Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 22.03.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Tengdu saman hlutina hér, tvo og tvo saman, með tilliti til þekktra ævintýra. Hvað passar saman? Lausn aftast. Finndu fimm villur Lausn aftast. Litaðu doppóttu fletina hérna, til að komast að því hvaða mynd er hér að finna. Týnd mynd? Lausn aftast. 2. Límið þessu næst ferhyrninginn („búkinn“) utan um pappahólkinn. 3. Festið næst handleggina á sína hvora hlið rúllunnar og höfuðið á sinn stað. 4. Næst festið þið fæturna á. Athugið að „skórnir“ sjálfir eiga að koma út undan rúllunni (efri hluti þeirra límist innan í hólkinn). Þannig er eins og dvergurinn standi í fæturna. 5. Þá er ekkert eftir nema bara að líma beltið á sinn stað, á „buxnastreng“ dvergsins, og festa síðan líka verkfæri í hendi hans. Drátthagi blýanturinn Föndraðu ævintýradverga Það sem þarf: klósettrúlluhólkur blöð lím skæri litir Ef maður á nóg af pappírshólkum er um að gera að búa til alla sjö dvergana, og jafnvel Mjallhvíti líka! Leiðbeiningar: 1. Teiknið partana hér á blað, þið þurfið aðeins að stækka þá. Litið að list og klippið síðan út. Þið ráðið hvaða dverg þið gerið – getið bara teiknað það andlit á hann sem þið viljið.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.