Morgunblaðið - 02.04.2014, Side 3

Morgunblaðið - 02.04.2014, Side 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Handknatt-leiksmað- urinn Tandri Már Konráðsson mun ekki leika áfram með TM Tönder í dönsku 1. deild- inni á næstu leik- tíð en hann kom til félagsins frá HK fyrir tímabilið. Tandri Már sagði við Morgunblaðið í gær að hann stefndi ótrauður á að leika áfram ytra og væri að skoða ýmsa möguleika í þeim efnum um þessar mundir.    Carlo Ancelotti þjálfari Real Ma-drid segist ekki ætla að tefla Walesverjanum Gareth Bale í stöðu vinstri bakvarðar nú þegar Bras- ilíumaðurinn Marcelo er meiddur og verður ekki með liðinu næstu vikurnar. Bale hóf sinn feril sem bakvörður en Ancelotti vill ekki missa hann úr sóknarspili liðsins og hyggst nota Coentrao í bakvarð- arstöðunni. Real Madrid verður í eldlínunni í kvöld en þá tekur liðið á móti Dortmund í Meistaradeildinni.    Tveir íslenskirlandsliðs- menn eru í úr- valsliði Meist- aradeildarinnar fyrir frammi- stöðu sína í 16- liða úrslitum Meistaradeild- arinnar sem klár- uðust í gær með sigri Löwen á móti Kielce. Guðjón Valur Sigurðsson úr Kiel er vinstri hornamaður í úr- valsliðinu en hann skoraði 5 mörk í stórsigri Kiel gegn úkraínska liðinu Zaporozhye, 40:18. Róbert Gunn- arsson úr Paris SG er línumaður í úrvalsliðinu en hann skoraði 7 mörk í sigri Parísarliðsins á móti Gorenje Velenje, 34:25.    Bandaríski kylfingurinn TigerWoods hefur staðfest að hann verði ekki með á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta Nat- ional vellinum og hefst í næstu viku. Woods hefur glímt við meiðsli í baki og fór í aðgerð vegna klemmdrar taugar í bakinu. Þetta verður í fyrsta skipti í 20 ár sem þessi sig- ursæli kylfingur verður ekki á með- al keppenda á Masters en hann hef- ur fjórum sinnum borið sigur úr býtum á mótinu, síðast árið 2005.    José Mour-inho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, líkir liði Paris SG við lið Chelsea fyrir tíu árum þegar hann var eins og nú við stjórnvölinn hjá Lundúnalið- inu. Paris SG og Chelsea eigast við í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í París í kvöld.    Zlatan Ibrahimovic, aðalstjarnaní liði Paris SG hefur útilokað að hann spili í ensku úrvalsdeildinni en Svíinn frábæri hefur orðið meistari í fimm löndum með Ajax, Juventus, Inter Mílanó, Barcelona, AC Milan og Paris SG. „Ég er mjög ánægður með mína stöðu og hef það gott í París. Félagið hefur gert frábæra hluti og ég á mesta möguleika á að vinna Meistaradeildina með liðinu,“ sagði Zlatan við enska blaðið Gu- ardian.    Ivano Balic leikur ekki með þýskaliðinu Wetzlar næstu sex til sjö vikur eftir að hafa meiðst í kappleik um síðustu helgi. Balic hefur verið óheppinn á leiktíðinni og svo virðist sem að mörg ár í boltanum seú far- in að setja mark sitt á kappann. Fólk sport@mbl.is annan klúbb,“ segir Nonni sem lék nær allan sinn feril fyrir liðið í heimabæ sínum í Stykkishólmi, en villtist þó reyndar í þrjú ár annað. Hann lék fyrir ÍA, Stjörnuna og KR – í eitt ár á hverjum stað en hefur þó skýringar á því: „Ég fór í bæinn í skóla á sínum tíma sem útskýrir þessi stuttu brotthvörf mín úr Stykkishólmi. En það að ég sé hætt- ur núna útskýrist líka að sumu leyti af því að ég er kominn með smá leiða á körfunni og þá er tímabært að segja þetta gott.“ Fólkið sem stendur upp úr Nonni vann fjölmarga titla á ferl- inum en spurður að því hvað stæði upp úr talaði hann þó fremur um samferðamenn sína. „Það sem stendur upp úr eru fyrst og fremst allir þessir frábæru einstaklingar sem ég hef kynnst á ferlinum. Þjálf- ararnir Bárður [Eyþórsson], Ingi [Þór Steinþórsson] og Geof [Kotila], allir leikmennirnir, stjórnarmenn og aðrir sem koma að þessu. En titl- arnir voru vissulega skemmtileg við- bót við þetta allt saman. Það var auðvitað ofboðslega gaman að vinna Íslands- og bikarmeistaratitla með sínum bestu félögum,“ segir Jón sem telur sterkasta liðið sem hann lék með hafa verið Snæfellsliðið árið 2010. „Alveg hiklaust. Þetta gekk eins og í sögu þá leiktíð. Við reynd- ar enduðum í 6. sæti í deildinni, eftir að hafa misst menn í meiðsli hér og þar á tímabilinu. En svo small allt saman á réttum tíma,“ segir Nonni sem skilur Mæju móður sína, kon- una sem hann er oftar en ekki kenndur við, eftir í Stykkishólmi nú þegar hann flyst til Reykjavíkur. Þó körfuboltaferli Jóns Ólafs sé lokið var þó ekki hægt að sleppa honum án þess að rýna í viðureign- irnar sem framundan eru í undan- úrslitum Íslandsmótsins, en þar mætast KR og Stjarnan annars veg- ar og Grindavík og Njarðvík hins vegar, þar sem vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Spáir Njarðvík og KR í úrslit „Ég held að einvígi Grindavíkur og Njarðvíkur verði mjög jafnt. Það er frekar erfitt að segja til um það hvernig það fer. Grindavík missti náttúrlega mikið þegar Þorleifur Árni [Ólafsson] meiddist. Það er örugglega erfitt fyrir Grindvíkinga. En þeir nú samt með hörkulið og mikla breidd. En ég held að annað hvort liðið vinni þessa rimmu 3:2. Ef ég verð að velja annað liðið þá segi ég bara Njarðvík. En meira til að segja eitthvað,“ segir Jón Ólafur um einvígi Njarðvíkur og Grindavíkur. Hann var sjálfur í liði Snæfells sem var sópað út af deildarmeist- urum KR í 8-liða úrslitunum, 3:0, en hefur trú á því að Stjarnan muni vinna allavega einn leik gegn sterk- um KR-ingum í undanúrslitunum. „KR-ingar eru náttúrlega bara mjög þéttir. Stjarnan hefur samt verið á mjög góðu róli og pakkaði Keflvík- ingum auðvitað saman. Stjörnu- menn eru greinilega að spila sinn besta leik á hárréttum tíma. Mig grunar nú samt að KR vinni þessa seríu 3:1 eða jafnvel 3:2,“ sagði Hólmarinn Jón Ólafur Jónsson, sannfærður um jöfn undan- úrslitaeinvígi. t ekki hugsað mér pila annars staðar“ on eða Nonni Mæju lítur stoltur yfir körfuboltaferilinn  Allt fólkið sem hann p úr  Flytur frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og einbeitir sér að námi í sálfræði Morgunblaðið/hag Sigurstund Jón Ólafur Jónsson brosir breitt eftir að Snæfell tryggði sér Ís- landsmeistaratitilinn með því að leggja Keflvíkinga vorið 2010. MEISTARADEILDIN Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is 1:1 jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu tveimur leikjunum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær þar sem Manchester United og Evrópumeist- arar Bayern München áttust við á Old Trafford og Barcelona og Atlético Madrid á Camp Nou. Þýska hraðlestin frá München var með boltann 67% á móti United en Englandsmeistararnir léku af mikilli skynsemi og gáfu fá færi á sér. Áður en fyrirliðinn Nemanja Vidic kom United yfir með laglegu skallamarki hefði Danny Welbeck átt að fá tvö mörk skráð á sig. Í fyrra skiptið var ranglega tekið mark af honum þegar dómari leiksins dæmdi brot og í síðara skiptið slapp hann einn í gegn þar sem hann reyndi að vippa yfir hinn stóra og stæðilega Manuel Neuer, sem sá við honum. Forysta United stóð ekki yfir í langan tíma en Bastian Schwein- steiger skoraði frábært mark eftir vel útfærða sókn en skömmu fyrir leiks- lok var hann rekinn af velli og verður þar með í banni í seinni hálfleik sem og Javi Martinez. Það ætti að verða vatn á myllu United, sem barðist eins og ljón og veitti Evrópumeisturunum verðuga keppni. United-menn eru á lífi eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta var góður leikur. United lék varnarleik og beið bara eftir því að komast í skyndisóknir. 1:1 eru góð úr- slit. Við tökum þeim og munum reyna að klára verkið í næstu viku. Þetta er ekki auðvelt þegar mótherjinn liggur með lið svona aftarlega og lokar svæð- unum en það var gott að ná 1:1 jafn- tefli eftir að hafa lent undir,“ sagði Arjen Robben. Eigum frábæra möguleika „Ég met það svo að við eigum frá- bæra möguleika á að komast áfram. Lið mitt lék mjög vel og við erum ánægðir með frammistöðuna en súrir að hafa ekki haldið markinu hreinu. Það var frábært andrúmsloft á vell- inum og stuðningurinn sem við feng- um var gríðarlegur. Við vitum að þurfum að skora í seinni leiknum og við erum alveg færir um að gera það,“ sagði David Moyes, stjóri United. Barcelona og Atlético Madrid skildu jöfn í fjórða sinn á leiktíðinni. Diego Ribas, sem kom inná þegar Diego Costa fór meiddur af velli, kom gestunum yfir en Neymar jafnaði metin fyrir Katalóníuliðið sem sótti stíft síðustu mínútur leiksins. „Við reiknuðum með leik eins og þessum. Við höfðum boltann miklu meira í leiknum og fengum færin en Atlético gerði vel. Lið þeirra barðist vel og tókst að skora. Þetta voru ekki góð úrslit á heimavelli en við ætlum okkur að vinna seinni leikinn,“ sagði Xavi, miðjumaður Barcelona. United-menn eru enn á lífi  Báttuglatt lið United gerði jafntefli við Evrópumeistarana á Old Trafford  Schweinsteiger sá rautt  Jafnt hjá Barcelona og Atlético í fjórða leiknum í röð AFP Fögnuður Leikmenn United fagna marki Nemanja Vidic á Old Trafford í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.