Morgunblaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 8
Í dag, þriðjudaginn 1. apríl, eru nákvæmlega 30 ár síðan stofnfundur félagsskapar sem við í daglegu tali köllum Snigla var haldinn. Fyrsti fund- urinn var reyndar haldinn daginn áður, en honum var framhaldið daginn eftir og þar fékk barnið líka nafnið, Bifhjólasamtök lýðveld- isins, Sniglar. Fundarstaðurinn var félagsheimilið Þróttheimar og í til- efni að þessu stórafmæli halda Sniglar þar Sniglaveislu í kvöld á gamla fundarstaðnum. En hver skyldi nú hafa verið tilgangurinn með stofnun þessa félagsskapar? Í upphafi var tilgangurinn einfald- lega sá að sameina mótorhjólafólk og fá það til að taka niður hjálm- ana þegar það hittist. Fljótlega vatt það þó upp á sig og óhætt er að segja að Sniglar hafi komið að mörgu verkinu á 30 ára ferli sín- um. Þróttmikið félagsstarf Fyrstu árin var starfið fé- lagsmiðað að mestu og mikið púð- ur fór í að skipuleggja skemmti- legar ferðir vítt og breitt um landið. Var farið á götuhjólum í Landmannalaugar og um Vestfirði svo eitthvað sé nefnt. Landsmót var skipulagt árið 1987 og á það mót mættu um 120 gestir, margir þeirra á hjólum. Óslitin hefð hefur verið fyrir landsmóti fyrstu helgina í júlí síðan þá. Sniglar sinntu lengi vel gæslu víða og kom það fyrst til vegna neyðarástands sem kom upp við ferjuna Smyril á Þjóðhátíð 1986. Mikill mannfjöldi reyndi að ryðjast um borð en Sniglar sem þarna voru komnir til að taka þátt tóku sig til og pössuðu að hleypa inn á bryggjuna í skömmtum svo að enginn træðist undir. Sú rögg- semi spurðist út og fljótlega höfðu Sniglar nóg að gera við gæslu. Fyrst og fremst hagsmunasamtök Hagsmunagæsla hefur þó löngum verið það sem að starf Bif- hjólasamtaka lýðveldisins snýst um. Sniglar hafa löngum beitt sér fyrir slysavörnum á einn eða ann- an hátt. Fyrst kom það til með ár- legum vorfundum Snigla og lög- reglunnar með Ómar Smára Ármannsson í forsvari. Árið 1992 gáfu svo Sniglar út fyrsta forvarn- arefni sitt en það voru fimm sjón- varpsinnskot sem einnig voru sýnd í bíóhúsum. Vakti efnið athygli og þá einnig út fyrir land- steinana. Sama ár urðu líka miklar hækkanir á bif- hjólatryggingum og Sniglar gagn- rýndu bifhjóla- kennslu sem var lítil sem engin. Þegar samtökin urðu 10 ára var haldin vegleg afmælissýning í Laugardalshöll þar sem um 200 mótorhjól voru til sýnis. Árið 1995 gengu Sniglar í Evrópusamtök bif- hjólafólks (FEMA) og eru þar enn. Umferðarátak hefur verið nánast árlegur viðburður hjá sam- tökunum og 1997 voru gerð fleiri sjónvarps- innskot. Sniglar létu gera slysarann- sókn árið 2001 sem náði yfir öll slys á 10 ára tíma- bili, frá 1991- 2000. Nokkrum árum seinna fengu Sniglar fulltrúa í Um- ferðarráði sem þeir hafa haldið síðan. Síðustu ár hafa Sniglar látið enn meira til sín taka í hagsmunastarfi bif- hjólafólks og haft áhrif á breytingu á umferðarlögum, átt í góðu sam- starfi við Vegagerðina um betri vegi fyrir bifhjólafólk og haft full- trúa í starfshópi innanríkisráðu- neytis um umferðaröryggi, De- cade of Action. Trúarjátning bifhjólamanns- ins: Ég trúi á bifhjólið, tákn frels- isins. Ég trúi á heilagt tvíeyki, bifhjólið og manninn. Ég trúi á lífið og bensínið, bremsurnar og dauðann og inngjöf að eilífu. njall@mbl.is Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, eiga stórafmæli í dag Mótorhjólasamtök í 30 ár Ljósmynd/Njáll Gunnlaugsson Ljósmynd/Guðlaug S. Sigurðurdóttir Úr einni af ferðum Snigla á fyrstu árum samtakanna, tekin við Fossnesti á Selfossi. Samhugur meðal vélhjólafólks varð mikill strax í upphafi. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Eitt af því sem Sniglar hafa barist fyrir eru undirakstursvarnir á vegrið til að auka öryggi bifhjólafólks, en þær geta skilið milli lífs og dauða. Frá hinum árlega hátíðardegi mótorhjólafólks á Íslandi sem er 1. maí en þá fara Sniglar og fleiri í hópkeyrslu sem endað hefur síðustu misseri á Kirkjusandi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014 8 BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.