Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 6
BARNABLAÐIÐ6 Krakkakynning Byrjum 3 ára í skóla í Lúxemborg Nafn: Sara Björk Benediktsdóttir Aldur: 6 ára Ég á heima: í Lúxemborg Fjölskyldan mín: Ég á yngri systur sem heitir Lena María og er 2 ára. Árni Benjamín er stóri bróðir minn, hann er 8 ára. Mamma heitir Andrea og pabbi heitir Benedikt. Skóli og bekkur: Skólinn minn heitir Ben Heyart og ég er í bekk 2.1. Þetta er lúxembúrgískur skóli en kennslan fer bæði fram á lúxembúrgísku og þýsku. Uppáhaldsnámsgreinar: Þýska og lestur. Áhugamálin mín eru: Ég æfi fimleika tvisvar í viku og er á sundnámskeiði. Mér finnst líka mjög gaman að renna mér á skíðum. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Pasta með pylsum, svo finnst mér íslenskar flatkökur rosa góðar. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Lúxemborg en á Íslandi: Í Lúxemborg byrja krakkar 3 ára í forskóla. Skólaskyldan er svo við 4 ára aldurinn en þá erum við tvö ár í Spielschule. En jóla- eða páskasið sem er öðruvísi? Í Lúxemborg er bara einn jólasveinn sem heitir Skt. Nicholaus eða Kleeschen. Hann kemur 6. desember og gefur krökkunum gjafir. Í sumar...: ferðuðumst við um Ísland og fórum í sumarbústað og hittum fullt af ættingjum og vinum. Við keyrðum líka til Frakklands þar sem við hittum ömmu og afa og hittum vini okkar á Ítalíu. Uppáhalds í Lúxemborg: Mér finnst mjög gaman að fara í skógarferðir en það er líka skemmtilegt að geta farið í ferðalög til annarra landa eins og Þýskalands, Belgíu og Frakklands. Uppáhalds á Íslandi: Á Íslandi förum við í sund á hverjum degi en skemmtilegast er að fara í sumarbústaðinn til ömmu og afa og keyra í golfbílnum. Eitthvað að lokum? Ég vil skila kveðju til allra á Íslandi, sérstaklega Áslaugar Sólar frænku minnar sem er að fara að fermast. Með systkinunum Lenu Maríu og Árna Benjamíni Hjálpaðu Sigrúnu að slá boltann hérna yfir á Tryggva. Aðferð: 1. Setjið peruna hálfu neðst á disk. Stingið í hana negulnöglunum fyrir augu og skerið líka út fætur og gott, úr sneið af osti eða gulrót. 2. Raðið næst grænu berjahelmingunum til skiptis á við bláberin, upp í beinar línur eins og myndin sýnir. 3. Að endingu má líka hafa kiwisneið efst á „stélfjöðrunum“. 4. Athugið að líka er hægt að sleppa því að skera grænu vínberin í sundur og þræða þau, og bláberin, í staðinn upp á grillspjót - og nota sem „fjaðrir“. Verði ykkur að góðu! Ávaxtasnarl Gott og hollt snarl getur litið vel út á diski. Til dæmis er lítið mál að búa til svona ávaxta-fugl eins og hér sést. Það sem þarf: Hálf pera Græn vínber – skorin til helminga Bláber Bútur af gulrót eða ostsneið 2 stk negulnaglar Völundarhús Litaðu eftir númerum 1= 2= 3= 4= 5= 6= 7=

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.