Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 9
Ísfisktogari Þannig mun hinn nýi togari HG líta út full- smíðaður. Hann kemur til landsins eftir 18 mánuði. Hraðfrystihúsið - Gunnvör í Hnífsdal (HG) hefur ákveðið að ráðast í nýsmíði á ísfisktogara sem smíð- aður verður í Kína eftir íslenskri hönnun. Skipið mun kosta um 1,5 milljarða króna fullbúið og er gert ráð fyrir því að það verði afhent eftir 18 mánuði. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, segir að um talsverð tímamót sé að ræða þar sem þetta sé stærsta einstaka fjárfesting sem gerð hafi verið í sjávarútvegi á Vestfjörðum um langa hríð. Fyrirtækið gerir nú út ísfiskstogarana Pál Páls- son og Stefni, frystitogarann Júlíus Geirmundsson auk nokkurra smærri báta. Þörf hefur verið á end- urnýjun á hluta skipa HG sem komin eru til ára sinna og hefur undirbúningur þess staðið í nokkurn tíma. Hönnun hins nýja togara annaðist verkfræðistofan Skipasýn í samstarfi við starfsmenn HG. Nýr ísfisktogari í smíðum  Fjárfesting HG í Hnífsdal nemur 1,5 milljörðum króna  Stærsta fjárfesting í sjávarútvegi á Vestfjörðum í mörg ár FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Kjörstjórn í Hafnarfirði hef- ur fallist á beiðni Pírata um endurtalningu atkvæða í bæj- arstjórnarkosn- ingunum þar á laugardaginn. Öll atkvæði, nær tólf þúsund, verða endur- talin. Hefst talningin í kvöld. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, for- maður kjörstjórnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöld að beiðni þessa efnis hefði borist síðdegis. Hefði kjörstjórn fundað í framhaldinu og fallist á erindið sem rökstutt var með tilvísun til þess að aðeins munaði örfáum at- kvæðum á þriðja manni Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn og odd- vita Pírata. Kjörstjórn hafði áður hafnað beiðni Pírata um endurtalningu vegna formgalla í erindi þeirra. Samkvæmt lokatölum frá Hafn- arfirði munaði sex atkvæðum á Brynjari Guðnasyni, oddvita Pí- rata, og Öddu Maríu Jóhanns- dóttur, þriðja manni Samfylking- arinnar. Adda náði inn en Brynjar ekki. Samtals fengu Píratar 6,7% fylgi í Hafnarfirði. Talið aftur í Hafnarfirði Brynjar Guðnason  Fallist á beiðni Pírata VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 55% þeirra sem beita stúlkur kynferðislegu ofbeldi eru karlar tengdir fjölskyldu þeirra. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/kjólar www.laxdal.is FRANKLYMAN GLÆSIKJÓLAR FRÁ 20-30% afsláttur fimmtud ag -laugarda g Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 M b l föstudag og langan laugardag 30% afsláttur af sumarblússum, leðurjökkum, hálfermaskyrtum og pólóbolum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.