Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 4
Vissir þú ...að ... ... gíraffar geta sleikt á sér eyrun en tungan í þeim er yfir 50 cm löng? ... tíminn sem manneskjan blikkar á dag jafngildir 30 mínútum með augun lokuð? ... meðalhraði fallhlífarstökkvara er 200 km/klst? ... öll skordýr hafa 6 lappir? ... til eru páfagaukar sem búa yfir orðaforða sem telur meira en 200 orð? ... það eru 26 bein bara í fætinum á þér? Það er ¼ allra beinanna í þér. ... heilinn notar 20 – 25% af öllu súrefni sem við öndum að okkur? ... kettir hafa yfir 100 raddbönd? ... elding skellur 6 þúsund sinnum á jörðinni á hverri mínútu sem líður? (hve oft á sekúndu?!) ... ef þú myndir leggja saman allar tölurnar frá 1 og upp í 100 (1 + 2 + 3...) myndi útkoman verða 5050? ... fílar sofa á milli 4 og 5 klukkustundir á sólarhring? BARNABLAÐIÐ4 2 3 1 1 2 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 2 Lausn aftast Pennavinir Hæ. Ég er að leita að pennavini á aldrinum 7 til 8 ára. Ég er sjálf 7 ára. Mér finnst gaman í fótbolta og að spila. Ég á tvo hunda og átti þrjá ketti. Ég á líka tvo bræður. Ég á heima á Suðurgötu 2, Seyðisfirði 710 Bless – ekkert stress. Sigrún Ólafsdóttir. Syngjandi Íslandsme í badminto Andrea Nilsdóttir, 13 ára, úr Smáraskóla, vann það til af dögunum að verða þrefaldur Íslandsmeistari í badminto er líka lunkin söngkona og semur jafnvel lög. Hún tók m í leitinni að Jólastjörnu Björgvins Halldórssonar fyrir síð jól, þar sem hún varð í hópi 10 efstu. Við mæltum okkur við Andreu í Kópavoginum, þar sem við spurðum hana ú badmintonið, sönginn og fleira. Þú varðst þrefaldur Íslandsmeistari 13 ára og yngri á dögunum – til lukku með það. Var þetta í fyrsta skipti sem þú varðst Íslandsmeistari? Takk fyrir það. Nei en þetta var í fyrsta skipti sem ég varð þrefaldur Íslandsmeistari. Þetta var í 5. sinn sem ég varð Íslandsmeistari í einliðaleik og í 3. skipti sem ég varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik. Þetta var síðan í fyrsta skipti sem ég vann Íslandsmeistaratitil í tvenndarleik – þetta er svolítið flókið [hún brosir]. Fyrir þá sem ekki þekkja til, getur þú aðeins útskýrt skiptinguna? Já, í einliðaleik keppi ég ein, á móti öðrum. Í tvíliðaleik keppi ég með annarri stelpu í liði. Í tvenndarleik keppa síðan stelpa og strákur saman í liði. Keppir þú alltaf með sömu liðsfélögunum? Já, eiginlega. Í tvíliðaleik hef ég alltaf keppt með Ernu Katrínu Pétursdóttur. Við byrjuðum á sama tíma í badminton og erum bestu vinkonur. Í tvenndarleik fór ég nýlega að spila með strák sem heitir Daníel Ísak og er í BH, en hann er ári eldri en ég, þannig að ég keppi upp fyrir mig þar, í flokki undir 15 ára. Hvað ertu búin að æfa badminton lengi? Ég er búin að æfa í 7 og hálft ár. Og hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku. Með hvaða liði æfir þú? Ég æfi í TBR [Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur], inni í Laugardal. Það er tölverð vegalengd frá því þar sem þú býrð? Ég tek oft bara strætó beint eftir skóla. Eru fleiri í kringum þig sem æfa badm Já, stóra systir mín, Margrét (16 ára), minn, Gústav (með v-i) 10 ára. Mamm og hefur gert lengi, en pabbi leikur sér okkur. Hvernig kom það til að áhugi þinn á íþ vaknaði? Ég fór fyrst með mömmu – hún hafði v spila lengi. Ég var fimm, að verða 6 ár mig, þegar ég byrjaði. Mér fannst svo g Síðan fór ég seinna að keppa. Hvað myndir þú segja að skipti máli í badminton? Það er snerpan, maður þarf bara að vera fljótur á vellinum, í góðu formi og svona. Það er líka gott að vera sterkur til að geta drifið yfir völlinn, slegið góð högg, tæknin er líka mjög mikilvæg og fótaburðurinn. Andrea byrjaði að æfa badminton ríflega 5 ára. Magnús múrari hefur fengið beiðni um að loka þessu gati sem hér sést. Áður en hann hefst handa þarf hann að taka saman hversu marga múrsteina þarf til að loka því. Sérð þú það? Lausn aftast. Hversu marga múrsteina?

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.