Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.03.2014, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.3. 2014 Kór Akraneskirkju, undir stjórn Sveins Arn- ar Sæmundssonar, heldur tónleika í versl- unarhúsnæði á Kalmansvöllum 1 á Akranesi klukkan 17 á sunnudag. Á efnisskránni er sálumessan „Eternal Light“ eftir enska tón- skáldið Howard Goodall. Sálumessan hefur ekki verið flutt áður í heild hér á landi. Einsöngvarar eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór. Hljóðfæraleikinn annast Birgir Þórisson á orgel, Viðar Guðmundsson píanóleikari, Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleik- ari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sop- hie Schoonjans hörpuleikari. Sálumessan verður endurflutt í Háteigskirkju um næstu helgi. KÓR AKRANESKIRKJU SÁLUMESSA Howard Goodall er fæddur árið 1958 og njóta aðgengileg kórverk hans hylli víða. Rýnirinn lofar Hörpu fyrir hljómburð og hefur eftir flytjanda að Norðurljós sé besti salurinn. Morgunblaðið/Eggert Gagnrýnandi vefmiðilsins The Artdesk skrif- ar afar lofsamlega um dagskrá Myrkra mús- íkdaga sem fóru fram í Hörpu í liðnum mán- uði. Undir yfirskriftinni „Björt kvöld, myrkir músíkdagar“ rekur hann helstu dagskrárliði og hrósar mörgu þótt stöku viðburðir hafi einnig reynst „kjánalegir“. Í niðurlagi segir rýnir sterkasta framlagið hafa komið frá tón- skáldinu Gunnari Andreas Kristinssyni og getur sérstaklega um verkið Regradation og lýsingu tónskáldsins á Sisyphusi í kamm- erkonsert sem Kamersveit Reykjavíkur flutti. Segir hann ferna tónleika hafa verið besta og nefnir þá til sögu verkin Grímu eftir Jón Nor- dal, Halcyon Days eftir Oliver Kentish og Á Kýpur eftir Leif Þórarinsson. TÓNLEIKUM MYRKRA HRÓSAÐ LOFAR HÁTÍÐ „Hin græna eik“ er yf- irskrift dagskrár í MÍR- salnum á laugardag klukk- an 16, sem helguð er Geir Kristjánssyni (1923-1991), skáldi og þýðanda, og ljóðaþýðingum hans úr rússnesku. Hjalti Rögn- valdsson, leikari og þýð- andi, hefur undirbúið dag- skrána. Geir nam rússnesku og slavnesk mál við erlenda háskóla eftir seinni heimsstyrjöldina og þýddi verk fjölmargra helstu skálda Rússa og Sovétmanna. Meðal þeirra kunnustu er rómuð þýðing hans á lykilljóði Vladimírs Majakovskís, „Ský í buxum“, og þá þýddi hann til að mynda ljóð eftir Alexandr Blok. Hjalti mun lesa upp allmörg ljóðanna sem Geir þýddi og flytur skýringar með þeim. LJÓÐADAGSKRÁ Í MÍR-SALNUM MINNAST GEIRS Hjalti Rögnvaldsson Menning Uppi á annarri hæð við port inn afporti í Kreuzberg-hverfinu í Berlínhitti ég Egil Sæbjörnsson, mynd- listar- og tónlistarmann, á vinnustofu sinni. Hann er löngu orðin hagvanur í þesum suðu- potti mannlífs og listar, búinn að búa hér núna í fimmtán ár. Egill ákvað árið 1998 að yfirgefa Ísland, „og mér tókst það þá rétt fyrir jólin með allt mitt hafurtask,“ segir hann. Hann fæst við mörg verkefni. Á undan- förnum árum hefur Egill tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd á hverju ári og haldið margar einkasýningar, hann vinnur með i8 galleríi í Reykjavík og öðru í Brüssel, og nýverið hefur hann borið sigur úr býtum í tveimur lokuðum samkeppnum um úti- listaverk í Þýskalandi. Egill vinnur nú að út- færslu verkanna, í samvinnu við arkitekta, verkfræðinga, tæknimenn og smiði en bæði verkin byggjast á myndbandsvörpun. „Annað verkið, þetta hér, verður sett upp hér í Berlín,“ segir hann og sýnir módel þar sem sjá má steyptan vegg sem er í raun 6,5 metra hár og 5,5 metra breiður og út úr hon- um miðjum gengur hálf kúla. Á vegginn verð- ur varpað myndbandsverki sem tekur sífelld- um breytingum. Það verður við innganginn í Robert Koch-Institut sem er ríkisstofnun sem rannsakar og vinnur gegn útbreiðslu sjúk- dóma. „Það er byrjað að setja verkið upp og það verður vonandi tilbúið nú í mars. Myndinni verður varpað á vegginn í nokkrar klukku- stundir á dag, það þýðir ekki að keppa við sólina,“ segir Egill. „Myndbandið eða prógrammið sem verður varpað á vegginn er óvenjulegt að því leyti að það er síbreytilegt. Í því eru allskyns áferðir og myndgrunnar og reikningsheilar blanda þeim saman á sífellt nýjan hátt. Þetta er heil- mikið apparat sem arkitektar, stálsmiðja, myndbandsfyrirtæki, forritarar og fleiri koma að, og nú hefur verið unnið að því í meira en ár að koma þessu saman.“ Tölvan er pensill nútímans – Þú hefur fengist talsvert við sjónræna blekkingu sem þessa í þínum verkum. „Já, mjög mikið. Lífið er ein allsherjar myndræn blekking og „prójection“,“ segir hann brosandi. „Mér finnst áhugavert að velta fyrir mér hinu innra og ytra ríki manns- ins, annars vegar hugarástandinu sem maður, eða jafnvel þjóð er í, og hins vegar ytri raun- veruleika og hvernig þetta tvennt talar sam- an. Þá er hinn ytri raunveruleiki eins og kúl- an í þessu verki en hinum innri veruleika er varpað á þann ytri – og það snýst líka við.“ Þetta væntanlega útilistaverk sver sig í ætt við mörg fyrri myndbandsverka Egils, sem eru tæknilega flókin í útfærslu en virðast vera einföld – og hrífa sem slík. „Ég reyni yfirleitt að hafa verkin mín frek- ar einföld. En hvort spilar gítarleikarinn meira á gítarinn en gítarinn á gítarleikarann? Hvort málar málarinn málverkið eða mál- verkið málarann? Er listin sjálfstæð tegund sem gengur með manninum og er að tala við okkur eins og við tölum við hana?“ spyr hann. „Listin er náttúruafl sem var alltaf til, eins og úlfurinn í náttúrunni sem maðurinn hefur ræktað út frá allar hundategundirnar; mað- urinn fór að spegla sig með listinni og búa til hluti og þá óx þessi tegund listar, myndlistin, fram. Hún á sér þróunarsögu eins og hund- urinn og við köllum það myndlistarsögu. Þess vegna spyr ég hvort gítarleikarinn spili meira á gítarinn eða gítarinn á manninn. Það er hluti af því að láta verkin búa sig til sjálf að hluta, „self-generated“, að sýna að listaverkið er lifandi vera sem talar við okkur.“ Egill segist ekki sjá neinn mun á þeim verkum sem hann gerir nú í dag og þeim sem voru á sínum tíma máluð með olíulitum á striga. „Bæði eru tæki og tól síns tíma. Það er enginn munur,“ segir hann. „Eftir iðnbylt- inguna hafa menn strögglað við að beisla tæknina, gera eitthvað úr henni. Þetta,“ segir hann og bendir á tölvu og skjávarpa á borð- inu, „er ekkert annað en penslar og strigi nú- tímans.“ – En innihaldið, efniviðurinn? „Já, það er gamalt vín á nýjum belgjum,“ segir hann glottandi. „Ég held að það hafi ekki mikið gerst hvað það varðar síðan fyrir 9000 árum þegar fólk fór að búa saman í borgum. Þá fór það að reyna að beisla þá reynslu og búa til nútímatrúarbrögð. Að sjálf- sögðu er samfélagið í dag öðruvísi en fyrir einni öld, þó fræ nútímans hafi búið í fortíð- inni þá er nútíminn nýr og hefur aldrei verið áður. Þrátt fyrir endurtekninguna er alltaf eitthvað nýtt. Núna snýst heimurinn mikið um netið – ég tel að 21. öldin sé öld mynd- arinnar en 20. öldin var öld hljóðsins.“ Mínimalt en karl sem lagar safnið Egill gengur að módeli á borði sem sýnir ávalar línur safnbyggingar en á það verður varpað hinu útiverkinu hans, sem var valið til útfærslu eftir lokaða samkeppni. „Þetta er Ahlen Kunstmuseum en verkið verður vígt með viðhöfn fjórða apríl næst- komandi,“ segir hann. Þetta er metnaðarfullt samtímalistasafn í lítilli borg, þrjár sam- tengdar byggingar og verður myndbands- verki Egils varpað á miðbygginguna. „Þetta er líka varanlegt verk,“ segir hann. „Fólk mun sjá þessar björtu línur sem renna eftir þakinu. Verkið er frekar míni- malt, í anda verka Ingólfs Arnarsonar og fleiri kennara minna í MHÍ, og til að brjóta það upp breytist verkið í tvær mínútur á viku. Þá birtist þessi mynd og karlinn kem- ur út að laga húsið,“ segir Egill og kallar fram á tölvuskjáinn mynd af byggingunni þar sem sjá má mann sem minnir á Super- Mario tölvuleikjanna príla upp og niður stiga og þrífa bygginguna. Listamaðurinn brosir. Úrelt tónlist og málverk Það má segja um þessi myndbandsverk Egils að þau virka einföld, hugmyndin og myndræn útfærsla fá að njóta sín, en hann segir tækni- legu vinnuna vera talsvert flókna. „Nú ræð ég alltaf sérfræðinga til að útfæra verkin, ég geri engar „þrívíddaranimasjónir“ sjálfur en ég þekki tæknina vel, veit hvað er hægt og held í alla þræðina.“ – Listsköpun þín hefur mótast bæði af myndverkum og tónlist. „Já, enda er ég fæddur árið 1973. En nú koma myndlistin og tónlistin út úr sama EGILL SÆBJÖRNSSON VINNUR AÐ TÆKNILEGA FLÓKNUM EN HRÍFANDI MYNDBANDSVERKUM „Lífið er ein allsherjar myndræn blekking“ Tölvuteikning sem sýnir hvernig verk Egils kemur til með að líta út á Ahlen Kunstmuseum. Verkið verður vígt í apríl. Hann segir verkið frekar mínimalt en það er brotið upp einu sinni í viku. Við inngang Robert Koch-Institut verður síbreytilegu verki varpað á hálfkúlu á steyptum vegg. Á NÆSTUNNI VERÐA VÍGÐ TVÖ VARANLEG ÚTILISTAVERK EFTIR EGIL SÆBJÖRNSSON Í ÞÝSKALANDI, VIÐ RANNSÓKNARSTOFNUN Í BERLÍN OG Á LISTASAFNI Í AHLEN. HANN HEFUR KOMIÐ VÍÐA VIÐ Í LISTINNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.