Morgunblaðið - 08.04.2014, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014
Stjarnan og Víkingur úr Reykjavík
tryggðu sér um helgina sæti í átta
liða úrslitum deildabikars karla í
fótbolta, Lengjubikarsins. Víkingur
vann þá Hauka 2:1 og Stjarnan
vann Val, 2:1, með tveimur mörk-
um Veigars Páls Gunnarssonar og
liðin tryggðu sér með þessu tvö
efstu sætin í þriðja riðli keppn-
innar.
KR og Breiðablik eru komin
áfram úr fyrsta riðlinum og bæði
FH og Þór úr öðrum riðli.
Tvö síðustu sætin í átta liða úr-
slitunum fá tvö af þeim þremur lið-
um sem enda í þriðja sæti riðlanna.
Í 1. riðli er eftir hreinn úrslita-
leikur Grindavíkur og ÍA um þriðja
sætið, en ef hann endar með jafn-
tefli nær Keflavík þriðja sæti á 11
stigum.
Í 2. riðli eru Fylkismenn öruggir
með þriðja sætið. Þeir eru hins-
vegar aðeins með 8 stig ennþá en
eiga eftir að mæta Þrótti. Þann
leik þurfa Fylkismenn að vinna
með fjórum mörkum til að vera
með betri árangur en Keflavík
gæti verið með í þriðja sæti í 1.
riðli.
Í 3. riðli er ÍBV með 10 stig og
Valur 9 stig í þriðja og fjórða sæti
fyrir lokaumferðina. ÍBV á eftir að
mæta Haukum og Valur mætir
Selfossi.
Lokaumferð riðlakeppninnar
verður leikin frá fimmtudegi til
laugardags og þá skýrist hvaða tvö
lið fá síðustu sætin.
Átta liða úrslitin eru síðan leikin
á miðvikudaginn í næstu viku, 16.
apríl, undanúrslitin á öðrum degi
páska, 21. apríl, og úrslitaleikurinn
fer fram á sumardaginn fyrsta, 24.
apríl. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tvenna Veigar Páll Gunnarsson
gerði bæði mörkin gegn Val.
Sex lið komin áfram
í deildabikarnum
FRÉTTASKÝRING
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Íslenska landsliðið í handknattleik
karla verður í öðrum styrkleikaflokki
þegar dregið verður í riðla fyrir und-
ankeppni Evrópumeistaramótsins
sem haldið verður í Póllandi 17.-31.
janúar 2016. Undankeppnin hefst í
lok október á þessu ári og lýkur í júní
á næsta ári. Dregið verður í sjö fjög-
urra liða riðla í Varsjá á föstudaginn.
Tvær efstu þjóðirnar að lokinni riðla-
keppninni tryggja sér farseðilinn í
lokakeppni EM auk þeirrar þjóðar
sem nær bestum árangri af þeim sem
hafna í þriðja sæti, samtals landslið
15 þjóða og sú sextánda verður vit-
anlega gestgjafinn, Pólverjar. Þeir
halda lokakeppni stórmóts í fyrsta
sinn en mikill uppgangur hefur verið í
handknattleik eins og í mörgum öðr-
um íþróttagreinum í landinu á síðustu
árum.
Frakkar, Spánverjar
og Króatar
Í fyrsta styrkleikaflokki eru Danir,
heimsmeistarar Spánverja, Króatar,
Serbar, Ungverjar, Slóvenar og Evr-
ópumeistarar Frakka. Ljóst er að ís-
lenska landsliðið verður í riðli með
einhverjum þeirra þjóða auk eins liðs
úr þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Í
þriðja flokki eru: Austurríki, Tékk-
land, Svartfjallaland, Slóvakía, Lithá-
en, Portúgal, Holland. Í fjórða flokki
eru: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael,
Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland,
Finnland.
Ásamt Íslandi í öðrum styrk-
leikaflokki eru: Þýskaland, Make-
dónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-
Rússland og Noregur. Þessum þjóð-
um getur íslenska landsliðið ekki
dregist gegn.
Þegar litið er yfir flokka eitt, þrjú
og fjögur má segja að íslenska lands-
liðið geti verið bæði óheppið og hepp-
ið þegar dregið verður.
Af þjóðum í fyrsta flokki eru e.t.v.
Serbar, Ungverjar og Slóvenar einna
veikastir. Fyrirfram má telja landslið
Austurríkis, undir stjórn Patreks Jó-
hannessonar, Tékka og Svartfellinga
vera með bestu liðin en Slóvaka,
Litháa, Portúgala og Hollendinga
vera veika, ekki síst þrjár síðast-
nefndu þjóðirnar.
Bosnía og Hersegóvína, Sviss og
Úkraína eru að öllum líkindum með
bestu liðin í neðsta styrkleikaflokkn-
um.
Íslenska landsliðið mætir Bosníu
og Hersegóvínu í undankeppni
heimsmeistaramótsins í júní í tveim-
ur leikjum, heima og að heiman. Svo
getur farið að þjóðirnar leiði saman
hesta sína á nýjan leik í undankeppni
EM.
Athyglisvert er að Finnar verða nú
með í undankeppni EM en þeir hafa
ekki náð þeim áfanga um langt árabil.
Finnar gerðu sér lítið fyrir og skelltu
Rúmenum, samtals með einu marki,
62:61, í tveimur leikjum í forkeppni að
undankeppni sem lauk um nýliðna
helgi.
Lifa á síðustu stórmótum
Í undankeppni EM sem fram fór í
Danmörku í janúar, var íslenska
landsliðið í riðli með Hvít-Rússum,
Slóvenum og Rúmenum. Íslenska
landsliðið hafnaði í efsta sæti, stigi á
undan Hvíta-Rússlandi. Slóvenar
höfnuðu í þriðja sæti og komust ekki í
lokakeppni EM. Þar af leiðandi er at-
hyglisvert að þeir skuli vera í efsta
styrkleikaflokki við dráttinn að þessu
sinni. Ástæðan er sú að horft er aftur
til nokkurra síðustu Evrópu- og
heimsmeistaramóta þegar raðað er í
styrkleikaflokka og reiknuð saman
stig sem hvert landslið fær fyrir ár-
angur í undankeppni og á lokamótum
og þau síðan lögð saman. Þótt Slóven-
ar hafi ekki náð sér á strik í und-
ankeppni síðasta stórmóts hafa þeir á
síðustu árum yfirleitt náð góðum ár-
angri og verið í fremstu röð og því
safnað saman mörgum stigum sem
þeir njóta nú þótt gefið hafi á bátinn í
undankeppni síðasta stórmóts.
Þurfa að vera meðal átta efstu
Evrópumeistaramótið í Póllandi
árið 2016 verður afar mikilvægt mót
fyrir þau landslið sem þá þegar verða
ekki búin að tryggja sér þátttökurétt
á Ólympíuleikunum sem fram fara í
Brasilíu síðar á því ári. Mikilvægið
felst í því að þær þjóðir sem ná best-
um árangri á EM 2016 tryggja sér
keppnisrétt í forkeppni fyrir Ólymp-
íuleikana sem væntanlega mun fara
fram í apríl 2016. Það skiptir því ekki
aðeins máli að komast í lokakeppni
EM í Póllandi 2016 heldur þarf að ná
góðum árangri þar, sennilega að vera
á meðal átta efstu, til þess að komast í
forkeppni Ólympíuleikanna svo
möguleiki gefist til þess að verða með
á Ólympíuleikunum um sumarið.
Skiptir miklu fyrir ÓL 2016
Ísland í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM karla 2016
Mikilvægt að ná langt í Póllandi til að eiga möguleika á að komast á ÓL í Ríó
Morgunblaðið/Ómar
Pólland Það skýrist á föstudaginn við hvaða mótherja Snorri Steinn Guð-
jónsson og samherjar glíma um sæti í Evrópukeppninni 2016.
Styrkleikaflokkar EM
» Flokkur 1: Danmörk, Spánn,
Króatía, Frakkland, Serbía,
Ungverjaland, Slóvenía.
» Flokkur 2: Ísland, Þýskaland,
Makedónía, Rússland, Svíþjóð,
Hvíta-Rússland, Noregur.
» Flokkur 3: Austurríki, Tékk-
land, Svartfjallaland, Slóvakía,
Litháen, Portúgal, Holland.
» Flokkur 4: Bosnía, Ísrael,
Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrk-
land, Finnland.
Í byggingu Íþrótta- og ólymp-
íusambands Íslands í Laugar-
dalnum hafa flestöll sérsambönd
íþróttahreyfingarinnar skrifstofur
sínar. Starfsmenn þeirra hittast á
göngunum og í mötuneytinu og
eru eflaust flestir vel kunnugir
hver öðrum. Fara jafnvel saman í
golf, hádegisskokk eða bumbu-
bolta.
En stundum mætti halda að
þeir hefðu aðsetur hver í sínum
landshlutanum og þekktust ekk-
ert. Allavega þegar kemur að því
að raða niður stærstu viðburð-
unum í hverri grein fyrir sig. Þá
virðist hver vera í sínu horni og
ekki vita hvað granninn hefur fyrir
stafni.
Vikurnar í árinu eru 52 tals-
ins, og helgarnar jafnmargar. Sér-
samböndin eru hinsvegar ekki
nema í kringum þrjátíu og sum
með sín stærstu mót á löngum
tíma. Keppnistímabil þar sem
álagið og athyglin dreifast vel.
Hluti þeirra er hinsvegar með sitt
stóra mót, Íslandsmót, um eina
helgi á ári.
Og einhverra hluta vegna
hafa sérsamböndin þá tilhneig-
ingu að velja mörg í einu sömu
helgarnar. Eftir tiltölulega rólega
tíð undanfarið voru um liðna helgi
Íslandsmót í badminton, Íslands-
mót fatlaðra, Íslandsglíman og
Skíðalandsmót Íslands að berjast
um athygli fjölmiðlanna. Sem líka
þurftu að fylgjast með úrslita-
leikjum í körfubolta, landsleikjum
í fótbolta og handbolta ásamt
fleiru sem var í gangi í íþrótta-
heiminum.
Það gefur augaleið að erfitt
var að sinna öllum og umfjöllun
um hvern viðburð fyrir sig mark-
aðist af tímaskorti og plássleysi.
Svo skilja forsvarsmenn sam-
bandanna ekkert í því að ekki
skuli ítarlegar fjallað um þeirra
grein. Mótahald einstakra greina
hlýtur að mega samræma betur.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Alfreð Finnbogason skoraði um
helgina sitt 50. mark á tæplega
tveimur keppnistímabilum með
Heerenveen í hollensku úrvalsdeild-
inni. Hann gerði þá þriðja markið í
3:0-sigri á PSV Eindhoven og hefur
þá skorað 26 mörk í 28 leikjum liðs-
ins á þessu keppnistímabili en gerði
24 mörk í 33 leikjum í fyrra.
Alfreð er þar með sá fyrsti í fjög-
ur ár til að skora 50 mörk á tveim-
ur árum í Hollandi. Síðastur til
þess á undan honum var enginn
annar en Luis Suárez, núverandi
framherji Liverpool, sem skoraði 35
mörk fyrir Ajax tímabilið 2009-10
og 22 mörk veturinn á undan, eða
57 mörk samtals á tveimur tímabil-
um.
Skákaði keppinautnum
Alfreð náði með þessu marki
gegn PSV að verða á undan helsta
keppinaut sínum um markakóng-
stitilinn í Hollandi, ítalska fram-
herjanum Graziano Pelle hjá
Feyenoord, til að ná 50 mörkunum.
Pelle gerði 27 mörk í fyrra og er
kominn með 22 mörk í vetur, eða 49
samtals.
Wilfried Bony, sem nú leikur
með Swansea í ensku úrvalsdeild-
inni, komst nálægt þessu en hann
gerði 48 mörk á tveimur tímabilum,
frá 2011 til 2013.
Aron stefnir á bronsið
Aron Jóhannsson, sem skoraði
fyrir AZ gegn Roda á sunnudaginn,
er þriðji markahæstur í Hollandi
með 17 mörk, þremur mörkum á
undan næsta manni, og stendur því
vel að vígi í baráttunni um brons-
skóinn.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyr-
ir Ajax gegn Vitesse og er kominn
með 10 mörk. Þrír Íslendingar eru
því í hópi fjórtán markahæstu
manna deildarinnar í vetur, og þeir
eru allir markahæstir hjá sínu liði á
tímabilinu. Kolbeinn hefur þar með
náð að skora gegn öllum keppinaut-
um Ajax um hollenska meistaratit-
ilinn í vetur, Feyenoord (tvisvar),
Twente, Vitesse og PSV.
Alfreð fetar í
fótspor Suárez
Fyrstur á eftir Luis Suárez að skora
50 mörk á tveimur árum í Hollandi
Morgunblaðið/Golli
Fimmtíu Alfreð Finnbogason er
markahæstur í Hollandi í vetur.
AFP
57 Luis Suárez skoraði grimmt
fyrir Ajax árin 2008 til 2010.