Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.06.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og eiginmaður hennar Daníel prins heimsækja Ísland í boði Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, dagana 18. og 19. júní. Með þeim í för verða embættis- menn sænsku hirðarinnar og utan- ríkisþjónustunnar. Viktoría og Daníel koma til Ís- lands að morgni miðvikudagsins 18. júní og munu þann dag m.a. kynna sér tónlist og menningarlíf í Hörpu, skoða Hellisheiðarvirkjun og heim- sækja fyrirtækið Össur. Á fimmtu- daginn fara þau til Húsavíkur og skoða Mývatn, Goðafoss og fleiri staði og fara í hvalaskoðun. Þá taka gestirnir þátt í málþingi í Háskól- anum á Akureyri um samvinnu á norðurslóðum. Á undanförnum árum hafa ríkis- arfar Noregs og Danmerkur heim- sótt Ísland í boði forseta og með heimsókn Viktoríu krónprinsessu nú hafa allir ríkisarfar Norður- landa sótt Ísland heim. Krónprins- essa Svía í heimsókn  Skoðar m.a. virkj- un, Mývatn og hvali Ljósmynd/Kate Gabor Konungleg Hjónin Daníel og Vikt- oría með dóttur sína, Estellu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tólfan, stuðningsmannafélag ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, heiðraði minningu knatt- spyrnugoðsagnarinnar og skemmti- kraftsins Hermanns Gunnarssonar með því að myndskreyta vegg á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í gær. Ár er síðan Hermann féll frá og þótti þetta því tilvalinn tími til þess að heiðra Hermann, eða Hemma Gunn, með þessum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá stuðningsmannafélaginu eru áform um að halda þessum sið áfram og heiðra minningu afburðaknatt- spyrnumanna með þessum hætti. Myndir úr smiðju Henson Borði með mynd af Hermanni sem Tólfan útbjó hefur verið hengdur upp á landsleikjum frá andláti hans og stendur Hemmi stuðningsmanna- félaginu nærri. Athöfn var í Ölveri áð- ur en minningarveggurinn var opn- aður og lyftu viðstaddir glösum auk þess að heiðra hann með dynjandi lófaklappi. Myndirnar á veggjunum koma úr smiðju Halldórs Einarsson- ar sem oft er kenndur við Henson en hann var mikill vinur Hermanns. Víðar var minningu Hermanns haldið á lofti. Í Valsheimilinu kom til að mynda saman hópur fólks til að rifja upp stundir með kappanum ógleymanlega. Heiðursveggur Hemma Morgunblaðið/Eggert Hemmi Gunn Tólfan heiðraði minningu Hermanns Gunnarssonar í gær.  Tólfan gerði minningarvegg á Ölveri um Hemma Gunn Við framkvæmdir á viðbyggingu á bænum Hamri í Hegranesi fundust bæði torf- og kolaleifar sem bera vitni um forna byggð undir öskulagi frá Heklu sem féll árið 1104. Frá þessu segir á vefsíðunni glaumbær.is. Þar segir að á staðnum hafi verið gerðar fornleifarann- sóknir og á síðustu dögum þeirra hafi komið í ljós lítið röskuð gólflög og fornt eldstæði. Þegar grafið var út frá gólflögunum sáust rótuð torf- lög sitt hvorum megin og örlitlar leifar af undirstöðum veggja. Smám saman fór skáli að taka á sig mynd, sem talinn er hafa verið fjórir metrar á breidd um miðbikið og á að giska 8-9 metra langur. Í miðju gólfi var um eins metra langt eldstæði og merki um bekki eða set með langhliðum. Í torfi skálans mátti greina gjósku sem talið er að sé úr gosi frá Vatnajökli frá því um 1000. Sýni úr gjóskunni verða send til frekari greiningar en flest bendir til að skálinn sé frá 11. öld. Fundu 11. aldar skála í Hegranesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.