Morgunblaðið - 08.04.2014, Síða 2
Í SAFAMÝRI
Þorkell Gunnar Sigurbjörnss.
thorkell@mbl.is
Liðsmenn kvennaliðs Gróttu í hand-
knattleik sýndu það og sönnuðu í
gærkvöld og þeir hræðast ekkert lið.
Grótta gerði sér lítið fyrir og vann
fjögurra marka útisigur á Íslands-
meisturum Fram, 26:22, í fyrsta leik
liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni
Íslandsmótsins.
Þó að Fram sé vissulega ríkjandi
Íslandsmeistari þá er liðið ákaflega
mikið breytt frá því Framkonur hófu
bikarinn á loft í maí í fyrra. Það má
þó ekki taka neitt af Gróttu. Kári
Garðarsson, þjálfari Seltirninga, á
hrós skilið fyrir árangur liðsins í vet-
ur og takist Gróttu að slá Fram út
annað kvöld kemur Kári klárlega til
greina sem þjálfari ársins, ef ekki er
þegar búið að kjósa besta fólk Ís-
landsmótsins.
Verður þörf á oddaleikjum?
Í fyrra voru oddaleikir með öllu
óþarfir í 8-liða úrslitum Íslandsmóts-
ins og í ár virðist sennilega eini
möguleikinn á oddaleik vera í einvígi
Fram og Gróttu. Leikur liðanna var
hnífjafn í gærkvöld allt þar til tæp-
lega tíu mínútur voru eftir. Þá gáfu
Framarar eftir en Grótta hafði ein-
beitinguna í lagi, leikmenn voru vel
stemmdir og unnu sterkan baráttu-
sigur.
Fram endaði í 4. sæti í Olísdeild-
inni en Grótta í 5. sæti. Liðin unnu
sinn deildarleikinn hvort í vetur í inn-
byrðis viðureignum og aðeins munaði
einu stigi á liðunum þegar keppni í
deildinni lauk. Það er því að sjá á öllu
að munurinn á þessum tveimur liðum
er afar lítill hvað getu varðar. Grótta
hefur þó klárlega sterkari stöðu að
hafa yfir, 1:0, þegar flautað verður til
leiks í öðrum leik liðanna annað
kvöld, þegar leikið verður á heima-
velli Gróttu á Seltjarnarnesi.
Kári með báða fætur á jörðinni
Spurður hvort eðlilegt væri að
klára einvígið á heimavelli með því að
slá Fram út þar gat Kári, þjálfari
Gróttu, ekki samþykkt það. „Ég veit
ekki hvort mér finnst það eðlilegt, en
ég myndi bara svo mikið vilja klára
einvígið á heimavelli. En þegar liðin í
4. og 5. sæti eigast við, þá er ekkert
óeðlilegt að einvígið fari í þrjá leiki.
Við reynum þó það sem við getum til
þess að klára þetta strax í næsta
leik,“ sagði Kári í viðtali við Morg-
unblaðið að loknum leik í gærkvöld.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir er ein af
fáum fastamönnum úr liði Fram sem
varð Íslandsmeistari í fyrra sem enn
leika með liðinu. Hún var markahæst
Framara í gærkvöld með 9 mörk og
hún er svo sannarlega ekki reiðubúin
að fara í sumarfrí strax annað kvöld.
„Það kemur ekki til greina að tapa
næsta leik líka. Það verður leikur aft-
ur hérna í Safamýri á laugardag,“ lof-
aði Sigurbjörg eftir tapið í gærkvöld.
Stórsigur Stjörnunnar á HK
Þó að ekkert sé hægt að útiloka, þá
verður að teljast harla ólíklegt að hin-
ar viðureignirnar þrjár í 8-liða úrslit-
unum fari í oddaleik. Getumunurinn á
liðunum sem mætast í hinum rimm-
unum þremur virðist vera of mikill.
Deildarmeistarar Stjörnunnar völt-
uðu til að mynda yfir HK í gær með
níu marka mun, 30:21. Sigur Stjörn-
unnar var aldrei í hættu og að lokn-
um fyrri hálfleik var níu marka for-
skot Garðbæinga strax komið, því þá
stóðu leikar 17:8.
Í fyrrakvöld vann Valur ellefu
marka sigur á HK og ÍBV vann FH
með átta marka mun. Sé horft í þess-
ar tölur er fátt í kortunum sem bend-
ir til annars en að Stjarnan, Valur og
ÍBV eigi sæti í undanúrslitum næsta
vís. Stóra spurningarmerkið er hins
vegar hvort Fram kræki í oddaleik
gegn Gróttu, eða hvort Seltirningar
sjái til þess að Fram fái ekki verð-
launapening fyrir frammistöðu sína á
Íslandsmóti kvenna í handknattleik í
fyrsta sinn síðan 2007. Framkonur
fengu silfur fimm ár í röð áður en
langþráð gullverðlaunin komu loksins
í fyrra.
Leikið er þétt þessa fyrstu daga
úrslitakeppninnar og aðeins einn dag-
ur í hvíld á milli leikdaga fyrsta og
annars leiks. Í kvöld tekur FH á móti
ÍBV og Haukar á móti Val og annað
kvöld spila svo Grótta og Fram á Sel-
tjarnarnesi og HK og Stjarnan í
Digranesi. Komi til oddaleikja í við-
ureignunum eru þeir ráðgerðir á
laugardag nema oddaleik þurfi til hjá
Val og Haukum, þá yrði sá leikur á
föstudagskvöld.
Myndabandsviðtöl við Kára
Garðarsson þjálfara Gróttu og Sig-
urbjörgu Jóhannsdóttur leikmann
Fram má finna á mbl.is.
Engin
hræðsla við
meistarana
Morgunblaðið/Kristinn
Stans Lene Burmo, Gróttu, stöðvar Sigurbjörgu Jóhannsdóttur, Fram, í gær.
Útisigur Gróttu á Fram í fyrsta leik
liðanna Stjarnan valtaði yfir HK-inga
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014
Ríkjandi Íslandsmeistarar í blaki kvenna mæta Aftureldingu í fyrstu viðureign
liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki í íþróttahúsinu á Varmá í Mos-
fellsbæ í kvöld. Viðureignin hefst klukkan 19.30.
Afturelding, sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn fyrir tveimur árum, varð á
dögunum deildarmeistari. Af þeim sökum á liðið heimaleikjaréttinn en það lið-
anna sem fyrr vinnur tvo leiki hampar Íslandsbikarnum. Afturelding vann
Stjörnuna í undanúrslitum.
Þróttarar höfnuðu í öðru sæti Mikasa-deildar og unnu í framhaldinu HK í
undanúrslitum en þau lið mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra
og í úrslitum bikarkeppninnar fyrir skömmu.
Eftir leikinn á Varmá á morgun eigast lið Þróttar og Aftureldingar við á ný á
föstudaginn á Norðfirði. Komi til oddaleiks fer hann fram í Mosfellsbæ á mánu-
dagskvöldið.
HK og Stjarnan hefja síðan keppni um Íslandsmeistaratitil karla annað kvöld
í Fagralundi þar sem HK hefur Íslandsmeistaratitil að verja. Leikur númer tvö
verður í Ásgarði í Garðabæ á laugardaginn. iben@mbl.is
Úrslitin hefjast á Varmá
Anna Hulda Ólafsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur
keppir á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum í Tel Aviv í
Ísrael í dag. Anna Hulda keppir í 63B kg flokki kvenna og
hefst keppni kl. 8.30 að íslenskum tíma í hennar þyngd-
arflokki eða kl. 11.30 að staðartíma.
Alls eru 10 keppendur í flokki Önnu Huldu. Keppni í
ólympískum lyftingum skiptist upp í snörun og jafnhend-
ingu og fær hver keppandi þrjár tilraunir í hvorum hluta.
Anna Hulda var valin lyftingakona ársins síðustu tvö ár.
Hún á Íslandsmetið í snörun, jafnhendingu og í samanlögðu
í 58 kg flokki og Íslandsmetin í snörun og samanlögðu í 63
kg flokki.
Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Lyftingasambands Íslands er hún
fyrsti Íslendingurinn til að keppa á Evrópumótinu í lyftingum síðan árið 1988
í Wales. Þá voru Guðmundur Helgason, KR, og Haraldur Ólafsson, LFA, með-
al keppenda. thorkell@mbl.is
Anna fyrst á EM í 26 ár
Anna Hulda
Ólafsdóttir
England
Tottenham – Sunderland ....................... 5:1
Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem vara-
maður hjá Tottenham á 82. mínútu og skor-
aði í uppbótartíma.
Staðan:
Liverpool 33 23 5 5 90:40 74
Chelsea 33 22 6 5 65:24 72
Man.City 31 22 4 5 84:29 70
Arsenal 33 19 7 7 56:40 64
Everton 32 18 9 5 52:31 63
Tottenham 33 18 5 10 45:45 59
Man.Utd 33 17 6 10 56:38 57
Southampton 33 13 9 11 50:44 48
Newcastle 33 14 4 15 38:51 46
Stoke 33 10 10 13 37:48 40
West Ham 33 10 7 16 37:44 37
Hull 33 10 6 17 34:40 36
Aston Villa 32 9 7 16 35:48 34
Cr.Palace 32 10 4 18 23:39 34
Swansea 33 8 9 16 45:49 33
WBA 32 6 14 12 37:48 32
Norwich 33 8 8 17 26:52 32
Fulham 33 8 3 22 33:74 27
Cardiff 33 6 8 19 29:64 26
Sunderland 31 6 7 18 29:53 25
Ítalía
Juventus – Livorno .................................. 2:0
Genoa – AC Milan .................................... 1:2
Staða efstu liða:
Juventus 32 27 3 2 69:22 84
Roma 32 23 7 2 65:18 76
Napoli 32 19 7 6 59:33 64
Fiorentina 32 16 7 9 51:34 55
Spánn
Levante – Athletic Bilbao........................ 1:2
Svíþjóð
IFK Gautaborg – Malmö......................... 0:3
Hjálmar Jónsson var á varamannabekk
Gautaborgar allan leikinn.
Danmörk
Vestsjælland – Nordsjælland ................. 0:0
Rúnar Alex Rúnarsson var á vara-
mannabekk Nordsjælland.
Staða efstu liða:
AaB 25 13 7 5 47:30 46
Midtjylland 25 13 6 6 45:24 45
København 25 10 9 6 41:30 39
Brøndby 25 10 9 6 33:27 39
Esbjerg 25 9 6 10 38:31 33
Nordsjælland 25 9 6 10 27:33 33
Holland
B-deild:
Jong PSV – Den Bosch............................ 1:4
Hjörtur Hermannsson var ekki með
PSV vegna meiðsla.
Noregur
B-deild:
HamKam – Hödd ..................................... 0:1
Heiðar Geir Júlíusson kom inná sem
varamaður á 54. mínútu hjá HamKam.
EM U19 kvenna
Milliriðill í Króatíu
Rússland – Ísland..................................... 4:2
Margarita Tsjernomirdina 19., 27., 54.,
Anastasija Berezina 39. – Elín Metta Jen-
sen 80., Telma Hjaltalín Þrastardóttir 90.
Rautt spjald: Elín Metta Jensen 90.
Króatía – Skotland ................................... 0:2
Skotland er með 6 stig, Rússland 4, Kró-
atía 1 en Ísland ekkert.
KNATTSPYRNA
Olís-deild kvenna
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Fram – Grótta....................................... 22:26
Staðan er 1:0 fyrir Gróttu.
Stjarnan – HK ...................................... 30:21
Staðan er 1:0 fyrir Stjörnuna.
HANDBOLTI
Dominos-deild karla
Undanúrslit, annar leikur:
Njarðvík – Grindavík.......................... 73:95
Staðan er 1:1 og þriðji leikur í Grindavík
á föstudagskvöldið.
NBA-deildin
Miami – New York ............................. 102:91
LA Clippers – LA Lakers.................. 120:97
Sacramento – Dallas ............................ 91:93
Indiana – Atlanta................................ 88:107
Houston – Denver.....................(frl.) 130:125
San Antonio – Memphis..................... 112:92
Golden State – Utah......................... 130:102
Phoenix – Oklahoma City ................ 122:115
Portland – New Orleans .................... 100:94
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
8-liða úrslit kvenna, annar leikur:
Kaplakriki: FH – ÍBV (0:1) ...................... 18
Schenkerhöll: Haukar – Valur (0:1).... 19.30
BLAK:
Fyrsti úrslitaleikur kvenna:
Varmá: Afturelding – Þróttur N......... 19.30
Í KVÖLD!
Framhús, 8-liða úrslit kvenna, fyrsti
leikur, mánudag 7. apríl 2014.
Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 5:5, 8:10,
11:11, 12:11, 14:15, 16:20, 19:20,
21:25, 22:26.
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhanns-
dóttir 9/3, Marthe Sördal 5, Ragn-
heiður Júlíusdóttir 3/1, Hekla Rún
Ámundadóttir 2, Hildur Marín Andr-
ésdóttir 1, Kristín Helgadóttir 1,
María Karlsdóttir 1.
Varin skot: Sunneva Einarsdóttir
11.
Utan vallar: 6 mín.
Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir
11/7, Sóley Arnarsdóttir 5, Lene
Burmo 4, Eva Björk Davíðsdóttir 2,
Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2,
Anett Köbli 1, Guðný Hjaltadóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir
14.
Utan vallar: 6 mín.
Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson
og Hafsteinn Ingibergsson.
Áhorfendur: 173.
Staðan er 1:0 fyrir Gróttu.
Fram – Grótta 22:26
Mýrin, 8-liða úrslit kvenna, fyrsti leikur,
mánudag 7. apríl 2014.
Gangur leiksins: 1:0. 7:2, 10:3, 16:6,
17:8, 20:9, 22:15, 29:18, 30:21.
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára
Kjærnested 6, Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir 5, Þórhildur Gunnarsdóttir 4,
Guðrún Ósk Kristjánsdóttir 4, Esther
Viktoría Ragnarsdóttir 3, Hildur Harð-
ardóttir 2, Helena Örvarsdóttir 2,
Sandra Sif Sigurjónsdóttir 2, Nataly
Sæunn Valencia 2.
Varin skot: Florentina Stanciu 18,
Heiða Ingólfsdóttir 1.
Mörk HK: Þórhildur Braga Þorvarð-
ardóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir
3, María Lovísa Breiðdal 3, Emma Havin
Sardardóttir 3, Fanney Þóra Þórsdóttir
2, Sigríður Hauksdóttir 2, Sóley Ívars-
dóttir 2, Gerður Arinbjarnardóttir 2.
Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir
8, Margrét Ýr Björnsdóttir 2.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Þor-
leifur Árni Ólafsson.
Áhorfendur: 250.
Staðan er 1:0 fyrir Stjörnuna.
Stjarnan – HK 30:21