Morgunblaðið - 02.04.2014, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Svo kann að fara að Guðmundur
Þórður Guðmundsson og lærisvein-
ar hans í þýska handknattleiksliðinu
Rhein-Neckar Löwen leiki fjóra
stórleiki á einni viku eftir miðjan
apríl. Í gær drógust þeir gegn Spán-
armeisturum Barcelona í 8-liða úr-
slitum Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri leikurinn fer sennilega fram
19. eða 20. apríl. Hinn 12. apríl leikur
Löwen við Flensburg í undan-
úrslitum þýsku bikarkeppninnar og
vinni Löwen leikinn leikur það til úr-
slita daginn eftir. Miðvikudaginn 16.
apríl tekur Löwen á móti þýsku
meisturunum Kiel á heimavelli en
úrslit þess leiks geta ráðið úrslitum
um hvort liðið hampar þýska meist-
aratitlinum í vor.
Síðari leikur Löwen og Kiel í
Meistaradeildinni fer fram 26. eða
27. apríl. Þar með bætist við fimmti
hörkuleikurinn hjá liðinu á skömm-
um tíma. Með Löwen leika m.a.
landsliðsmennirnir Alexander Pet-
ersson og Stefán Rafn Sigurmanns-
son og ljóst að þeir munu fá litla
hvíld í kringum páskana.
Þýskalandsmeistarar Kiel, sem
Alfreð Gíslason þjálfar og Aron
Pálmarsson og Guðjón Valur Sig-
urðsson leika með, mæta Metalurg
frá Makedóníu í 8-liða úrslitum
Meistaradeildarinnar og á Kiel síð-
ari leikinn á heimavelli.
Ólafur Gústafsson og samherjar í
Flensburg drógust gegn Vardar
Skopje, einnig frá Makdóníu. Flens-
burg leikur fyrri leikinn á heima-
velli.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Ró-
bert Gunnarsson og félagar í Paris
SG leika við ungversku meistarana
Veszprém í 8-liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar og eiga heimaleik-
inn í fyrri umferðinni. iben@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Þjálfari Guðmundur Þ. Guðmunds-
son hefur í mörg horn að líta.
RN-Löwen gæti leikið
fjóra úrslitaleiki á viku
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Það kom aldrei til greina að vera
áfram. Ég er búinn að vera hérna í
fimm ár og langaði að prófa eitt-
hvað nýtt – spila í öðru landi. Ég er
á fínum aldri til þess,“ sagði Jóhann
Berg Guðmundsson, landsliðsmaður
í knattspyrnu, við Morgunblaðið.
Lengi hefur legið fyrir að Jóhann
færi frá hollenska úrvalsdeildar-
félaginu AZ í sumar en félagið stað-
festi það endanlega á mánudaginn.
Jóhann er í hollenskum miðlum
sterklega orðaður við ensku úrvals-
deildina og því til stuðnings nefnt
að hann hafi í fyrra samið við ensku
umboðsskrifstofuna Stellar Group.
„Þeir eru náttúrlega mjög stórir í
Englandi og þá halda menn kannski
að ég sé sjálfkrafa að fara til Eng-
lands. En þeir eru stærri umboðs-
skrifstofa en það, með alvöru karla
á borð við Gareth Bale hjá sér, og
með sambönd víða,“ sagði Jóhann.
Hann segir margt koma til greina
en fastlega má reikna með að hann
spili í efstu deild Englands, Ítalíu
eða Spánar á næstu leiktíð.
„Mikill áhugi“
„Ég hef að sjálfsögðu fulla trú á
að ég geti spilað þar [í ensku úr-
valsdeildinni] og öllum þessum
stóru deildum, en það verður auð-
vitað bara að koma í ljós,“ sagði Jó-
hann.
„Ég útiloka ekki neitt en ég enda
líklega á Ítalíu, Spáni eða Englandi.
Það er hins vegar ekkert klárt, þó
að það sé mikill áhugi, og maður vill
ekkert kvitta undir neins staðar al-
veg strax. Ég ætla bara að taka það
rólega enda eru sum félög ekkert
byrjuð að skoða hvað gerist fyrir
næsta ár, en það eru nokkur lið
mjög spennt,“ sagði Jóhann. Hann
segir árangurinn með íslenska
landsliðinu í fyrra ekki spilla fyrir
framtíðaratvinnuhorfum:
„Ég spilaði náttúrlega mikilvægt
hlutverk undir lokin í undankeppn-
inni og það að sjálfsögðu hjálpar
mjög mikið. Hver einasti lands-
leikur, sérstaklega á svona stóru
sviði eins og við vorum að spila á,
hjálpar til.“
Kaflaskipt tímabil
Fyrir áramót var Jóhann fasta-
maður í byrjunarliði AZ. Eftir að
félagaskiptaglugginn lokaðist í jan-
úar, og ljóst varð að hann færi frítt
frá félaginu í sumar, hefur knatt-
spyrnustjórinn Dick Advocaat hins
vegar aldrei haft Jóhann í byrj-
unarliði í deildaleik. Tímabilið hefur
því verið kaflaskipt, rétt eins og
vera Jóhanns í heild hjá félaginu
sem hann kom til frá Breiðabliki ár-
ið 2009.
„Auðvitað hefur þetta verið upp
og niður. Það hafa komið góðir
tímar en einnig minna góðir. En ég
tel mig hafa orðið að betri fótbolta-
manni hér og vonandi mun það bara
sjást í næstu deild sem ég spila í,“
sagði Jóhann sem fagnaði fyrsta
stóra titlinum sínum í fyrra, þegar
AZ varð bikarmeistari.
Vonlítill um að mæta Benfica
„Það stendur auðvitað upp úr að
hafa náð að spila þennan úrslitaleik
í bikarnum og vinna hann. Það var
alveg frábært. Svo standa einnig
upp úr stórleikir við Valencia í Evr-
ópudeildinni,“ sagði Jóhann, sem
býst ekki við að spila mikið í stór-
leikjunum við Benfica í 8-liða úrslit-
um Evrópudeildarinnar. Fyrri leik-
urinn er annað kvöld.
„Ég er ekkert að fara að spila
þar. Ég er bara á bekknum núna,
enda að fara í sumar. Þeir nota
frekar leikmenn sem þeir gætu selt
í sumar eða byggt upp sem framtíð-
armenn. Það er alveg skiljanlegt að
þetta sé þannig. Ég geri bara mitt
besta þessa síðustu tvo mánuði fyrir
liðið og svo verður gaman að prófa
eitthvað nýtt.“
„Nokkur lið mjög spennt“
Jóhann Berg er á leið til Englands, Ítalíu eða Spánar Hættir hjá AZ og kom
aldrei til greina að vera áfram Spilar lítið eftir að ljóst varð að hann færi
AFP
AZ Þrátt fyrir talsverða bekkjarsetu síðustu vikurnar er Jóhann Berg Guðmundsson búinn að spila 43 leiki með AZ
á tímabilinu og skora í þeim 8 mörk. Þar af eru fimm mörk í Evrópudeildinni en hér er hann í leik gegn Liberec.
Tveir ungir knattspyrnumenn
eiga mikið hrós skilið fyrir að
hafa stigið fram í nýliðnum mars-
mánuði og skýrt frá sálrænum
vandamálum sínum. Þar er ég að
sjálfsögðu að tala um þá Ingólf
Sigurðsson og Guðlaug Victor
Pálsson.
Ingólfur skýrði frá sínum
málum í opinskáu viðtali við Orra
Pál Ormarsson í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins og Guðlaugur
Victor greindi frá því sem hann
hefur gengið í gegnum í viðtali
við Hjört Hjartarson í þættinum
Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld.
Ljóst er að margir liðsfélagar
þeirra hafa ekki haft minnstu
hugmynd um veikindin, enda
lýsti Guðlaugur Victor því vel
hvernig hann hefði blekkt bæði
sjálfan sig og aðra til þess að
engan grunaði hvaða leyndarmál
hann hefði að geyma. Ingólfur
sagði frá svipuðum feluleik í sínu
tilfelli þar sem hann taldi það
rýra möguleika sína í liðinu að
skýra frá veikindunum. Lýsingar
þeirra beggja eru sláandi.
Það þarf mikið hugrekki til
að koma fram á þennan hátt, ekki
síst þar sem þeir eru báðir á fullri
ferð sem leikmenn í hörðum
heimi fótboltans. En um leið er
ljóst að báðir piltarnir hafa létt á
hjarta sínu og stigið stór skref í
átt að bata og betra lífi. Báðir eru
þeir hæfileikaríkir fótboltamenn
og eiga nú mun betri möguleika
en áður á að fá að njóta sín á vell-
inum.
Og það sem ekki skiptir
minna máli er að þeir Ingólfur og
Guðlaugur Victor hafa opnað
dyrnar fyrir fleirum sem kunna
að vera í svipuðum sporum og
þeir. Það er alveg ljóst að þeir eru
ekki fyrstu íþróttamennirnir sem
glíma við andleg veikindi, og ekki
þeir síðustu. Umræða um þessi
mál hefur hinsvegar verið lítil
sem engin og henni ber að fagna.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is