Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Page 21
Morgunblaðið/Jón Agnar Ólason 2.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Fyrir þá sem langar að leggja í labbitúr og skoða miðbæ- inn er gráupplagt að hefja leikinn við efri enda Bold Street og ganga svo niðureftir. Við þá götu úir og grúir af alls konar verslunum, pöbbum og veitingastöðum. Fyrir þá sem vilja gott kaffi má benda á Bold Street Cof- fee, vínylnördarnir verða að kíkja í Hairy Records, Ox- fam rekur þarna fína búð fyrir þá sem hafa gaman af se- cond-hand fötum og þeir sem vilja gleyma sér í ekta hverfisbókabúð mega ekki sleppa News From Now- here. Í nágrenninu eru svo Hanover Street, Church Street þar sem allra handa verslanir í öllum verð- flokkum er að finna. MIÐBÆRINN Það er ekki ofsögum sagt að fingraför fjórmenn- inganna í Bítlunum er að finna um alla Liver- poolborg. Þar er hægt að gista á A Hard Day’s Night hótelinu, fá sér drykk á McCartney’s Bar, Lennon’s Bar, Ringo’s Pub svo fáein dæmi séu tekin. Þá má tylla sér hjá sjálfri Eleanor Rigby, söguhetju samnefnds lags, þar sem hún situr á bekk við Stanley Street, í styttulíki eftir Tommy Steele. BÍTL UM ALLA BORGThe Cavern var staðurinn þar sem Bítlarnir stigu á stokk og lögðu í framhaldinu heiminn að fótum sér. Hér spiluðu „fjórmenningarnir frábæru“ alls 274 sinnum og fyrir bragðið varð klúbburinn á sínum tíma sá frægasti í víðri ver- öld. Upprunalegi klúbburinn var rifinn árið 1973 en sá sem stendur nú við Mathew Street var reistur í kjöl- farið úr sömu múrsteinum og hýstu allt bítlið forðum og staðurinn var endurbyggður eftir sömu teikningum og hef- ur í engu glatað aðdráttarafli sínu, rösklega hálfri öld eftir að fjórir hressir strákar töldu í og trylltu svo lýðinn. THE CAVERN CLUB ÚRVALSFÓLKSFERÐIR Tenerife 2. – 21. maí Alicante 26. Apríl – 17. maí ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 Best Tenerife Hálft fæði innifalið TILBOÐSVERÐ 231.900 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Almennt verð: 239.900 kr. Brottför: 2. maí Heimkoma: 21. maí. Hótel Bali Hálft fæði, vatn og léttvín með kvöldverði innifalið TILBOÐSVERÐ 196.900 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Almennt verð: 204.900 kr. Brottför: 26. apríl Heimkoma: 17. maí Skemmtanastjóri á Tenerife Kjartan Trausti Skemmtanastjóri á Benidorm Jenný Ólafsdóttir Eitt helsta kennileiti borgarinnar er sjálf Liver-byggingin sem stendur við hafnarsvæðið og gnæfir þar yfir umhverfið. Byggingin sjálf, sem reist var á árunum 1908 til 1911, er býsna tilkomumikil út af fyrir sig en stór þáttur í aðdráttarafli hennar og ástæða fyrir því hversu kær hún er heimamönnum er að á turnum hennar tveim standa hinir goðsagnakenndu Liver-fuglar, tákn borgarinnar, sem kunnugir þekkja af merki fótboltaliðsins Liverpool FC. Annar þeirra horfir yfir borgina, íbúum til verndar, hinn lítur til hafs eftir sjófarendum sem eru á leið til hafnar. Þjóðsagan segir þá að þegar fuglarnir hefji sig til flugs muni borgin líða undir lok. Liverbird-fuglarnir eru opinberlega sagðir vera dílaskarfar (e. cormorant) en greinarnar sem þeir bera í goggi sér er tegund af þangi sem tengir borgina aftur við hafið og nefnist á ensku laver. Þaðan gæti nafnið verið komið, en margar og mis- munandi kenningar og tilgátur eru uppi um nafnið og upprunann. ROYAL LIVER BUILDING

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.