Morgunblaðið - 05.06.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Fyrsta helgin í júní er að ganga í
garð, veðurspáin er góð og ætla því
margir landsmenn að nýta sér hvíta-
sunnuhelgina til ferðalaga.
„Yfirleitt er það fyrsta helgin í júlí
sem er fyrsta stóra ferðahelgin en
allar helgar sumarsins eru þó stórar
ferðahelgar,“ segir Guðbrandur Sig-
urðsson, aðalvarðstjóri umferðar-
deildar lögreglunnar, aðspurður
hvort lögreglan verði með aukinn
viðbúnað um helgina.
Hefðbundið umferðareftirlit verð-
ur á föstudag og sunnudag þegar íbú-
ar höfuðborgarsvæðisins leggja leið
sína úr og í bæinn en lögreglan mun
fylgjast sérstaklega með ferðavögn-
um.
Guðmundur Lúther Hallgrímsson,
sölustjóri hjá Búngaló, leigumiðlun
fyrir sumarhús, segir margar af þeim
eignum sem þeir hafi á skrá hjá sér í
útleigu næstu helgi en þær eru um
400 talsins.
„Það er aukning á bókunum frá Ís-
lendingum þessa helgi umfram aðrar
helgar og þá sérstaklega á þeim eign-
um sem eru innan 200 kílómetra rad-
íuss frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Guðmundur.
Útilegusumarið er að hefjast
Landsmenn virðast einnig ætla að
tjalda um helgina, segir Geir Gígja
sem rekur upplýsingavef um tjald-
svæði landsins, tjalda.is. Hann segir
að útilegusumarið hefjist af alvöru
um næstu helgi. „Heimsóknir á síð-
una tóku kipp þegar fréttist af góðri
veðurspá um helgina, mest er verið
að skoða tjaldsvæði á Suður- og Vest-
urlandi,“ segir Geir.
„Þrátt fyrir að komandi helgi sé
fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins hjá
okkur Íslendingum má segja að allar
helgar sumarsins séu stórar þegar
kemur að erlendum ferðamönnum,“
segir Helga Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar. „Samhliða þeirri fjölgun
sem hefur orðið á erlendum ferða-
mönnum sem sækja Ísland heim all-
an ársins hring höfum við séð meiri
fjölbreytni þegar kemur að veit-
ingastöðum, þeirri afþreyingu sem í
boði er ásamt gistimöguleikum. Allt
fer þetta vel saman og njótum við Ís-
lendingar góðs af,“ segir Helga.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, er bjartsýnn
á veðrið og segir að veðrið verði svip-
að um allt land. „Það verður engin
úrkoma fyrr en á mánudag, þannig
að veðrið verður gott frá föstudegi til
sunnudags. Við erum komin heldur
lengra inn í sumarið en yfirleitt á
þessum árstíma.“
Samgöngustofa hvetur fólk til að
fara varlega um helgina. „Fólk á að
flýta sér hægt og fara að öllu með
gát. Það er betra að komast aðeins
seinna en að komast ekki,“ segir Þór-
hildur Elín Elínardóttir, upplýsinga-
fulltrúi Samgöngustofu.
Landsmenn hyggja á ferðalög í góðu veðri um helgina Aðalvarðstjóri umferðardeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að fylgjast sérstaklega með ferðavögnum
Spáir góðu um hvítasunnuhelgina
Morgunblaðið/Ómar
Samgöngustofa Fólk er hvatt til að fara varlega um helgina. „Flýta sér
hægt og fara að öllu með gát,“ segir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Jazzinn mun óma á Jómfrúartorginu
við veitingahúsið Jómfrúna við
Lækjargötu alla laugardaga í sumar.
Er þetta 19. árið í röð sem tónleika-
röð Jómfrúarinnar hefur göngu sína.
Fjölbreytt dagskrá Sumarjazzins
2014 var birt í gær. Munu bæði fjöl-
margir íslenskir jazzleikarar sem og
erlendir tónlistarmenn spila á tón-
leikunum á Jómfrúnni í sumar.
Jakob Jakobsson eldri, eigandi
Jómfrúarinnar, segir Sumarjazzinn
verða með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Sigurður Flosason saxó-
fónleikari er listrænn stjórnandi tón-
leikanna í sumar eins og undanfarin
ár. Tónleikarnir standa frá kl. 15 til
17 alla laugardaga til 30. ágúst og
spilað verður utandyra.
Plássið á torginu er hins vegar
minna en verið hefur þar sem fram-
kvæmdir standa yfir við niðurrif
gamla Skuggabarsins vegna hót-
elbyggingar við Hótel Borg. Jakob
segir að um helmingur torgsins muni
nýtast fyrir tónleikana og gesti. Er
ráð fyrir því gert að pláss verði fyrir
um 100 manns í sæti á torginu. Hlé
verður gert á framkvæmdum á með-
an tónleikarnir standa yfir. „Allt sem
gefur frá sér hávaða verður lagt nið-
ur á meðan tónleikarnir standa yfir.
Ég vona að þetta verði ekki til að
trufla mikið starfsemina hérna,“ seg-
ir Jakob.
Fley tríó Egils B. Hreinssonar
ríður á vaðið á fyrstu tónleikunum
næsta laugardag en það skipa auk
Egils Gunnar Hrafnsson á kontra-
bassa og Kjartan Guðnason á
trommur. Þá munu tveir gestir koma
fram með tríóinu, Jóel Pálsson saxó-
fónleikari og Högni Egilsson úr
Hjaltalín, sem mun syngja með tríói
föður síns.
Laugardaginn 14. júní ætlar söng-
konan og píanóleikarinn Eve Evants
að halda uppi stuðinu á Jómfrúar-
torginu ein og óstudd og 21. júní
kemur Skuggatríó Sigurðar Flosa-
sonar fram ásamt söngkonunni
Ragnheiði Gröndal og spilar blús-
mettaðaðan jazz og jazzmengaðan
blús að hætti tríósins en það skipa
auk Sigurðar Þórir Baldursson á
Hammonnd-orgel og Einar Schev-
ing; trommur.
Stórsveit þýskra ungmenna
Úrvals big band ungmenna frá
Norður-Rínarhéruðum Þýskalands,
Nord Rhine Westphalia Big Band,
spilar fyrir Jómfrúargesti seinasta
laugardaginn í júní og 5. júlí mun svo
Latín-jazz kvartett Tómasar R. Ein-
arssonar stíga á svið og leika sjóð-
andi suðræna sveiflu.
Meðal fjölmargra annarra jazz-
leikara sem koma fram á Jómfrúnni
síðar í sumar eru sveit Ara Braga
Kárasonar trompetleikara, skipuð
íslenskum og frönskum tónlist-
armönnum, Brasilíukvartett Sigrún-
ar Kristbjargar, fiðlu- og básúnu-
leikara, sveiflukvartett Reynis
Sigurðssonar víbrafónleikara, sveit
Sigurðar Flosason og söngkonunnar
Kristjönu Stefáns, og kvartett Jóns
Páls Bjarnasonar gítarleikara er á
dagskrá í ágúst.
Sumarjazzinn tekur flugið
Fley tríóið ríður á vaðið með Högna Egilssyni og Jóel
Pálssyni á fyrstu laugardagstónleikum Jómfrúarinnar
Morgunblaðið/Ómar
Feðgarnir Jakob Jakobsson og Jakob E. Jakobsson, veitingamenn á Jómfrúnni, segja allt til reiðu fyrir Sumarjazzinn.
Brotið verður út af venjunni 12.
júní og boðið upp á sumardjass
á fimmtudegi frá kl. 16 til 18 en
þá munu tónlistarmenn af
skemmtiferðaskipinu Crystal
Symphony sem væntanlegt er
til Reykjavíkur „bregða sér í
land og skemmta sjófarendum
og landkröbbum,“ eins og segir
í dagskrárkynningu Jómfrúar-
innar.
Bregða sér í
land og spila
DJASSSKIP KEMUR 12. JÚNÍ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Engin svör hafa borist úr innanrík-
isráðuneytinu um niðurstöðu athug-
unar ráðuneytisins á ástæðum þess
að tölvupóstum á milli sérstaks sak-
sóknara og fréttamanns Kastljóss
var eytt. Er það þrátt fyrir ítrekaðar
fyrirspurnir blaðamanns Morgun-
blaðsins um málsmeðferðina. Málið
var tekið fyrir í innanríkisráðuneyt-
inu í fyrrahaust þar sem sérstakur
saksóknari var spurður um verklag
við varðveislu tölvugagna.
Nefndin varð að vísa málinu frá
Forsaga málsins er sú að lögmað-
ur krafðist þess að fá afrit af tölvu-
póstsamskiptum Ólafs Þ. Hauksson-
ar, sérstaks saksóknara, við
fréttamann í kjölfar viðtals við Ólaf
og umfjöllunar Kastljóss um meinta
markaðsmisnotkun í Glitni. Ólafur
sinnti ekki kröfum lögmanns og var
málið kært til Úrskurðarnefndar um
upplýsingamál.
Í kjölfar birtingar fréttar Kast-
ljóss í desember árið 2011 um meint
afbrot í Glitni sáu lögmenn þeirra
sem nafngreindir voru í fréttunum
ástæðu til þess að senda frá sér yf-
irlýsingu þar sem sérstakur sak-
sóknari var gagnrýndur fyrir að
leggja fjölmiðlamönnum lið í sak-
bendingum. Við meðferð málsins hjá
nefndinni kom í ljós að gögnunum
hafði verið eytt og öryggisafrit væru
ekki til. Því varð ekki hjá því komist
að vísa málinu frá nefndinni.
Kostnaður og aðstöðuleysi
Bar Ólafur því við í samtali við
Morgunblaðið sem birtist 22. ágúst
2013 að allur gangur væri á því
hvernig haldið væri utan um tölvu-
pósta með fyrirspurnum fjölmiðla.
„Tölvupóstarnir eru færðir í skjala-
vistunarkerfi þegar það á við um viss
mál en ekki þótti ástæða til þess í
þessu tilfelli. Í fyrstu var beiðni kær-
anda mjög víðtæk en eftir að hún var
afmörkuð þá töldum við okkur eiga
öryggisafrit af þessum póstum en
svo reyndist ekki vera,“ segir Ólafur
en í úrskurðinum kemur fram að ör-
yggisafrit eru ekki geymd lengur en
í þrjá mánuði hjá embættinu. „Það
kostar að geyma rafræn gögn og
taka þarf afstöðu til þess hvort það
beri að geyma alla pósta,“ sagði Ólaf-
ur.
Að sögn Jóhannesar Tómassonar,
fjölmiðlafulltrúa innanríkisráðu-
neytisins, sat sérstakur saksóknari
fyrir svörum hjá ráðuneytinu varð-
andi verklag um gagnavarðveislu
síðastliðið haust.
Ástæðum eyð-
ingar ósvarað
Engin svör úr innanríkisráðuneytinu
ERNA
Skipholti 3 - Sími: 552 0775
www.erna. is
Smári
Íslenskur
silfurborðbúnaður
er sígild gjöf
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA