Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 6
Benjamín Baldursson
Eyjafjarðarsveit
Sláttur hófst á bænum Teigi í
Eyjafjarðarsveit í gærmorgun
og er spretta góð að sögn
Ingva Stefánssonar bónda.
Tíð hefur verið mjög hag-
stæð í vor og var maímánuður
sérstaklega hlýr og einnig hef-
ur verið rekja af og til. Ingvi
er ekki að heyja fyrir sig
heldu leigir hann nágranna
sínum, Herði Snorrasyni í
Hvammi, túnin.
Allt útlit er fyrir að fleiri
bændur í Eyjafjarðarsveit
hefji slátt á næstu dögum.
Mjög hag-
stæð tíð
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
munur á túnunum núna, við sjáum
grasið spretta. Ég gæti trúað því
að bændur færu að byrja að slá
bestu blettina innan viku,“ segir
Þorsteinn.
Kal í túnum var aðeins meira á
Suðurlandi en búist var við og seg-
ir Sveinn Sigurmundsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Suðurlands, að klaki hafi lengi leg-
ið yfir skákum í Flóanum og það
verði alltaf einhver ódrýgindi af
því, hinsvegar líti afar vel út með
sprettu. Kristján Bjarndal Jóns-
son, jarðræktarráðunautur hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
býst við að bændur byrji ekki að
slá af krafti fyrr en um miðjan júní
eins og í meðalári út af næturkulda
í maí sem gæti hafa dregið úr
áburðarvirkni. Þá virðist bændur
hafa verið duglegir í endur- og ný-
ræktun auk kornræktar því fræ-
salar láti afar vel af sölunni í vor.
Ríkuleg grænmetisuppskera
Það er ekki bara grassprettan
sem lítur vel út heldur eru garð-
yrkjubændur í skýjunum með vor-
ið eftir rysjótta tíð í fyrra.
„Ég er búinn að vera í útirækt í
34 ár og þetta er besta vor sem ég
hef upplifað á mínum ferli. Við
fáum sól og hita og rigningu eins
og eftir pöntunum, þannig að það
er ekki hægt að hafa það betra,“
segir Guðjón Birgisson, garð-
yrkjubóndi á garðyrkjustöðinni
Melum á Flúðum. Guðjón býst við
mjög góðri og ríkulegri grænmet-
isuppskeru í ár og að hún verði
komin snemma í verslanir ef fram
fer sem horfir.
Gunnlaugur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna, segir stöðuna vera þá
albestu í mörg ár og ekki langt í
að fyrstu íslensku kartöflurnar
komi í verslanir. „Það eru nokkrar
vikur í nýjar kartöflur, þær verða
kannski komnar í lok júní. Þá
verða ýmsar aðrar tegundur, eins
og kínakál, mjög snemma. Staðan
er mjög flott að megninu til út um
allt land.“
„Við sjáum grasið spretta“
Einstök sprettutíð í vor gleður bændur um land allt Sláttur að hefjast víða næstu daga „Þetta
er besta vor sem ég hef upplifað á mínum ferli,“ segir garðyrkjubóndi Stutt í nýjar kartöflur
Morgunblaðið / Sigmundur Sigurgeirsson
Gróðursæla Hjörtur Benediktsson, garðyrkjubóndi á Króki í Ölfusi gengur
um garðinn sinn. Rigningin á Suðurlandi í gær gerir gróðrinum gott.
Ljósmynd/Benjamín Baldursson
Fyrsti sláttur Myndin var tekin þegar sláttur hófst á bænum Teigi í Eyjafjarðarsveit í gærmorgun. Spretta er góð.
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Bændur á Suðurlandi segja vorið
hafa verið einstakt og muna marg-
ir hverjir ekki eftir betri sprettu-
tíð. Sláttur er ekki hafinn svo kall-
ast geti, enda hefur vantað
þurrkinn, en bændurnir á Hvassa-
felli undir Eyjafjöllum slógu þó
blett í fyrradag og sagði frá því í
Morgunblaðinu í gær. Allt lítur þó
út fyrir að Ólafur Eggertsson,
bóndi á Þorvaldseyri undir Eyja-
fjöllum, hefji slátt í dag eða á
morgun. „Við erum ekki farin að
slá enda þarf að stytta upp fyrst
og helst blása smá af en við byrj-
um trúlega á morgun eða hinn.
Það er komið vaðandi gras sem
liggur orðið á köflum, það hefur
sprottið svo hratt síðustu daga.
Þetta gæti ekki verið betra og nú
þurfum við bara þurrk,“ sagði
Ólafur þegar blaðamaður ræddi við
hann í gær.
Aðeins kal í túnum
Ólafur segir mjög gott hljóð í
bændum á öllu Suðurlandi og þeir
séu bjartsýnir á sumarið. „Það
hafa verið kjöraðstæður og ennþá
ekkert skemmt fyrir, það komu
ekki þurrkar í vor eins og gerir oft
og enginn kuldakafli allan maí. Frá
páskum hefur þetta verið einmuna
gott vor. Maður veit svo sem aldrei
hvernig sumarið fer en þetta lítur
vel út.“
Ólafur er með mikla kornrækt
og segir hann allt korn hafa spírað
mjög vel. „Það verður góður vöxt-
ur í því áfram ef það fer svona vel
af stað og gefur von um góða upp-
skeru. Við erum líka með hveiti-
rækt, vetrarhveiti, og það hefur
aldrei verið eins fallegt.“
Þorsteinn Loftsson, bóndi í
Haukholtum í Hrunamannahreppi,
tekur í sama streng og Ólafur.
„Þetta lítur náttúrlega bara ótrú-
lega vel út, þetta er með albestu
árum. Það er gríðarlegur daga-
Fyrstu fimm mánuðir ársins 2014
hafa verið óvenjuhlýir og hafa aðeins
þrisvar verið hlýrri í Reykjavík frá
upphafi samfelldra mælinga árið
1871. Þetta kemur fram í samantekt
Veðurstofu Íslands um tíðarfarið í
maímánuði. Ársbyrjunin var betri í
Reykjavík árin 1964, 1929 og 2003.
„Það er óvenjulegt hvað hitinn hef-
ur verið jafn það sem af er árinu. Það
hafa eiginlega ekki verið nein sérstök
kuldaköst og ekki heldur nein sér-
stök hlýindi, bara verið jafnhlýtt,“
segir Trausti Jónsson veðurfræðing-
ur. Allir mánuðir ársins hafa verið
fyrir ofan meðallag án þess að neinn
þeirra hafi verið mjög ofarlega einn
og sér, hvorki skarað fram úr í hita
né kulda.
Trausti segir að þótt það hafi verið
hlýtt og hiti yfir meðallagi í maí þá
hafi tuttugu stiga hiti ekki enn mælst
á landinu. Það sé nokkuð óvenjulegt
því frá upphafi mælinga hafi meira
en helmingur af maímánuðum mælst
með 20 stiga hita.
Spurður hvort þessi góða byrjun á
árinu segir eitthvað til um framhald-
ið segir Trausti það ekki vera.
„Þessi þrjú ár sem 2014 keppir við
í Reykjavík voru
misjöfn. Sumarið
1964 var heldur
kalt. Sumarið
1929 var í góðu
lagi víðast hvar á
landinu en haust-
ið var mjög leiðin-
legt. Árið 2003
var allt í toppi og
endaði sem það
hlýjasta. Þannig að það er ekkert
mynstur í þessu. Það er samt þannig
að þegar það hefur verið hlýtt eru
meiri líkur á að það verði hlýtt áfram,
þó það sé ekki gefið,“ segir Trausti.
Sex sinnum verið hlýrri en nú
Á Akureyri hafa fyrstu fimm mán-
uðir ársins aðeins sex sinnum verið
hlýrri en nú. Það var 1964, 1929,
1974, 2003, 1972 og 2012. Þótt úr-
koma hafi verið vel undir meðallagi í
apríl og maí á Akureyri var hún svo
mikil fyrstu þrjá mánuðina að úr-
koma hefur aðeins þrisvar verið
meiri fyrstu fimm mánuði ársins á
Akureyri, það var 1989, 1990 og 1953,
segir á vef Veðurstofunnar.
ingveldur@mbl.is
Fyrstu 5 mánuð-
irnir byrja vel
Aðeins þrisvar verið hlýrri í Reykja-
vík Verið jafnhlýtt Enn ekki 20°C
Trausti Jónsson
Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is
Garðúðun
NÚ ER TÍMINN TIL ÞESS AÐ ÚÐA
GEGN TRJÁMAÐKI.
Trjámaðkur á það til að
leynast í blöðum trjáa á
þessum árstíma.
Trjámaðkurinn étur blöðin og
gerir það að verkum að þau verði ljót og
geta jafnvel eyðilagst.