Morgunblaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 ÍÞRÓTTIR Jóhann Berg Reiknar með að fara til Englands, Ítalíu eða Spánar í sumar. Kom aldrei til greina að vera lengur eftir fimm ára dvöl hjá AZ Alkmaar. Fær ekki að spila mikið síðustu vikur tímabilsins. 4 Íþróttir mbl.is Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Hannover- Burgdorf, gekkst í gær undir aðgerð á hægra hné þar sem lagað var krossband sem slitnaði á æfingu fyrir viku. Að- gerðin fór fram hér á landi. Bæklunarlæknarnir Brynjólfur Jónsson og Örnólfur Valdimars- son gerðu aðgerðina en þeir sáu einnig um að gera við kross- bandið í vinstra hné Rúnars þeg- ar það slitnaði sumarið 2012. Harla óvenjulegt er að aðgerð- ir vegna krossbandaslits séu gerðar svo stuttu eftir að bandið slitnar. Brynjólfur og Örnólfur hafa ár- um saman verið læknar íslenska landsliðsins í handknattleik. Rúnar sagði við Morgunblaðið að aðgerðin fyrir tveimur árum hefði gengið vel og hnéð litið vel út. Þar af leiðandi hefði hann viljað gangast undir aðgerð hjá þeim félögum á nýjan leik. Reikna má með að Rúnar verði frá keppni næstu sjö mánuði, hið minnsta. iben@mbl.is Gekkst undir aðgerð réttri viku eftir slit Rúnar Kárason Nær fullvíst má telja að Halldór Jóhann Sigfús- son, þjálfari Íslandsmeistara Fram í handknatt- leik kvenna, hætti með liðið eftir núverandi leiktíð og verði annar þjálfari karlaliðs ÍBV frá og með næsta keppnistímabili. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum. Viðræður hafa staðið yfir síðustu daga á milli forsvarsmanna ÍBV annars vegar og Halldórs Jóhanns hinsvegar. „Það er gagnkvæmur áhugi hjá báðum aðilum til þess að þetta gangi upp með samkomulagi,“ sagði heim- ildarmaður Morgunblaðsins í gærkvöldi. Ef af verður mun Halldór Jóhann starfa við hlið Gunnars Magnússonar sem annar af aðalþjálf- urum karlaliðs ÍBV og leysa af Arnar Pétursson sem nú þjálfar Eyjaliðið með Gunnari og mun gera út keppnistímabilið. Arnar hefur í hyggju að taka sæti í stjórn handknattleiksdeildar ÍBV. Halldór Jóhann er nú að ljúka sínu öðru keppn- istímabili með kvennalið Fram en undir hans stjórn varð Fram Íslandsmeistari í fyrir ári. Hann var fyrir skömmu orðaður við þjálfarastarfið hjá karlaliði FH en ljóst má vera að ekkert verður af þeim vistaskiptum fari Halldór Jóhann til Vest- mannaeyja, eins og margt bendir til. Framundan er hins vegar leit að þjálfara fyrir kvennalið Fram, hvernig sem allt fer. Halldór Jó- hann mun ljúka keppnistímabilinu með Safamýr- arliðinu sem mætir Gróttu í fyrstu umferð úr- slitakeppni Olís-deildar kvenna sem hefst í næstu viku. iben@mbl.is Halldór Jóhann til Eyja?  Hættir með kvennalið Fram í vor  Ætlað að starfa við hlið Gunnars hjá ÍBV FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég tók fyrstu heilu æfinguna mína í æfingaferð í Tyrklandi í síðustu viku. Þar náði ég að taka eina æfingu í 90 mínútur, þannig að ég er bara að koma til baka. Það er alveg yndisleg tilfinning,“ sagði Guðný Björk Óðins- dóttir, landsliðskona í knattspyrnu, við Morgunblaðið. Guðný er aðeins 25 ára gömul en er nú í fjórða sinn að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné. Síðast slitnaði krossband á æfingu lands- liðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð síð- asta sumar. Þrátt fyrir ráðleggingar um að láta gott heita, koma takkas- kónum fyrir uppi í hillu, hefur slíkt aldrei hvarflað að Guðnýju og hún stefnir nú á að taka fullan þátt með Kristianstad seinni hluta tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni, þegar líða tekur á sumarið. „Ég er að koma tilbaka en ég geri það mjög rólega. Það var gott að vera á grasi og í hitanum í Tyrklandi en ég fer varlega. Ég er búin að taka þátt í boltaæfingum þrisvar í viku, síðustu 3-4 vikurnar, og var svo nánast 100% með í Tyrklandi fyrir utan þegar ver- ið var að spila,“ sagði Guðný. Ætlaði að hvíla út þetta ár „Markmið mitt var að hvíla mig bara út þetta ár en endurhæfingin hefur gengið svo rosalega vel. Ég er alveg verkjalaus og búin að vera að taka ýmiss konar próf sem sýna að ég er sterkari í vinstra hnénu, sem ég sleit. Þetta lítur allt mjög vel út en mig vantar kannski aðeins meiri styrk í hnéð sem ég vil ná áður en ég byrja í of miklum fótbolta. Ég klára skólann í lok maí og stefni á að ein- beita mér alfarið að fótboltanum eftir það. Ég mun spila fótbolta í ár, hvort sem ég byrja núna í apríl, maí eða júní,“ sagði Guðný. Fyrsti leikur Kristianstad er gegn Tyresö eftir 11 daga. Liðið leikur 12 leiki í deildinni áður en við tekur mánaðarlangt hlé í byrjun júlí. „Eftir hléið stefni ég á að geta spil- að 90 mínútur,“ sagði Guðný. „Ég tek það rólega fyrstu vikurnar og mán- uðina, og kem kannski inn af bekkn- um í 10-15 mínútur í leik,“ bætti hún við. Guðný segir það aldrei hafa kom- ið til greina að hætta, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hennar hafi alls ekki talið ráðlegt að hún spilaði fótbolta á þessu ári. Hjólastóll í afmælisgjöf? „Ég fékk mjög misvísandi skila- boð. Læknirinn sagði að það yrði ekkert mál fyrir mig að byrja að spila aftur sex mánuðum eftir aðgerð. Sjúkraþjálfarinn sagði að ef ég ætl- aði að spila fótbolta aftur strax á næsta ári þá myndi hann gefa mér hjólastól í afmælisgjöf! Ég vissi því ekki alveg hvað ég ætti að gera en ákvað bara að taka þessu mjög ró- lega, og að taka endurhæfinguna það vel að ég myndi verða alveg verkja- laus. Ég finn ekkert til í hnénu og þetta gekk allt betur en ég bjóst við,“ sagði Guðný. „Það kom aldrei til greina að hætta. Ég var alltaf með það í huga að koma aftur tilbaka. Ég stefndi ekkert á að gera það of fljótt, enda var ég ekki í kapphlaupi við að ná neinu af síðasta tímabili. Núna eru sjö mánuðir síðan ég sleit kross- bandið og nýtt tímabil að hefjast.“ Spila fyrir sálina, ekki peninga Samningur Guðnýjar við Kristi- anstad rann út eftir síðasta tímabil en hún hefur þó æft með liðinu eins og hún getur, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Guðný hefur verið hjá liðinu síðan Elísabet fékk hana frá Val, í nóvember 2008. „Ég bý hérna, er í skóla og á kær- asta hérna, þannig að ég er ekkert að fara héðan. Ég er skráð í Kristians- tad þó að ég sé ekki á samningi, enda vill ekkert félag gera samning við leik- mann sem hefur slitið krossband fjór- um sinnum. Það er bara bónus að fá samning, enda er ég ekkert að spila fótbolta fyrir peningana heldur sál- ina,“ sagði Guðný sem er bjartsýn fyr- ir hönd Kristianstad eftir erfitt tíma- bil á síðasta ári. Síðan þá hefur liðið m.a. misst Margréti Láru Viðars- dóttur en fengið systur hennar, Elísu, í staðinn. „Við spiluðum við Malmö, eða Ro- sengård eins og það heitir núna, í gær [innsk.: sem fór 1:1] og þetta lítur mjög vel út núna. Við erum búnar að spila okkur mjög vel saman og tíma- bilið er ljóst. Stemningin hefur aldrei verið betri. Þjálfararnir eru búnir að gera mjög vel og leggja mikla áherslu á að fá allt sem þeir geta út úr hverj- um leikmanni,“ sagði Guðný. „Kom aldrei til greina að hætta“  Guðný Björk er byrjuð að æfa á ný eftir fjórðu krossbandsslitin  Sjúkraþjálfarinn vildi að hún hætti Ljósmynd/Algarvephotopress Óheppin Guðný Björk Óðinsdóttir lék sinn 35. landsleik þegar Ísland mætti Þýskalandi á EM í Svíþjóð síðasta sumar en slasaðist síðan á æfingu. 2. apríl 1967 Íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik sigrar Dani, 61:51, í vináttulandsleik í Laugardalshöll. Þetta er fyrsti heimaleikur Ís- lands gegn Norð- urlandaþjóð en fjórði sigurinn á Dönum í röð. Nýlið- inn Þórir Magnússon skorar 14 stig fyrir íslenska liðið og Krist- inn Stefánsson 10. 2. apríl 1995 Guðni Bergsson spilar fyrstur ís- lenskra knattspyrnumanna úr- slitaleik á Wembley-leikvang- inum í London. Guðni, sem er nýkominn til liðs við Bolton, kemur inná sem varamaður í úr- slitaleik deildabikarsins gegn Liverpool og leggur upp mark með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Liverpool vinnur þó leikinn, 2:1. 2. apríl 1997 Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik sigrar Kínverja, 27:24, í vináttulandsleik sem fram fer á Ísafirði. Patrekur Jóhannesson skorar 7 mörk fyrir Ísland og Júlíus Jónasson 6. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.