Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 eistari on freka á on. Hún m.a. þátt ðustu r mót út í minton? og litli bróðir ma spilar líka r bara með þróttinni verið að a minnir gaman. Hvað með búnað – hvað átt þú til dæmis marga spaða, skó og slíkt? Ég á svona 3-4 badmintonspaða og tvenna skó (eina til vara, sem ég geymi niðri í TBR). Er mikið af ungu fólki að æfa badminton á Íslandi í dag? Já, ég myndi segja það. [Það eru þónokkur félög og mikið krakkastarf. Það þurfa ekkert allir heldur að keppa nema þeir vilji.] Og þú ert nú þegar farin að ferðast vegna íþróttarinnar? Já, ég hef farið til bæði Grænlands og Færeyja í norrænar æfingabúðir. Æfingabúðirnar eru haldnar til skiptis í þessum löndum og á Íslandi. Hvernig var að fara á þessa staði? Það var mjög gaman, sérstaklega á Grænlandi. Það var svo öðruvísi að koma þangað – var allt svo öðruvísi, bæði maturinn, náttúran, bara lífið og fólkið. Við fórum til dæmis í siglingu um kvöld, þar sem sólin var öðrum megin á himninum og tunglið hinum megin, sjórinn var spegilsléttur og mikill ís þótt þetta væri um sumar. Allt í einu stökk hvalur upp ekki svo langt frá okkur. Þetta var alveg magnað. Það var mjög gaman að kynnast þessum krökkum frá Færeyjum og Grænlandi. Hvað með önnur áhugamál? Já, það eru fótbolti, að syngja, spila á píanó og ýmislegt. Ég var reyndar að æfa svolítið margt, en einbeiti mér núna að badmintoninu. Ég er nýhætt í fótboltanum. Ég heyrði af því að þú hefðir líka keppt í söng? Já, ég tók þátt í Jólastjörnu Björgvins Halldórssonar í fyrra. Ég komst þar í topp 10 hópinn og kom því fram en við fengum að koma fram á báðum jólatónleikunum hans. Hvernig var að syngja fyrir Björgvin og dómnefndina hans? Það var bara ótrúlega gaman. Hefur þú sungið víðar opinberlega? Einhvern tímann söng ég á tónleikum í skólanum. Síðan var ég einu sinni valin til að syngja í Hörpu, fyrir hönd skólans. Ég söng þar lag sem ég samdi, með tveimur öðrum stelpum. Svo að þú semur líka lög? Ég er nú eiginlega hætt því, en já... ég gerði mjög mikið af því en hef nú minnkað það. Hvað finnst þér annars skemmtilegast að gera þegar þú átt frítíma? Ég reyni nú að hitta vinkonur mínar, oft er svo mikið að gera. Mér finnst líka mjög gaman að horfa á Friends-þættina. Síðan spila ég stundum á píanóið og syng og svona. Áttu þér einhverjar fyrirmyndir, í badmintoninu og eins í söngnum? Já, fyrirmynd mín í badmintoninu er Ragna Ingólfsdóttir, sem fór á síðustu Ólympíuleika. Í söngnum veit ég það nú ekki alveg... kannski Beyonce bara, það koma svo margir söngvarar til greina. Nú virðist öll fjölskyldan þín vera á kafi í badminton, þið öll þrjú systkinin farin að keppa og slíkt. Verður enginn rígur á milli ykkar? Nei það held ég ekki – stundum keppum við á æfingum, og þá viljum við auðvitað vinna. En nei – ég held við séum bara öll einhvern veginn alltaf í sama liði. Áttu þér eitthvert markmið í badmintoninu? Já, ég ætla að reyna að komast eins langt og ég get, keppa í fullorðinsflokkunum og komast einhvern tímann á Ólympíuleikana. Hvað með önnur framtíðarplön? Ég ætlaði nú alltaf að verða söng- og leikkona. Mér finnst a.m.k. mjög gaman að syngja og leika. En ég veit það ekki, sjáum til. Einbeitt við spilið.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.