Morgunblaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014
2 BÍLAR
Þ
ar sem Sniglarnir verða
30 ára í dag þótti ekki úr
vegi að ökuþór vikunnar
fengi að vera Snigill og
þess vegna heyrðum við aðeins í
Þormari Þorkelssyni, Snigli númer
13 en hann býr í Danmörku. Þor-
mar var nokkuð áberandi á upp-
hafsárum Snigla og ber meðal
annars ábyrgð á fyrri hluta nafns-
ins, Bifhjólasamtök lýðveldisins.
Hann er langt í frá hættur að hjóla
og afrekaði meðal annars í fyrra
að komast á lista þeirra fáu bif-
hjólamanna og kvenna sem klárað
hafa Rasssærið svokallaða, en
það er að keyra á mótorhjóli þús-
und mílna leið á innan við 24
klukkustundum. Við byrjuðum á
að spyrja Þormar hvað varð til
þess að hann fór fyrst að keyra
mótorhjól? „Ég held að þetta sé
eitthvað í genunum. Riddarar mið-
alda og hermenn Húnakonungs
hafa eflaust verið bifhjólabullur
síns tíma og þannig hefur mót-
orhjólamaðurinn þróast í gegnum
árþúsundir til dagsins í dag sem
grein af Homo sapiens. Það er
engin rökrétt skýring, það bara er,
og annaðhvort skilur maður þetta
eða ekki. Þegar ég sest á mót-
orhjól þá fer um mig vellíð-
unarstraumur og mér finnst ég
vera kominn heim. Annars var það
Skúli vinur minn Gautason sem
kom mér á bragðið á sínum tíma.“
Dularfull auglýsing í blaði
Við Skúli vorum alltaf eitthvað
að skverast þetta á hjólunum,
aleinir út um allar trissur, nótt
sem nýtan dag, eins og allir hinir.
Einn daginn sáum við auglýsingu í
blaðinu. Þetta var svona hálfdul-
arfull auglýsing þar sem öllum
þeim sem áhuga hefðu var boðið
að mæta í blokkaríbúð í Breiðholt-
inu til þess að ræða um stofnun
mótorhjólaklúbbs. Það var Lúðvík
nokkur Vilhelmsson sem var svo
framsýnn, að hann reyndi að
smala saman öllum mót-
orhjólatöffurum heimsbyggð-
arinnar. Það komu um það bil 20
manns sem drukku kaffi og settu
á laggirnar undirbúningsnefnd.
Það endaði svo, eða byrjaði öllu
heldur, á stofnfundinum í Þrótt-
heimum þar sem samþykkt var
eftir nokkurt málþóf að barnið
skyldi heita „Bifhjólasamtök lýð-
veldisins, Sniglar“. Þetta þótti öll-
um afskaplega vel við hæfi, mátu-
lega virðulegt og þvert á
stereótýpuímyndina um tattó-
veraða útúrsukkaða hraðafíkla.
Það skipti engum togum, það
spratt upp einhver samkennd úr
malbikinu. Allir harðsvíruðu gaur-
arnir sem áður hummuðu eitthvað
inni á bak við lokað glerið í hjálm-
inum, eða flýttu sér að gíra niður,
gefa í og hverfa, stoppuðu allt í
einu, tóku ofan hattinn og fóru að
spjalla.
Járnrassinn gamall draumur
En hvað ætli fái fimmtugan
mótorhjólamann til að aka 24
tíma í hnakknum til þess eins að
komast á blað hjá samtökum
sem kenna sig við Járnrass?
„Það hefur sem betur fer alltaf
verið til fullt af biluðum bif-
hjólabullum, og margir hafa keyrt
langar vegalengdir í einu striki
sér til skemmtunar. Halldór vinur
minn Sigtryggsson og Biggi
Guðna áttu það til dæmis til að
skreppa frá Reykjavík til Ólafs-
fjarðar og fá sér ís hér í den, til
þess eins að brenna í bæinn aftur
áður ein leifarnar af súkku-
laðidýfunni náðu að bráðna í
ruslafötunni. Ég heyrði af þessu
fyrirbæri, Járnrassareið, fyrir
mörgum árum og í gamla daga lék-
um við okkur að hugmyndinni um
að keyra hringinn, þjóðveg númer
eitt, non stopp. Við skipulögðum
aldrei þessa Hringrassareið en
þegar ég rakst á „Iron Butt Asso-
ciation“, samtök sem helga sig
langakstri, skjalfestum og stað-
festum af vitnum, stóðst ég ekki
mátið.“
Hið heilaga tvíeyki
Þrír Íslendingar hafa klárað
þessa sömu reið og Þormar, en
stysti leggurinn kallast „Saddle-
Sore“ og er 1.000 mílur eða 1.600
km og á að aka hann á undir 24
tímum. „Við rottuðum okkur sam-
an fimm strákar og ákváðum að
slá tvær flugur í einu höggi.
Skreppa til Faaker See í Austurríki
á „European Bike Week“ sem
haldin er þar árlega og keyra Iron-
Butt á leiðinni niðureftir. Þetta er
víst þriðji fjölmennasti mót-
orhjólaviðburður í heimi, ca.
80.000 hjól koma þessa viku til
Faaker See og allt, bókstaflega allt
er undirlagt af mótorhjólum. Hér
er heldur engin rökrétt skýring. Ég
gat, vildi og þurfti að fara út fyrir
þægindarammann. Þegar ég keyri
á nöðrunni minni, hristist og fýk til
í vindhviðunum frá vörubílunum,
þá er ég í núinu. Gúrúarnir kalla
það hugleiðslu, sálfræðingarnir
sálarró og guðsbörnin innri frið.
Ég kalla það heilagt tvíeyki. Bif-
hjólið og manninn.“
njall@mbl.is
Ökuþórinn | Þormar Þorkelsson
Fer út fyrir þægindarammann
Örþreyttur en sáttur eftir dagsverkið að keyra 1.600 km í einum rykk.
Þormar á leið yfir á í ferð nokkurra Snigla í Landmannalaugar árið 1985. Hjólið
sem hann ekur á hann enn þann dag í dag.
Ljósmynd/Helga Luna
Þormar hefur lengi verið viðloðandi hjólamennsku og ber meðal
annars ábyrgð á fyrri hluta nafnsins: Bifhjólasamtök lýðveldisins.
Þormar gerir sig kláran ásamt einum
af fjórum ferðafélögum sínum í Járn-
rassareiðinni, Boye Hein. Fyrir aftan
Þormar er Harley Davidson Softail-
hjólið sem hann brúkaði til verksins.