Morgunblaðið - 10.04.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.04.2014, Qupperneq 1
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Eins og er get ég ekkert annað en beðið eftir að mér batni. Hversu lang- an tíma það tekur veit enginn,“ segir Stella Sigurðardóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður danska liðsins SönderjyskE. Stella hlaut tvö þung höfuðhögg í leikjum með skömmu millibili og hef- ur ekki bitið úr nálinni með afleið- ingar þeirra. Fyrra höggið fékk hún í landsleik í lok nóvember og hið síðara í byrjun janúar. Þess utan skaddaðist vinstra augað við fyrra höggið sem var á gagnaugað. Hún hefur endurheimt sjónina en lítill svartur blettur sem hún sér, einkum við snöggar hreyf- ingar fylgir henni hugsanlega ævi- langt. Bletturinn er afleiðing þess að taugaþræðir í auganu sködduðust. „Ég veit ekki hversu langur tími líður til viðbótar áður en ég get farið af stað á nýjan leik og æft af krafti,“ segir Stella sem getur lítið sem ekk- ert reynt á sig líkamlega. „Tíu mín- útur á þrekhjóli eru þrekraun,“ segir Stella sem fær höfuðverk við nánast minnstu áreynslu. Var hálfslöpp í desember Stella segir að eftir fyrra höggið hafi hún mest haft hugann við augað sem skaddaðist. Hún hafi ekki leitt svo mikið hugann að höfuðhögginu sem slíku og afleiðingum þess. „Ég var þó alltaf hálfslöpp í desember, eins og það væri slen yfir mér og kraftleysi. Ég hafði oft orð á þessu við Tandra [Má Konráðsson] sam- býlismann minn. Stundum var eins um mígrenishöfuðverk væri að ræða. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að æfa en í fyrsta leik í janúar með Sönder- jyskE í dönsku deildinni fékk ég ann- að högg. Eftir það var ég alveg úr leik og hef verið síðan,“ segir Stella. „Ég hef verið heima og helst ekki getað gert neitt. Eins og gefur að skilja hefur það verið andlega mjög erfitt. Ég gat ekki farið í heimsókn á æfingar með liðinu eða á leiki. Það var mér um megn líkamlega. Þar af leiðandi hef ég einangrast sem er leið- inlegt fyrir sálina. Það er ferlegt að vera kippt út úr daglegum venjum. Undanfarnir mánuðir hafa tekið hrikalega á.“ Heilaskaði og minnistruflanir Stella hefur farið í rannsóknir bæði í Danmörku og hér heima á Íslandi. Hún var t.d. í hálfan mánuð í rann- sóknum og æfingum á Grensásdeild- inni í síðasta mánuði. „Þá komu meðal annars í ljós minnistruflanir. Ég kveiki ekki alveg á réttu orðunum til dæmis ef mér er réttur hlutur sem ég á að þekkja þá þarf ég stundum tíma til þess að segja hvaða hlutur þetta er þótt ég þekki hann. Ég er lengi að kalla fram rétta orðið. En þetta er semsé heilaskaði. Mér er sagt að hann sé ekki alvarlegur og muni ganga til baka. Þessu hefur ver- ið líkt við að bækur falli niður úr hillu. Það tekur sinn tíma að raða þeim upp í hilluna á nýjan leik,“ segir Stella sem segir andlega líðan hafa verið slæma á síðustu mánuðum fyrir utan linnulítinn höfuðverk og ógleði. Stellu hefur verið ráðlagt að lesa og reikna til þess að þjálfa heilann. Einn- ig slíkt reynir mjög á og segist Stella ekki geta setið við lestur eða reikning meira en í klukkustund á dag. Ef ég sit lengur við þá kostar það enn meiri höfuðverki. Engu að síður reynir hún eftir megni að sinna fjarnámi í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Óttaðist það versta „Fyrst eftir síðara höggið velti ég öllu því versta fyrir mér og hvort það væri ekki eitthvað alvarlegra að. Ég fór svo loks í heilaskanna og eftir hann létti mér mjög þegar ljóst var að ekkert slæmt var á ferðinni svo sem heilaæxli,“ segir Stella. Læknar geta ekki fullyrt hvað ná- kvæmlega kom fyrir heilann í Stellu en talið er að um heilahristing hafi verið að ræða og jafnvel hafi komið mar á heila. Hinsvegar leið of langur tími frá síðara högginu og þangað til Stella fór í heilaskanna til að hægt væri að greina hvort heilinn hefði marist eða ekki. Það er alvarlegt að fá einu sinni heilahristing um ævina, hvað þá tvisvar með fárra vikna millibili. Í hvert skipti tekur lengri tíma fyrir heilann að jafna sig. Stella segir að þessi tvö þungu högg í desember og janúar bætist við högg og heilahrist- ing sem hún fékk í kappleik með Fram í leik við Val í úrslitum Íslands- mótsins vorið 2010. „Þá fékk ég högg á gagnaugað og rotaðist og var tíu til tólf daga að jafna mig,“ segir Stella sem nýverið var minnt á þetta atvik sem hún hafði gleymt. „Ég var svo fljót að jafna mig og mundi ekki eftir þessu atviki fyrr en móðir mín rifjaði það upp á dögunum.“ Aðalatriði að ná heilsu „Ég verð að sjá til hvernig heilsu- farið verður áður en ég get ákveðið hvenær ég spila handbolta á nýjan leik. Sumir segja að kannski geti ég farið af stað í haust aðrir að raunhæf- ara sé að það verði í byrjun næsta árs. Ég veit ekkert um það. Aðal- atriðið er að ná heilsu á nýjan leik. Læknar segja mér að ég verði að ná að verða „gamla Stella“ aftur áður en ég fer af stað. Það er enn svolítið langt í hana,“ segir Stella. „Það er ljóst að það mun taka lang- an tíma að komast í líkamlegt form aftur. Þess utan þarf ég vinna til baka sjálfstraustið, að þora að fara út í leikinn aftur. Það mun kosta mikla vinnu að koma til baka á nýjan leik en verður ekki óyfirstíganlegt,“ segir handknattleikskonan Stella Sigurð- ardóttir. Enn langt í „gömlu“ Stellu  Hefur nánast verið rúmliggjandi síðan í byrjun janúar eftir tvö þung höfuðhögg  Óvíst hvenær landsliðskonan Stella Sigurðardóttir getur hafið æfingar á ný  Einangrunin hefur tekið mjög á Morgunblaðið/Golli Óvissa Stella Sigurðardóttir spilar ekki handbolta á næstunni. FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2014 ÍÞRÓTTIR Undankeppni HM Ísland mætir Möltu á útivelli í dag og freistar þess að vinna fimmta leikinn í röð. Gert ráð fyrir að Malta verjist mjög aftarlega. Getur reynt á þolinmæðina, segir Freyr Alexandersson 4 Íþróttir mbl.is HK sigraði Stjörnuna í fyrsta úr- slitaleik liðanna um Íslandsmeist- aratitil karla í blaki þegar liðin mættust í gærkvöld í Fagralundi í Kópavogi. Leiknum lauk 3:2 fyrir HK eftir oddahrinu. HK virtist hafa leikinn í hendi sér eftir að liðið vann fyrstu tvær hrin- urnar, 25:16 og 25:21, og komst í 2:0. Þá tók Stjarnan við sér og jafn- aði leikinn í 2:2 með því að vinna næstu tvær hrinur, 25:20 og 25:14, og lítið gekk upp í leik HK. HK vann svo oddahrinuna 15:12 og leikinn um leið 3:2 og hefur nú 1:0 forystu í einvíginu þar sem vinna þarf þrjá leiki til að verða Ís- landsmeistari. Liðin mætast næst á laugardag. thorkell@mbl.is HK vann fyrsta leik eft- ir oddahrinu Morgunblaðið/Golli Barátta Það var hart barist í fyrsta úrslitaleik HK og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í blaki í Fagralundi í gærkvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari og er HK nú yfir í úrslitaeinvíginu 1:0. 10. apríl 1980 Ísland vinnur stórsigur á Noregi, 83:58, í fyrsta leik á Norður- landamóti karla í körfuknattleik sem fram fer í Bærum í Noregi. Afburða- góður leikur, segir Einar Bollason landsliðsþjálfari við Morgunblaðið. Pétur Guðmundsson skorar 23 stig og Jón Sigurðsson 14. 10. apríl 1984 Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik leggur Frakka að velli í annað sinn á tveimur dögum, 22:18, í vináttulandsleik á Akra- nesi. Kristjána Aradóttir og Ing- unn Bernótusdóttir skora sex mörk hvor. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.