Morgunblaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 7
Bílabúð Benna hefur í samstarfi við General Motors (GM), fram- leiðanda Opel og Chevrolet, kom- ist að samkomulagi um að Bíla- búð Benna taki við umboði fyrir Opel á Íslandi. „Jú, það er rétt, Bílabúð Benna mun taka við Opel á Íslandi, enda Opel í eigu General Motors, sem einnig framleiðir Chevrolet. Bíla- búð Benna tekur yfir alla þjón- ustu við Opel-viðskiptavini á næstunni,“ sagði Skúli K. Skúla- son, framkvæmdastjóri sölusviðs BL ehf., sem vill nota tækifærið og þakka öllum Opel-við- skiptavinum BL fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnum árum. „Það eru spennandi tímar framundan fyrir Bílabúð Benna. Við höfum náð flottum árangri með Chevrolet á undanförnum árum og nú bætum við Opel í okkar vöruframboð. Við munum leggja áherslu á að veita Opel- eigendum fyrsta flokks þjónustu hér eftir sem hingað til auk þess að bjóða gott úrval bíla á sam- keppnishæfu verði,“ segir Bene- dikt Eyjólfsson, eigandi Bíla- búðar Benna ehf. Rætur Opel ná meira en öld aftur í tímann þegar Adam Opel lagði grunninn að fyrirtækinu. Í meira en 110 ár hefur Opel hann- að bíla, undir einkunnarorðunum „Wir leben Autos“ eða „Við lifum fyrir bíla“. Opel er vinsæll um all- an heim og á einnig farsæla sögu hér á landi. Það má því segja að Opel, sem lifir fyrir bíla, eigi vel heima hjá Bílabúð Benna, sem hefur verið drifið áfram af ein- skærum bílaáhuga í tæplega 40 ára sögu fyrirtækisins, eins og segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. jonagnar@mbl.is Erna Gísladóttir forstjóri BL og Benedikt Eyjólfsson eigandi Bílabúðar Benna handsala samning um framtíðarskipan Opel á Íslandi. Bílabúð Benna tekur við Opel-umboðinu af BL Opel á Íslandi flytur sig um set Smáauglýsingar Bílar TIL SÖLU MMC PAJERO INTENSE dísel, sjálfskiptur, árg. 12/2007, ekinn AÐEINS 82 þús. km. 7 manna með dráttarbeisli, húddhlíf og upphækkun. Ný- upptekin bremsukerfi, diskar, klossar og dælur. Ný heilsársdekk 33 tommu. Ásett verð kr. 4.490 þús. Staðgreiðslutilboð kr. 4.150 þús. Upplýsingar í síma 695 5125. Nýr 2014 Ford Transit 17 manna BUS. Háþekja. Þaklúga. Loftkæling. Til sýnis á staðnum. ATH! þessir bílar liggja ekki á lausu og erfitt að fá þá fyrir sumarið. Verð miðað við hópferðaleyfi og án vsk: Kr. 5.990.000,- www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið kl. 12-18 virka daga. Gamall forstjórabíll, árg. 2003, ekinn 143 þús. km, 4700cc, bensín, ljóst leður, 7 manna, sóllúga, TEMS-fjöðrun, krókur og kælibox. Vel með farinn bíll og mjög þægilegur í akstri. Ásett verð 5,3 mkr eða tilboð. S. 821 0117. Góður Volvo, árg. 2003 ekinn 105 þús. km 205 hö., sjálfskiptur, leður og krókur. Vetrar- og sumardekk á felgum, ný tímareim o.fl. Fjór- hjóladrifinn og flottur bíll. Ásett verð 1,9 m.kr. S. 897 6759, Ásgeir. þá er komið til móts við kröfur al- mennings sem ekki hefur viljað einn sæta afleiðingum krepp- uráðstafana og hefur krafist nið- urskurðar á bruðli og sporslum valdamanna. Líklega eru tveir dýrustu bílarnir í eigu dómsmálaráðuneytisins en þar er um að ræða eðalvagna af gerðinni Jaguar. Fylgir fregnum að floti ráðuneytisins hafi um síðustu áramót verið 830 bílar og þeim hafi öllum fylgt bílstjóri. Deilt hefur verið á bílabruðlið hjá ítalska ríkinu. Fátt var um svör er dómsmálaráðuneytið var spurt hvers vegna það hefði keypt 400 hestafla Jagúar ofursportbíl til að flytja embættismann milli fund- arstaða í Róm á götum sem eru jafnan ekki til hraðaksturs vegna þrengsla og umferðartafa. Þessi bíll er nú til sölu og rúmlega 20 aðrir úr flota ráðuneytisins, þ. á m. bílar af gerðunum Lancia, Audi og Volvo. agas@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014 BÍLAR 7 S tórir eða litlir, viðráð- anlegir eða of dýrir; borgarjeppar eða -jepp- lingar voru á hverju strái á bílasýningunni í Genf. Og það sem meira er, framleiðendur lúx- usbíla virðast ætla að sveigja inn á braut jeppasmíði enda um ábatasaman markað að ræða. Ein af stjörnum sýningarinnar var hinn nýi jeppi Macan sem Porsche frumsýndi þar. Sýning- argestir sveimuðu í kringum þennan spengilega og glæsilega bíl. „Ég get staðfest að við höfum fengið miklu fleiri pantanir en við bjuggumst við, spurnin eftir hon- um er afar kröftug,“ sagði sölu- og markaðsstjóri Porsche, Bern- hard Maier, við fréttastofuna AFP. Hann sagði að áður en sýningin var úti hefði kaupendalistinn verið það langur, að þeir sem væru aft- ast á honum þyrftu að bíða minnst sex mánuði eftir eintaki sínu. Löngum smíðaði Porsche nær einvörðungu sportbíla en er nú eiginlega í fararbroddi lúx- usbílaframleiðenda á leið inn í aukna jeppasmíði. Sló hann takt- inn með lúxusjeppanum Cayenne í aldarbyrjun en hann einn og sér selst nú meira en öll önnur módel Porsche saman. Og nú teflir þýski bílsmiðurinn fram systurjeppa Cayenne í formi Macan sem birtist í söluskálum í Evrópulöndum með vorinu og kostar þar frá um 60.000 evrum eintakið, eða um 10 milljónir króna. Jeppageirinn hefur vaxið hraðar en nokkur annar stærðarflokkur fólksbíla. Smærri lúxusjeppar og -jepplingar hafa höfðað til yngri kaupenda sem enn hafa ekki bundist tryggðum við neitt eitt bílamerki. Það er hópur sem bíla- framleiðendur hafa svermað fyrir. „Dæmið með Porsche sýnir að fyrir hendi er eftirspurn eftir nýrri bílagerð í flokki lúxusbíla,“ sagði Stefan Bratzel, sérfræðingur um þýska bílsmíði, við AFP. Hann seg- ir „kjarnsýru“ sportbílasmiðsins endurspeglast í Macan innan sem utan og búnaði hans og íhlutum. Fjöldi framleiðenda lúxusbíla stefnir sömu leið og Porsche, svo sem Bentley, Maserati og Lam- borghini. Hinn breski Bentley lof- ar ofurjeppa fyrir auðkýfinga inn- an tveggja ára. Er það liður í tilraunum fyrirtækisins til að tvö- falda bílaframleiðslu sína á næstu fjórum árum, í 15.000 eintök á ári. Sérfræðingar í Genf töldu að þessi jeppi myndi sennilega kosta kringum 180.000 evrur; verð sem markhópur Bentley í Rússlandi, Kína og Mið-Austurlöndum myndi ekki kveinka sér yfir. Lamborghini frumsýndi fyrir tveimur árum hugmyndajeppann Urus en bíður enn eftir grænu ljósi á að hefja smíði hans frá æðstu stjórn Volkswagen- samsteypunnar. Ítalski sportbíla- smiðurinn heyrir henni til, rétt eins og bæði Bentley og Porsche. „Möguleikar hans yrðu mestir í Bandaríkjunum, Mið-Aust- urlöndum, Kína og í nokkrum Evr- ópuríkjanna,“ sagði forstjóri Lam- borghini, Stephan Winkelmann. Og Maserati, sem heyrir Fiat- samsteypunni til, hefur gefið til kynna að lúxusborgarjeppling- urinn Levante gæti komið á göt- una á næsta ári. Loks segist Rolls-Royce hinn breski, sem er í eigu BMW, einnig vera að kanna fýsileika þess að láta til sín taka í smíði smárra jeppa. Þar togast á viðskiptalegir hagsmunir og ímynd, en fyr- irtækið óttast að sál táknmerk- isins myndi hverfa með því. „Jeppageirinn er mjög áhuga- verður. En stóra spurningin er hvort við getum hannað og þróað bíl sem væri raunsannur Rolls- Royce,“ segir sölustjórinn Jolyon Nash hjá breska lúxusbílsmiðnum við AFP. Land Rover, sem skóp á sínum tíma fyrstur fjórdrifinn lúxusj- eppa, segist ekki óttast nýja keppendur á sínum hefðbundna markaði. Loks ætlar Jaguar að skerast í leikinn á jeppamarkaði. Boðaði breski bílsmiðurinn, sem eins og Land Rover er þó í eigu indverska fyrirtækisins Tata Mot- ors, áformað strandhögg sitt með hugmyndabílnum C-X17 í fyrra- haust. Því er ljóst af fram- ansögðu, að kaupendur lítilla jeppa munu hafa vaxandi úrval á allra næstu árum. agas@mbl.is AFP Lúxusframleiðendur hyggja flestir á framleiðslu smærri jeppa og þar hafa Porsche verið í fararbroddi. Lúxusbílasmiðir snúa sér að jeppasmíði Passaðu vel upp á rafgeyminn í vetur. 12v 7A Nýtt 12v 5,5A12v 0,8A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.