Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Flestir hálendisvegir eru lokaðir
allri umferð. Enn er snjór til traf-
ala. Vegagerðarmenn eru þessa
dagana að kann ástand vega, meðal
annars Kjalvegar. Ekki er útlit fyr-
ir að hann verði opnaður fyrr en
upp úr miðjum mánuði.
Vegurinn um Kaldadal hefur ver-
ið opnaður. Enn er verið að laga
veginn og hann er því aðeins talinn
fær fjórhjóladrifnum bílum.
Kjalvegur hefur oft verið opn-
aður fyrrihluta júnímánaðar, einnig
vegurinn inn í Eldgjá og Laka og
inn í Landmannalaugar um miðjan
júní. Bjarni Jón Finnsson, yfirverk-
stjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýr-
dal, segir að snjór sé enn á veg-
unum innantil. Segir Bjarni að
snjólína virðist liggja frá Galta á
Lakavegi, um Herðubreiðarháls og
inn í Landmannalaugar en lítill
snjór beggja vegna. Að öðru leyti
virðist vegirnir hafa komið vel und-
an vetri.
Ástandið verður metið í næstu
viku og athugað hvort hægt verður
að opna þessa vegi fyrir umferð.
Vegagerðin hefur látið moka snjó á
suðurhluta Kjalvegar og í samvinnu
við Fannborg hf. sem rekur ferða-
þjónustu í Kerlingarfjöllum. Guð-
mundur Guðbrandsson, vegaverk-
stjóri á Selfossi, var á Kili í gær að
kanna aðstæður. Hann telur ekki
líkur á að hægt verði að byrja að
hefla fyrr en um miðjan mánuðinn.
Það fari þó eftir tíðarfari. Hugs-
anlega verði hægt að opna fyrir
fjórhjóladrifna bíla inn í Kerling-
arfjöll í byrjun næstu viku.
„Það er hagsmunamál okkar að
vegurinn sé opnaður sem fyrst eftir
mánaðamótin maí og júní. Þess
vegna viljum við leggja okkar af
mörkum og erum í góðu samstarfi
við Vegagerðina,“ segir Páll Gísla-
son, einn af eigendum Fannborgar.
Byrjað að hefla á Kili
um miðjan mánuð
Flestir hálendisvegir enn lokaðir Opið um Kaldadal
Ljósmynd/Páll Gíslason
Hálendi Starfsmenn Fannborgar mokuðu nýlega í gegnum skafla á leiðinni
inn í Kerlingarfjöll. Vegagerðarmenn sáu til reiðhjólafólks á Kili í gær.
Farþegar í flugi Icelandair frá
Brussel til Keflavíkur máttu bíða í
32 klukkustundir frá áætlaðri brott-
för á þriðjudag áður en vélin hélt af
stað klukkan rúmlega 21 í gær. Að
sögn Gunnlaugs Hlyns Birgissonar,
eins farþega í fluginu, voru þeir
komnir um borð þegar þeir voru
kallaðir frá borði að nýju. Skömmu
síðar var þeim tjáð að um vélarbilun
væri að ræða og að upphaflega hefði
seinkunin átt að vera 4-6 klst.
Hann sagði farþega ósátta. „Við
spurðum hvort ekki væri betra að
senda aðra vél en fengum þær upp-
lýsingar að fyrirtækið teldi svo ekki
vera,“ segir Gunnlaugur.
Hann hafði það eftir flugstjóra
vélarinnar að ástæða svo mikillar
seinkunar hefði verið sú að bíða
þurfti eftir sendingu með varahluti.
Farþegar fengu gistingu á flugvall-
arhóteli auk máltíða meðan á biðinni
stóð. Að sögn Gunnlaugs voru 30-40
farþegar eftir af um 100 sem upp-
haflega áttu að fara með vélinni.
Ekki náðist í talsmann Icelandair við
vinnslu fréttarinnar. vidar@mbl.is
Farþegar með flugi Icelandair frá Brussel
biðu í 32 klukkustundir eftir brottför
Mörgum var brugðið í miðbæ Reykjavíkur
síðdegis í gær þegar fjöldi slökkviliðsbíla
og lögreglubíla kom þeysandi að Stjórn-
arráðshúsinu við Lækjargötu, þar sem
forsætisráðuneytið er til húsa. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og
starfsfólk hans sáust ganga hröðum skref-
um út úr húsinu. Hringdu margir vegfar-
endur í Morgunblaðið til að leita fregna.
Engin alvara var þó á ferð. Ekki var um
bruna að ræða, heldur var verið að æfa
viðbrögð við eldsvoða.
Hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu
fengust þær upplýsingar að æfð hefði ver-
ið sérstök rýmingaráætlun Stjórnar-
ráðshússins. Hefði því verið nauðsynlegt
að gera aðstæður allar sem raunveruleg-
astar.
Æfingin heppnaðist vel og að henni lok-
inni héldu ráðherrann og samstarfsfólk
hans á ný til skrifstofa sinna.
Morgunblaðið/Þórður
Brunaæfing Forsætisráðherra og samstarfsfólk hans biðu róleg fyrir utan Stjórnarráðshúsið meðan slökkviliðsmenn athöfnuðu sig.
Brunaæfing
í Stjórnar-
ráðshúsinu
Guðmundur Magnúson
gudmundur@mbl.is
Viðræður um meirihlutasamstarf
Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar
framtíðar í Kópavogi ganga vel.
Stefnt er að því að fá niðurstöðu um
helgina. Theodóra S. Þorsteinsdótt-
ir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir
að Ármann Kr. Ólafsson verði áfram
bæjarstjóri nái flokkarnir saman,
enda hafi hann fengið ótvíræða
traustsyfirlýsingu kjósenda í kosn-
ingunum.
Björt framtíð ræðir einnig við
Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði um
meirahlutasamstarf. Hófust form-
legar viðræður í gær. „Það er góður
málefnalegur samhljómur á milli
okkar,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir,
oddviti sjálfstæðismanna. Hún sagði
að óformlegar þreifingar hefðu verið
á milli allra flokka að undanförnu og
í þeim hefði komið í ljós að mestur
samhljómur væri á milli Sjálfstæð-
isflokksins og Bjartrar framtíðar.
„Í kosningunum kölluðu bæjarbú-
ar eftir breytingum og því er eðlilegt
að láta reyna á samstarf þessara
tveggja flokka,“ sagði Rósa.
Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti
Bjartrar framtíðar, hafði viðrað þá
hugmynd að allir flokkar í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar tækju höndum
saman um stjórn bæjarins. Sameig-
inlegur fundur flokkanna hefur hins
vegar ekki verið haldinn. Rósa Guð-
bjartsdóttir segir að sjálfstæðis-
menn og Björt framtíð leggi áherslu
á víðtækt samstarf allra kjörinna
fulltrúa í bæjarstjórn, þótt um hefð-
bundna skiptingu í meirihluta og
minnihluta verði að ræða.
Í Borgarbyggð hafa fulltrúar
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks náð samkomulagi um myndun
meirihluta og ráðið Kolfinnu Jó-
hannesdóttur, núverandi skóla-
meistara Menntaskóla Borgar-
fjarðar, í starf sveitarstjóra.
Meirihlutaviðræður Samfylkingar,
Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna
og Pírata í Reykjavík halda áfram í
dag.
„Samhljómur milli okkar“
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð ræða samstarf í Kópavogi og Hafnarfirði
Búist við niðurstöðu í viðræðunum á báðum stöðunum á allra næstu dögum
Meirihlutar að fæðast
» Nýr meirihluti Sjálfstæðis-
flokks og Bjartrar framtíðar í
Kópavogi gæti séð dagsins ljós
um helgina.
» Talsverðar líkur eru á meiri-
hlutasamstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Bjartrar framtíðar í
Hafnarfirði.
Það gekk á með
þrumum og eld-
ingum víða á suð-
vesturhorni
landsins í gær
samhliða miklum
skúrum. „Svona
veður er nógu
sjaldgæft á Ís-
landi til þess að
við tökum eftir
því,“ sagði Elín
Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í
samtali við Morgunblaðið.
Elín setti færslu um þrumuveðrið
inn á Facebook-síðu Veðurstof-
unnar í gærkvöldi og spunnust af
því nokkrar umræður.
Elín segir að veðurskilyrðin sem
ollu þrumuveðrinu, kuldi í háloft-
unum og hlýindi við jörðu, séu ekki
í kortunum næstu daga. Framhald
verði því ekki á þessu veðri.
Ekki verður fram-
hald á þrumuveðri
Elín Björk
Jónasdóttir
Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn
fimmtudaginn 19. júní nk. kl. 18:00 að Hlíðarenda
Dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum
félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995.
1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs.
2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kjör stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda.
7. Önnur mál.
Áður en fundurinn hefst verður kynning á upp-
byggingaráformumHlíðarendareits og hefst hún kl. 17:00.
Boðið verður upp á léttar veitingar eftir kynninguna.
AÐALFUNDUR
VALSMANNA hf