Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 5. J Ú N Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 132. tölublað 102. árgangur
VIÐ SKJÓTUM
ÖÐRUVÍSI
EN RÚSSAR
ÞÍÐA FISK
TIL FREKARI
VINNSLU
ALÞJÓÐLEGA
TÓNLISTARAKA-
DEMÍAN Í HÖRPU
VIÐSKIPTAMOGGINN UNGIR EINLEIKARAR 38SKÝTUR AF BYSSU 10
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sölusprenging Sala á mjólkurafurðum
gengur vel og framleiðslan eykst.
Sölusprenging í mjólkurafurðum
frá síðasta ári heldur áfram ef horft
er á síðustu 12 mánaða tímabil und-
ir lok apríl. Innvigtun mjólkur í
landinu var í liðinni viku 2.860 þús-
und lítrar sem er tæplega 260 þús-
und lítrum meira en í sömu viku á
síðasta ári. Aukningin nemur 10%.
Bændur hafa brugðist við aukning-
unni með því að auka framleiðsluna
með aukinni kjarnfóðurgjöf og
dregið að slátra mjólkurkúm.
„Við sáum verulega aukningu í
sæðingu á síðustu mánuðum síðasta
árs og hún hefur haldið áfram eftir
áramót. Kvígurnar munu koma inn
í framleiðsluna í auknum mæli nú í
sumar,“ segir Baldur Helgi Benja-
mínsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands kúabænda, um þróun
framleiðslunnar. »17
Sölusprenging í
mjólkurafurðum
heldur áfram
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Ég er búinn að vera í útirækt í 34 ár
og þetta er besta vor sem ég hef upp-
lifað á mínum ferli. Við fáum sól og
hita og rigningu eins og eftir pönt-
unum, þannig að það er ekki hægt að
hafa það betra,“ segir Guðjón Birg-
isson, garðyrkjubóndi á garðyrkju-
stöðinni Melum á Flúðum. Guðjón
býst við mjög góðri og ríkulegri
grænmetisuppskeru í ár og að hún
verði komin snemma í verslanir ef
fram fer sem horfir. Vorið hefur leik-
ið við bændur víða um land og kjör-
vaxtarskilyrði verið fyrir gróðurinn.
Sláttur hófst á bænum Teigi í Eyja-
fjarðarsveit í gærmorgun og allt útlit
er fyrir að fleiri bændur í Eyjafjarð-
arsveit hefji slátt á næstu dögum.
Grasið liggur á köflum
Á Suðurlandi bíða bændur eftir
þurrki en búist er við að margir hefji
slátt um helgina. „Við byrjum trú-
lega á morgun eða hinn. Það er kom-
ið vaðandi gras sem liggur orðið á
köflum, það hefur sprottið svo hratt
síðustu daga. Þetta gæti ekki verið
betra, það eru kjöraðstæður fyrir
sprettuna og nú þurfum við bara
þurrk,“ sagði Ólafur Eggertsson,
bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll-
um, þegar blaðamaður ræddi við
hann í gær.
Ólafur er mjög bjartsýnn á sum-
arið eins og aðrir bændur. „Allt korn
hefur spírað mjög vel og hveit-
iræktin hefur aldrei verið eins falleg.
Þetta er eftirminnilegt vor og gaman
að fá eitt og eitt þannig.“ »6
Bændur bjartsýnir á sumarið
Vorið hefur verið einmuna gott Kjörskilyrði fyrir sprettu Sláttur hafinn í
Eyjafjarðarsveit og hefst víða á næstunni Grænmetisuppskera verður ríkuleg
Ljósmynd/Benjamín Baldursson
Loðið Sláttur á Teigi í Eyjafirði.
Morgunblaðið/Ómar
Króna Miðað við bókfært eiginfjárvirði
er 20% hlutur metinn á 35 milljarða.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Sá möguleiki hefur verið ræddur af
hálfu fulltrúa slitabús Glitnis að selja
tiltekinn hlut af 95% eignarhlut
kröfuhafa í Íslandsbanka – hugsan-
lega 20-25% – til hóps lífeyrissjóða
fyrir íslenskar krónur.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa slíkar hugmyndir verið
viðraðar nýlega á fundum með for-
svarsmönnum lífeyrissjóða. Aðeins er
um að ræða tillögur á þessu stigi og
hafa engar verðhugmyndir verið
ræddar. Miðað við bókfært eiginfjár-
virði Íslandsbanka er 20-25% hlutur
metinn á um 35-45 milljarða króna.
Að sögn heimildarmanna telja
sumir fulltrúar Glitnis að slík sala geti
liðkað fyrir áformum um að selja stór-
an eignarhlut bankans til erlendra
fjárfesta fyrir gjaldeyri.
Bandaríski fjárfestingabankinn
Moelis & Company hefur haft umsjón
með söluferli bankans frá því sl.
haust. Hjörleifur Pálsson, fyrrver-
andi fjármálastjóri Össurar, hefur
einnig komið að þeirri vinnu sem ráð-
gjafi fyrir hönd Glitnis. »Viðskipti
Skoðar sölu fyrir krónur
Hugmynd að selja 20% hlut í Íslandsbanka til lífeyrissjóða
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í
gærkvöld lokaleik sinn áður en undankeppni
Evrópumótsins hefst í haust, þegar það lagði
Eistland að velli, 1:0, á Laugardalsvellinum.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið sem
er hans fimmtánda mark fyrir Íslands hönd
og hann er orðinn þriðji markahæsti lands-
liðsmaður Íslands frá upphafi, aðeins 24 ára
gamall. » Íþróttir
Sigur í síðasta leiknum fyrir undankeppni EM
Morgunblaðið/Golli
Landsmenn
ætla margir
hverjir að nýta
sér hvítasunnu-
helgina til
ferðalaga.
Heimsóknir á
upplýsingasíðu
um tjaldsvæði
landsins tóku
kipp þegar
fréttist af góðri
veðurspá um helgina.
Ferðalangar eru hvattir til að
fara varlega um helgina og minntir
á bílbeltin. »4
Ferðasumarið
hefst næstu helgi
Ferðalög Margir
leggja land undir fót.
Hlutur íslenska ríkisins í hlutafé við-
skiptabankanna er mun meiri en ann-
arra Evrópuríkja sem hafa reitt fram
hvað hæstu fjárhæðirnar til að bjarga
innlenda bankakerfinu sínu í kjölfar
fjármálakreppunnar.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Bankasýslu ríkisins sem er birt í dag.
Þannig var hlutur ríkisins 16,4% sem
hlutfall af skuldum hins opinbera í
árslok 2013 en það er um tvöfalt
hærra en í tilfelli gríska ríkisins. Að
sama skapi er hlutur ríkisins í bók-
færðu eigin fé bankanna tæplega 15%
í hlutfalli við landsframleiðslu sem er
það hæsta í samanburði við önnur
Evrópulönd.
Frá því að ríkið eignaðist núver-
andi eignarhluti í Landsbankanum,
Arion banka og Íslandsbanka árið
2009 hefur hlutur þess í eigin fé þeirra
aukist um 120 milljarða. Á síðasta ári
jókst hlutur ríkisins í eigin fé bank-
anna úr 12,2% í 14,7% af landsfram-
leiðslu og hefur aldrei í sögunni verið
jafnhár. hordur@mbl.is »Viðskipti
Hlutur ríkisins um 15%
af landsframleiðslu
Aldrei átt meiri hlut í bankakerfinu