Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 12
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Viðræður fulltrúa L-lista, Fram- sóknarflokks og Samfylkingar um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn ganga vel að sögn. Oddvitar fram- boðanna ákváðu strax á kosninga- nótt að ræðast við, eins og þá kom fram á mbl.is.    Enginn asi er á mönnum, eins og viðmælandi blaðsins orðaði það í gær, og líklegt að hóparnir þrír noti hvítasunnuhelgina til að ganga frá lausum endum. Yfir- gnæfandi líkur eru á að Eiríkur Björn Björgvinsson verði áfram bæjarstjóri.    Sýning á fágætum Íslands- kortum, Land fyrir stafni!, verður opnuð á Minjasafninu á Akureyri í dag. Þar verða sýnd landakort frá 1547-1808, 76 talsins frá Ítalíu, Hollandi, Englandi, Frakklandi, Tékklandi, Austurríska keisara- veldinu og Þýskalandi. „Hvert öðru sérkennilegra og sérstakara, þannig er að finna kort á sýning- unni sem aðeins er til í einu öðru eintaki í heiminum,“ segir í frétt.    Kortin eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og Giselu Schulte-Daxboek til íbúa Akureyr- ar. Þau hafa safnað kortum af Ís- landi eða þar sem landið er hluti Evrópukorts um áratuga skeið. Schulte-hjónin tóku ástfóstri við Ísland og Akureyri fyrir nokkrum árum og ákváðu að gefa kortin til bæjarins.    Sýningin er í stóra sal safns- ins. Þar var síðast opnuð ný sýn- ing árið 1999 og því sannarlega tímamót.    Sumarsýning Listasafnsins verður opnuð á laugardaginn og ber yfirskriftina Íslensk samtíð- arportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýningunni eru á þriðja hundrað verk eftir 70 listamenn.    Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Erró, Ragn- ar Kjartansson, Kristín Gunn- laugsdóttir, Hallgrímur Helgason, Steinunn Þórarinsdóttir, Hug- leikur Dagsson, Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir og Baltasar Samper. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar í fyrra, á einnig verk á sýningunni og opnar einmitt aðra sýninga á sama tíma; Ferðalag, í Sal Mynd- listarfélagsins í Listagilinu.    Þess má geta að boðið verður upp á leiðsögn í Ketilhúsinu í há- deginu í dag um sýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun, og áhugasamir verða í góðum höndum. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslu- stjóri, gengur með gestum um safnið.    Leiðsögn verður um portrett- sýninguna á sama stað eftir viku og síðan vikulega í sumar til skipt- is á hvorum alla fimmtudaga kl. 12.    Akureyri Vikublað er hætt samstarfi við vefmiðilinn akv.is en það hefur einkum falist í að efni úr blaðinu hefur birst þar.    „Um síðustu helgi fóru fram sveitarstjórnarkosningar. Að þeim loknum liggur fyrir að Sóley Björk Stefánsdóttir sem titlar sig eig- anda akv.is hefur náð kjöri sem bæjarfulltrúi VG á Akureyri. Rit- stjórn Akureyrar Vikublaðs telur ekki rétt að eiga í samstarfi um birtingar á afurðum blaðsins í vef- miðli sem er í eigu pólitísks bæj- arfulltrúa. Sú ákvörðun er tekin vegna grundvallarkröfu um að skrif blaðsins njóti trúverðugleika, enda Akureyri Vikublað frjáls og óháður fjölmiðill,“ segir Björn Þorláksson ritstjóri í yfirlýsingu og þakkar Sóleyju jafnframt gott samstarf.    Hljómsveitirnar Ylja og Snorri Helgason halda tónleika á Græna hattinum í kvöld ásamt Vestur-Íslendingnum Lindy Vopn- fjörð.    Ljótu hálfvitarnir verða svo með spilakvöld á Græna hattinum á föstudagkvöldið. Prógrammið var prufukeyrt á Café Rósenberg um síðustu helgi og ku hafa slegið í gegn. Sveitin hefur gefið út fjór- ar plötur með 13 lögum; hver plata stendur fyrir einn lit og hvert spil fyrir eitt lag. Á spila- kvöldi geta gestir dregið úr spila- stokki og þá leikur sveitin viðkom- andi lag! Glæný list og eldgömul landakort Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blómlegt Ylfa Björt Jónsdóttir snyrtir bæinn í sumar og setur niður blóm. Í gær var hún við kirkjutröppurnar. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum s nyrtivöru m í júní Komið o g skoðið úr valið Seljum einnig: Peysur, buxur, pils, leggings o.m.fl. STUTT Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands og Evrópustofa í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndar- samtök Íslands standa í dag fyrir opnu málþingi um Ísland, Evrópu- sambandið og loftslagsbreytingar. Fjallað verður um stefnu Evrópu- sambandsins í loftslagsmálum og hvernig hún hefur áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Fundurinn verður í dag frá kl. 13 til 16 í stofu 101 í Odda. Málþing um lofts- lagsbreytingar Hið árlega Heilsuhlaup Krabba- meinsfélags Íslands fer fram í kvöld, fimmtudagskvöld. Ræst verður klukkan 19:00 við hús Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Forskráning er hafin á www.hlaup.is og þar verður hægt að skrá sig til hádegis í dag og hjá Krabbameinsfélaginu til kl. 18. Helga Camilla, stöðvarstjóri hjá World Class, sér um að hita hlaup- arana upp kl. 18:40. Þátttökugjald er 1.500 krónur fyrir 15 ára og eldri og 500 krónur fyrir 14 ára og yngri. Hægt er að velja um 3 km skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða 10 km hlaup suður fyrir Reykjavíkur- flugvöll og til baka. Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum. Heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins Fyrsta sumarnámskeið Útilífsskóla skáta hefst þriðjudaginn 10. júní en þrettán skátafélög á höfuðborgar- svæðinu halda útilífsnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða tveggja vikna námskeið og í lok hvers námskeiðs er farið í einnar nætur útilegu í ná- grenni Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu að öll skátafélög leggi áherslu á spenn- andi og skemmtilega dagskrá eins og útieldun, klifur, rötun og skyndi- hjálp. Námskeiðin eru í boði til 18. júlí en þá fara leiðbeinendur útilífsskól- ans að undirbúa Landsmót skáta sem verður á Akureyri í lok júlí. Í ágúst er þráðurinn tekinn upp að nýju og 11. ágúst hefst viku nám- skeið. Nánari upplýsingar eru á vefnum utilifsskoli.is. Morgunblaðið/Eggert Skátar Skátafélögin á höfuðborgarsvæð- inu bjóða upp á útinámskeið. Útilífsnámskeið skáta að hefjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.