hafa þá hald- ið að þetta væri búið. En sú klassík að lið þjappi sér saman við slíkan brotsjó verður aldrei of oft sögð. Terrence Watson nýtti sér þetta hins vegar til fulls og skoraði grimmt. Terrence er gríðarlega öflugur leikmaður og dug- legur en fullmiklu var hlaðið á hans axl- ir undir lok leiks þegar hann átti að klára dæmið. Hann var ekki langt frá því en þreyta var augljóslega byrjuð að segja til sín hjá kappanum. Vendi- punktur leiksins var líkast til þegar um fimm mínútur voru til loka en þá fá Haukar dæmda á sig ásetningsbrot. Þar náðu Njarðvíkingar loksins að jafna leikinn og sú sálfræði sem fylgir því sást það sem eftir lifði leiks. Sjálfs- traust þeirra jókst með hverri mínútu og þeir héldu út til loka leiks og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta annaðhvort Grindavík eða Þórs- urum úr Þorlákshöfn. Haukarnir geta borið höfuðið hátt eftir þennan vetur og meira segja hærra eftir þessa úr- slitakeppni gegn Njarðvík. Fyrirfram var ekki búist við miklu af þeim þenn- an vetur og að segja að þeim hafi verið sópað í sumarfríið er bara ekki sann- gjarnt. Ef litið er á tölfræðina voru þeir líkast til yfir í þessu einvígi megn- ið af tímanum. En körfuknattleikur snýst um þessar 40 mínútur og að skora ekki stig síðustu tvær mínútur leiksins er einfaldlega rándýrt. Af leik- mönnum þá voru það Maceij Baginski sem kveikti neistann fyrir þá Njarðvík- inga og svo setti Logi Gunnarsson nið- ur þungavigtarþrista á ögurstundu. Hjá Haukum var Terrence Watson öfl- ugastur þetta kvöldið; spilaði frábæra vörn og var sókn Njarðvíkinga erfiður ljár í þúfu en þreytan undir lok leiks varð honum ofviða. Afritað og límt að hætti Njarðvíkinga  Sendu Hauka í sumarfrí með þriðja fjögurra stiga sigrinum Í gæslu Haukar héldu vel aftur af Tra vandræðum í 3. leikhluta, en í staðinn 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 2: Þróttur R. – FH........................................ 0:1 Ingimundur Níels Óskarsson 5. Leiknir R. – Fjölnir ................................. 3:2 Hilmar Árni Halldórsson 47., Ólafur Hrannar Kristjánsson 52., Hilmar Árni Halldórsson 76. – Júlíus Orri Óskarsson 9., Christopher P. Tonis 43. Staðan: FH 5 5 0 0 20:3 15 Þór 5 3 2 0 10:3 11 Fjölnir 6 2 1 3 11:10 7 Fylkir 5 2 1 2 11:12 7 Leiknir R. 5 2 1 2 9:14 7 Þróttur R. 6 1 1 4 7:9 4 KA 5 1 1 3 6:8 4 HK 5 1 1 3 8:23 4 Lengjubikar kvenna A-DEILD: ÍBV – Þór/KA .......................................... 2:1 Staðan: Breiðablik 3 3 0 0 9:2 9 ÍBV 4 2 0 2 7:14 6 Valur 3 1 2 0 11:5 5 Þór/KA 4 1 1 2 5:8 4 Stjarnan 3 1 0 2 7:5 3 Selfoss 3 0 1 2 4:9 1 Evrópukeppni U17 karla Milliriðill í Portúgal: Lettland – Ísland...................................... 0:0 Portúgal – Úkraína .................................. 3:0  Portúgal 6, Úkraína 3, Ísland 1, Lettland 1. Þýskaland Schalke – Hertha Berlín .......................... 2:0 Holland B-deild: Fortuna Sittard – Jong PSV .................. 2:1  Hjörtur Hermannsson lék ekki með Jong PSV vegna meiðsla. Belgía Club Brugge – Lokeren .......................... 5:1  Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunar- liði Club Brugge og lék í 75 mínútur. Portúgal Belenenses – Pacos Ferreira ................. 1:1  Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með Belenenses en Eggert Gunnþór Jóns- son sat á varamannabekknum. Danmörk OB – SönderjyskE ................................... 2:2  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyr- ir OB.  Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir SönderjyskE. Noregur Molde – Vålerenga .................................. 2:0  Björn Bergmann Sigurðarson skoraði seinna markið og lék fram á 82. mínútu.  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Vålerenga. Austurríki B-deild: First Vienna – Austria Lustenau........... 0:1  Helgi Kolviðsson þjálfar Austria. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Stykkishólmur: Snæfell – Haukar ........ L18 8-liða úrslit karla, fjórði leikur: IG-höllin: Þór Þ. – Grindavík ............ S19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: KA-heimilið: Hamrarnir – ÍH ............... L16 ÍSHOKKÍ Heimsmeistaramót kvenna, 2. deild B: Laugardalur: Króatía – Tyrkland ......... S13 Laugardalur: Slóvenía – Spánn ........ S16.30 Laugardalur: Ísland – Belgía................. S20 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Akraneshöll: ÍA – Breiðablik................. L12 Akraneshöll: BÍ/Bol. – keflávik............. L14 Kórinn: HK – Þór ................................... L14 Egilshöll: KR – Grindavík...................... S19 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Selfossvöllur: Selfoss – Stjarnan .......... L16 FIMLEIKAR Íslandsmótið í áhaldafimleikum fer fram í Laugarbóli í Laugardal um helgina. Í dag er keppt frá 13.30 til 16 og á morgun kl. 13 til 16. KARATE Bikarmót KAÍ fer fram í Fylkissetrinu í Norðlingaholti í dag kl. 9 til 12. Keppt er í kata kl. 9 og kumite kl. 10.30. TENNIS Úrslitaleikir Íslandsmótsins innanhúss í karla- og kvennaflokki fara fram í Tenn- ishöllinni í Kópavogi á morgun kl. 15.30. UM HELGINA! HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Sigþór Árni Heimisson, 21 árs gamall leikmaður í liði Akureyrar, er leik- maður 19. umferðar í Olís-deildinni í handknattleik að mati Morgunblaðs- ins en hann átti fínan leik í góðum sigri Akureyringa gegn FH-ingum í Kaplakrika í fyrrakvöld. Sigþór, sem lék í skyttustöðunni vinstra megin, skoraði 7 mörk í leikn- um og áttu varnarmenn FH-inga erf- itt með að stöðva þennan lipra leik- mann sem er ekki hár í loftinu. Sigþór skoraði mörk sín með góðum gólf- skotum eða eftir að hafa platað varn- armennina upp úr skónum. Kannski of seint í rassinn gripið „Ég var mjög ánægður með mína frammistöðu í leiknum og enn meira með sigur okkar. Þetta var rosalega dýrmætur sigur og þennan leik eins og leikina á undan höfum við lagt upp sem úrslitaleik og munum halda því áfram. Við fórum í leikinn á móti FH með sama hugarfari og í leiknum gegn Val, það er að hafa gaman af þessu og berjast eins og ljón. Þetta virðist allt vera að koma hjá okkur en það er kannski of seint í rassinn gripið. Það er engin spurning um það að það býr heilmikið í okkar liði og þegar maður horfir á þessa blessuðu stigatöflu í dag er ansi súrt að hafa bara gert jafntefli við Val heima og ná ekki stigi í leiknum þar á undan sem var á móti Fram,“ sagði Sigþór Árni við Morg- unblaðið. Sigþór fór ekki með félögum sínum í rútuferðina heim til Akureyrar eftir Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Fjölhæfur Sigþór Árni Heimisson hefur spilað margar stöður og hefur gengið vel sem skytta vinstra megin eftir að Vladimir Zejak var sendur heim. „Þetta virðist allt vera að koma hjá okkur“  Sigþór Árni Heimisson, 21 árs gamall leikmaður Akureyrar, er leikmaður 19. umferðar í Olís-deildinni  Lék FH-ingana grátt í sætum sigri  Vinnur í leikskóla Lið umferðarinnar » Sigþór Heimisson er einn af þremur nýliðum í liði 19. umferð- ar. Auk hans hafa Hreinn Hauks- son úr Akureyri og Sigurður Örn Þorsteinsson úr Fram ekki verið valdir áður í vetur. » Róbert Aron Hostert úr ÍBV hefur verið valinn oftast allra í lið umferðarinnar í vetur, 7 sinn- um. Þeir Jón Heiðar Gunnarsson úr ÍR og Garðar Sigurjónsson úr Fram hafa verið valdir 6 sinnum hvor. » Flestir leikmenn frá ÍBV hafa verið valdir í lið umferðarinnar, 11 talsins. Níu úr Akureyri hafa verið valdir og níu úr Val. Njarðvík, 8-liða úrslit karla, þriðji leikur, föstudag 28. mars 2014. Gangur leiksins: 6:4, 9:11, 12:18, 18:31, 22:33, 28:33, 33:36, 37:44, 42:46, 45:51, 49:53, 59:62, 63:67, 70:67, 75:73, 81:77. Njarðvík: Logi Gunnarsson 20/5 frá- köst/5 stoðsendingar, Elvar Már Frið- riksson 19/8 fráköst/5 stoðsend- ingar/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 13, Ágúst Orrason 11, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/4 fráköst/4 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 4. Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn. Haukar: Terrence Watson 33/11 frá- köst/3 varin skot, Sigurður Þór Ein- arsson 13, Emil Barja 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6, Krist- inn Marinósson 4/5 fráköst/5 stoð- sendingar, Svavar Páll Pálsson 2/4 frá- köst. Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Þór Skarp- héðinsson.  Njarðvík vann einvígið 3:0. Njarðvík – Haukar 81:77

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.