Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Qupperneq 41
2.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Á rið 1995 var ég au pair-stúlka í Bandaríkjunum, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að þegar ég horfi til baka stendur ein minning upp úr. Svona miðað við nútímalifnaðarhætti stelpunnar er ekki hægt að segja annað en það hafi verið svolítið skrautlegt tímabil. Nú ímynda sér eflaust ein- hverjir að þessi 18 ára stúlka hafi alltaf verið pöddufull á djamminu með fölsuð skilríki og á útopnu foreldralaus á fram- andi slóðum – en svo var ekki. Stelpan var mjög upptekin af því að upplifa heiminn ein í framandi landi milli þess sem hún hakkaði í sig gular M&M-kúlur eins og enginn væri morgundag- urinn. Fyrrnefnd hökkun á gulum M&M-kúlum fór yfirleitt fram uppi í rúmi á kvöldin á meðan stelpan drakk í sig helstu tískustrauma úr tískubiblíunum Vogue og Elle. Sumarið 1995 var Calvin Klein að gera mjög góða hluti í sumartísk- unni þarna í Bandaríkjunum og svo fannst mér tískuhúsið Escada dálítið töff. Á sama tíma byrjaði ég líka að elska Donnu Karan og þá sérstaklega undirmerki hennar DKNY. Þegar ég var ekki að hakka í mig gulu M&M-kúlurnar dundaði ég mér við að klippa það sem mér þótti mest spennandi út úr tískublöðum og líma inn í bók þar sem ég pældi í sniðum og efn- um. Reglulega hjólaði ég niður á Newbury Street í miðborg Boston og fór í allar fínu búðirnar, þreifaði á efnum og mátaði föt. Eins mikl- ar vonir og væntingar og ég hafði alltaf áður en lagt var af stað í þessa leiðangra kom ég yfirleitt dálítið vonsvikin heim úr þeim. Það var ekki af því að það væri svo hryllilega leiðinlegt á Newbury Street og alls ekki af því að Saks og Nordström væru svo leim verslanir. Sannleikurinn er bara sá að þegar ég var komin í öll flottu fötin sem birtust þarna í tískublöð- unum 1995 (inni í mátunarklefa) leit ég alltaf allt öðruvísi út en fyr- irsæturnar. Það sem var vítt á þeim var þröngt á mér og svo má ekki gleyma að taka með í reikninginn að flíkur líta öðruvísi út á konu sem er 180 cm á hæð og 55 kíló en á smáhestinum, sem var dálítið vel í holdum á þessu tímabili. Þetta gerði það að verkum að sjálfstraustið molnaði smám saman og var komið í duftform um tíma. Á þessum árum var lítið sem ekkert rætt um fótósjopp þótt það hafi ef- laust verið í fullri notkun og því gerði stelpan sér enga grein fyrir að það gætu hugsanlega verið einhver brögð í tafli. Þær hefðu ekki allar fæðst svona „fab“. Nú er stelpan orðin svo vel sigld og lífsreynd að hún sér náttúrlega í gegnum þetta allt. Mikilvægasta lexían var samt að hafa lært það að lífið verður betra, bæði líkamlega og andlega, þegar það er ekki syk- urhúðað með daglegu gotterísáti. Enda vita fullorðnar konur að þær eiga að gera eitthvað allt annað í rúminu en liggja þar í gotterísm- arineringu … martamaria@mbl.is Forsíða Vogue frá 1995. Þar klæðist Kirsty Hume kjól frá DKNY. Haustlína DKNY 1995. Þetta dress frá Es- cada klippti ég út úr Vogue á þessum tíma. Í gotterís- marineringu í rúminu … Hver man ekki eftir One – allir og amma þeirra úðuðu þessu á sig á þessu tímabili. Calvin Klein 1995. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður ðingar í líkamstjónarétti Átt þú rétt á slysabótum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.