Morgunblaðið - 01.04.2014, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014
BÍLAR 3
GOTT ÚRVAL AF NOTUÐUM BÍLUM
Suzuki bílar hf • Skeifan 17 • 108 Reykjavík • Sími 568 5100 • www.suzuki.is
SUZUKI
Grand Vitara
Skr. 07.2003,
ekinn 94 Þ.KM,
bensín, sjálfskiptur,
dráttarbeisli.
Verð 850.000.
100% kortalán
mögulegt.
KIA Sportage EX
Skr. 04.2012, ekinn
67 Þ.KM, bensín,
sjálfskiptur.
Verð 4.590.000.
TOYOTA
Avensis Sol
Skr. 05.2006, ekinn
156 Þ.KM, bensín,
sjálfskiptur.
Verð 1.490.000.
SUZUKI Grand
Vitara Luxury
Skr. 09.2008, ekinn
81 Þ.KM, bensín,
sjálfskiptur, leður,
sóllúga,
dráttarbeisli.
Verð 2.850.000.
PEUGEOT
407 SR 2,0i
Skr. 10.2005, ekinn
110 Þ.KM, bensín,
sjálfskiptur,
dráttarbeisli.
Verð 990.000.
NISSAN
Terrano Luxury
Skr. 10.2004, ekinn
149 Þ.KM, dísel,
sjálfskiptur,
dráttarbeisli.
Verð 1.650.000.
SUZUKI
Grand Vitara
Skr. 02.2003,
ekinn 91 Þ.KM,
bensín, sjálfskiptur,
dráttarbeisli.
Verð 1.050.000.
100% kortalán
mögulegt.
SUZUKI
SX4 GLX
Skr. 09.2006, ekinn
75 Þ.KM, bensín,
5 gírar.
Verð 1.490.000.
TOYOTA
Corolla Sol
Skr. 06.2009, ekinn
84 Þ.KM, bensín,
5 gírar.
Verð 2.190.000.
Komdu og
skoðaðu úrvalið
S
kepnan ,eins og bifreið
Bandaríkjaforseta er al-
mennt kölluð, er ekki til
eilífðarbrúks þótt bryn-
varin sé til að standast kúlnahríð.
Þegar er hafið kapphlaup milli
bílaframleiðenda um smíði nýs
forsetabíls.
Skepnan verður tekin úr umferð
og lagt að loknum embættistíma
Baracks Obama. Og enda þótt
enn séu eftir næstum þrjú ár af
kjörtímabili Obama þykir ekki ráð
nema í tíma sé tekið að huga að
arftaka hennar.
Hefur heimavarnaráðuneytið
þegar hafið eftirgrennslan hjá
bandarískum bílsmiðum og leitað
tilboða í nýjan forsetabíl, „Límú-
sínu eitt“. Búist er við að nið-
urstaða um hverjum verði falin
smíðin liggi fyrir í ágúst næstkom-
andi.
Obama fékk embættisbíl sinn
afhentan splunkunýjan er hann
tók við völdum í ársbyrjun 2009.
Að útliti undanskildu er hann eig-
inlega í engu líkur stórum banda-
rískum hefðarbíl.
Þungi hans er gríðarlegur, eða
4,5 tonn en það skýrist helst af því
að byrðingurinn er úr 12,5 senti-
metra hertu stáli. Er hann því
fremur eins og brynvarinn dreki
en að auki eru rúðurnar skotheld-
ar. Á hann – og þeir sem um borð
eru – að geta staðið af sér árás
þar sem minni háttar flug-
skeytum, handsprengjum og gas-
vopnum er beitt.
Og arftakinn verður að lágmarki
jafn öruggur og bíll Obama, ef ekki
öruggari. „Í hönnun og smíði for-
setabíls koma við sögu mun fleiri
öryggisatriði en í öllum öðrum
smíðisbílum okkar samanlagt.
Það tekur mörg ár að þróa þau,“
sagði einn af yfirmönnum hönn-
unardeildar bandaríska bílsmiðs-
ins General Motors, Ed Welburn,
við fréttavefinn detroitnews.com.
Bíll Baracks Obama er byggður
upp af lengdum undirvagni Cadil-
lac DTS, General Motors er með
öðrum orðum framleiðandi núver-
andi embættisbifreiðar Banda-
ríkjaforsesta. Það þykir mikil upp-
hefð að vera falin smíðin og
spurningin er hver hreppir hnoss-
ið næst. Verður það aftur GM,
Ford, Chrysler eða kannski bara
Tesla?
agas@mbl.is
AFP
Skepnan hans Obama er níðþung enda byrðingurinn úr 12,5 sentimetra þykku hertu stáli.
Á eftirlaun með Obama
Bílasala ársins 2013 hefur nú ver-
ið gerð upp og kemur þá í ljós, að
mest selda bílamódelið var Ford
Focus. Var 1,1 milljón eintaka af-
hent kaupendum. Focus var einn-
ig söluhæstur 2012.
Samkvæmt útreikningum LMC
Automotive hefur Ford selt rúm-
lega 12 milljónir Focus-bíla frá því
hann kom fyrst á götuna í júl-
ímánuði 1998 en í Bandaríkjunum
var hann fáanlegur frá 1999.
Það er til marks um vinsældir
Focus að meðal þeirra sem brúka
bíl af þessu tagi til að reka erindi
sín er Frans páfi.
Hermt er að Ford sé með nýja
kynslóð bílsins á prjónunum og sé
hans að vænta á götuna einhvern
tíma á árinu 2017. Segir einn af
stjórnendum Ford, að sú útgáfa
verði ekki mjög frábrugðin þeim
fyrri.
Toyota Corolla seldist næst-
mest allra fólksbíla í fyrra, eða í
1.001.141 eintaki. Corolla sá fyrst
dagsins ljós árið 1966 og var bíll-
inn sá söluhæsti í heiminum 1974.
Síðan þá hefur hann verið meðal
mest seldu bíla ár hvert.
Í þriðja sæti varð Volkswagen,
þó ekki Golf, heldur Jetta-bíllinn.
Það merki hefur verið við lýði frá
1979 og á sumum mörkuðum bíll-
inn verið seldur sem Bora eða
Vento. Að sögn LMC seldi VW
906.000 eintök af þessum bíl
2013.
Í næstu sætum urðu Hyundai
Elantra sem seldist í 866.000 ein-
tökum, Chevrolet Cruze með
729.000 eintök, Toyota Camry
með 728.230 eintök, Volkswagen
Golf með 720.440 eintök, Ford
Fiesta með 705.287 bíla, Honda
CR-V sem seldist í 697.955 ein-
tökum og í tíunda sæti varð
Volkswagen Polo en af honum
voru afhent 686.000 eintök.
agas@mbl.is
AFP
Mest seldi bíll síðustu tveggja ára, Ford Focus.
Ford Focus mest selda módelið