Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2014
Ert þú að leita að fjölbreyttu
og spennandi framtíðarstarfi?
Hefur þú lokið háskólaprófi? (B.A./B.S./B.Ed.)
Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á tveggja ára
meistaranám sem veitir þér starfsréttindi að námi loknu
» Leikskólakennari
Menntunarfræði leikskóla M.Ed. er tveggja ára 120 eininga nám og ætlað þeim sem lokið hafa
B.A./B.S./B.Ed. prófi. Hægt er að velja á milli stað- og fjarnáms en skyldumæting er í staðlotur
og vettvangsnám.
» Grunnskólakennari
Kennslufræði grunnskóla er 120e meistaranám í náms- og kennslufræði og er ætlað þeim sem hafa
lokið bakkalárgráðu (B.A./B.S./B.Ed.) sem felur í sér að minnsta kosti 120e í kennslugrein grunnskóla.
Gráðan veitir einnig heimild til að kenna viðkomandi grein í fyrstu áföngum framhaldsskóla. Hægt er
að velja á milli stað- og fjarnáms en skyldumæting er í staðlotur og vettvangsnám.
» Framhaldsskólakennari
Námið er ætlað þeim sem vilja afla sér réttinda til að kenna sérgrein sína í framhaldsskóla og heim-
ildar til að kenna hana á unglingastigi í grunnskóla. Í náminu fléttast saman bóklegt nám og starfs-
þjálfun á vettvangi. Námið veitir réttindi til að kenna sérgrein í framhaldsskóla og heimild til að
kenna hana á unglingastigi í grunnskóla. Kjarnanámskeið eru kennd í staðnámi en að öðru leyti er
val milli stað- og fjarnáms. Námið er skipulagt í samvinnu við önnur svið Háskólans.
Við inntöku í framhaldsnám á meistarastigi
gildir sú meginregla að umsækjandi hafi
lokið fyrstu háskólagráðu (B.A./B.S./B.Ed.).
Kennsla á þessum námsleiðum fer fram á
íslensku og er kennt í staðnámi og fjarnámi.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl
Sótt er um á heimasíðu Háskóla Íslands www.hi.is
» Nánari upplýsingar veitir Sigríður Pétursdóttir
deildarstjóri Kennaradeildar við Menntavísinda-
svið Háskóla Íslands í síma 525 5917 eða
í tölvupósti kennaradeild@hi.is
Áformaðar aðgerðir landeig-
enda í Reykjahlíð í Mývatns-
sveit, sem hyggjast selja að-
gang að Dettifossi,
Leirhnjúk, Kröflu og fleiri
stöðum með sérstökum
passa, eru áhyggjuefni.
Þetta kemur fram í pistli frá
Markaðsstofu Norðurlands.
Þar segir að fólk í ferðaþjón-
ustu nyrðra sé uggandi yfir
þróun mála, það er að selja
eigi aðgang að æ fleiri stöð-
um í landinu. Það sé ekki í
samræmi við íslenska gest-
ristni. Landeigendur í Mý-
vatnssveit hafa gefið út að
peningum sem nást í hús með
gjaldtöku verði varið til að
byggja þjónustumiðstöðvar
með salernum, veit-
ingaaðstöðu og fleira. Þá
verði öryggi ferðamanna
bætt til muna.
Skaðar orðspor
Stjórn Markaðsstofu Norð-
urlands hefur, segir í frétta-
tilkynningu, hvatt stjórnvöld
til að bregðast við yfirvof-
andi hættu á óafturkræfum
náttúruspjöllum sem steðja
að fjölförnum ferð-
mannastöðum með fjölgun
ferðamanna. Hefur í vetur
verið unnið náið með stjórn-
völdum að útfærslu á nátt-
úrupassa fyrir ferðamenn.
„Sjálfsagt mál er að land-
eigendur sem og aðrir
ákveði að setja upp ferða-
þjónustu og taki þóknun fyr-
ir veitta þjónustu, þegar lagt
hefur verið í fjárfestingu á
svæðinu og þjónustan byggð
upp. Þannig geta þeir haft
arð af eign sinni án þess að
taka greiðslur aðeins fyrir
eðlilegan aðgang að sér-
stæðum náttúruperlum,“
segir Markaðsstofa Norður-
lands. Ennfemur að ferða-
þjónustufólk hafi þegar
ákveðið að sniðganga þau
svæði þar sem á að hefta að-
gengi. sbs@mbl.is
Jökulsá á Fjöllum Áform landeigenda í Mývatnssveit, sem
hyggjast selja aðgang m.a. að Dettifossi, skapa áhyggjur.
Innheimtusvæði
verða sniðgengin
Náttúruperlur verði án end-
urgjalds Íslensk gestrisni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðamaður Kátur Sviss-
lendingur í Námaskarði.
Verkfræðistofan Verkís og Arkís arki-
tektar vinna nú að hönnun sundhallar í
Asker, skammt norðan við Osló í Noregi.
Áætlaður kostnaður er 4,5 milljarðar
ISK. Sundlaugin á að ná viðmiðum svo-
kallaðs Passiv hus. Krafa um slík mann-
virki er sjálfbær orkunýting skv.
ákveðnum skilyrðum. Stór hluti orkuöfl-
unar fyrir mannvirkið er á lóð þess.
Í sundhöllinni verður æfinga- og
keppnislaug, 25 m löng, með átta braut-
um. Þá verður þar minni kennslu- og
endurhæfingarlaug. Nýju sundhöllinni
hefur verið valinn staður við Holme-
skæret í Asker en þar er ein af vinsælli
ströndum á svæðinu og er fyrsta skref
sveitarfélagsins í Asker í að byggja
svæðið upp sem framtíðar íþrótta- og úti-
vistarsvæði.
Fyrirhugað er að taka mannvirkið í
notkun eftir þrjú ár. sbs@mbl.is
Noregur Svona líta fyrst drög að sundlauginni í Asker út, en áformað er að byggingin verði tekin í gagnið eftir um það bil tvö ár.
Hanna umhverfisvæna sundhöll
Verkís og Arkís sinna verkefni við íþróttamannvirki í Asker Þörf er á embætti umboðs-manns sjúklinga til að mæta
þörf á upplýsingum. Þetta er
mat forystumanna ÖBÍ, Geð-
hjálpar og SÍBS sem kynntu
Kristjáni Þór Júlíussyni heil-
brigðisráðherra sjónarmið
sín á fundi í vikunni.
Í tilkynningu segir að að-
gangur að upplýsingum og
ráðgjöf og stuðningi til að
fylgja erindum sínum eftir
sé erfiðu. Mál sé oft flókin
og snúin hvað varðar úr-
lausn þeirra. Þá sé hætta á
að sambærileg erindi séu
leyst með ólíkum hætti frá
einni stofnun til annara og
því verði að bæta úr.
sbs@mbl.is
Vilja umboðsmann sjúklinga
Fjölga þarf íbúðum og lækka
leiguverð en ekki á kostnað
skattgreiðenda. Þetta segir í
ályktun Heimdalls, félags
ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, sem harmar stöðu
húsnæðismála ungs fólks.
Segir að meira en 1.000 nem-
ar séu á biðlista eftir stúd-
entaíbúðum og þúsundir fleiri
í leit að húsnæði við hæfi.
Heimdellingar segja að nú
sé mun dýrara fyrir ungt fólk
að flytja að heiman en á árum
áður. Reglugerðir, lóða-
skortur og háir skattar stuðli
að háu húsnæðisverði svo erf-
itt er fyrir einkaaðila að koma
til móts við þarfir ungs fólks
sem vill ódýrt húsnæði. Þá
vilja Heimdellingar afnám
fjármagnstekjuskatts á leigu-
tekjur.
„Að lokum vill félagið gagn-
rýna tillögur Samfylking-
arinnar sem fela í sér að borg-
aryfirvöld fari í samkeppni á
leigumarkaði. Borgaryfirvöld
eiga svo sannarlega ekki að
vera í leigustarfsemi, sér-
staklega þegar hægt er að
leysa húsnæðisvandann með
markaðsmiðuðum lausnum án
þess að blása út velferð-
arþjónustu hins opinbera,“
segir Heimdallur.
Vilja markaðslausnir
í húsnæðismálum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fasteignir Íbúðaverð er hátt
og margir í vanda staddir.