Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014 Flugvirkjar hjá Icelandair sam- þykktu í gærkvöldi að boða til verk- falls 16. júní næstkomandi, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Allir flugvirkjar Icelandair munu þá leggja niður störf sem mun koma til með að hafa áhrif á milli- landaflug félagsins. Fundir vegna kjaradeilunnar hafa verið hjá rík- issáttasemjara að undanförnu en engan árangur borið. Flugvirkjar boða verkfall 16. júní Morgunblaðið/Kristinn Icelandair Flugvirkjar boða verkfall. Félag íslenskra náttúrufræðinga ætlar að leita allra löglegra leiða til að ná fram kröfum sínum og kvikar ekki frá þeirri kröfu að gerður verði stofnanasamningur og laun félagsmanna á Landspítala leiðrétt. Félagsdómur hefur ógilt verkfalls- boðun náttúrufræðinga sem starfa á Landspítalanum. Páll Halldórsson, formaður fé- lagsins, sagði í gær að m.a. væri til skoðunar að boða aftur til verkfalls en þá hugsanlega með öðrum hætti. Í fréttatilkynningu félagsins í gær kemur fram að laun náttúru- fræðinga á Landspítalanum hafa rýrnað stöðugt frá því að stofnana- samningur var gerður árið 2001 og launaþróun þeirra verið mun lakari en annarra opinberra starfsmanna. Við þetta verði ekki unað. „Landspítali verður að taka hlut- verk sitt alvarlega í gerð og fram- kvæmd stofnanasamninga og ganga strax til samninga við Félag ís- lenskra náttúrufræðinga. Samn- inganefnd ríkisins þarf að fylgja eftir framkvæmd þess kerfis sem samið var um árið 1997 eða semja um annað launamyndandi kerfi sem tryggir jafnræði,“ segir í frétta- tilkynningu FÍN. Samið var um nýtt launakerfi við ríkið 1997 og áhersla lögð á að færa launaröðun í kjarasamningi yfir í sérstaka stofnanasamninga. FÍN heldur því fram að Landspít- alinn hafi frá upphafi hunsað þetta kerfi gagnvart náttúrufræðingum. Auk þess hafi verið gengið fram hjá félagsmönnum FÍN á Landspít- alanum í jafnlaunaátaki fyrrverandi ríkisstjórnar. Þegar verkfall var boðað á dög- unum var tiltekið að það hæfist 4. júní „hafi endurskoðun á stofn- anasamningi Landspítala og FÍN ekki náðst fyrir þann tíma“. Í dómi Félagsdóms er vísað til þessa orða- lags og að í kjarasamningi aðila segi að viðræður um stofnanasamn- ing skuli fara fram undir friðar- skyldu. Kemst dómurinn að þeirri niður- stöðu að þetta ákvæði bindi aðila málsins þrátt fyrir að gildistími kjarasamningsins sé liðinn. FÍN hafi því verið óheimilt að boða til verkfalls í því skyni að knýja á um gerð stofnanasamnings. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Kjaradeila Náttúrufræðingar hafa óskað eftir samningafundi nk. föstudag. Vilja stofnanasamning » Félagsdómur úrskurðaði að boðun verkfalls náttúrufræð- inga á Landspítalanum væri ólögmæt. » FÍN krefst þess að spítalinn geri stofnanasamninga við fé- lagsmenn sem hafi setið eftir í launaþróuninni í mörg ár. » Þá gagnrýna þeir harðlega að hafa ekki fengið 4,8% launahækkun í samræmi við jafnlaunaátakið þrátt fyrir að vera kvennastétt á Landspít- alanum. Leita allra leiða til að ná fram kröfum  Til skoðunar að boða aftur til verkfalls en þá með öðrum hætti, segir formaður félagsins Veiðiferð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráð- herra í Norðurá í Borgarfirði í dag er ekki boðsferð, heldur er um að ræða opnunarathöfn, að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Ráðherrarnir muni hefja veiðitímabilið í ánni. Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra, staðfesti að Bjarni muni ein- ungis taka nokkur köst. Siðleysi ráðherranna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi forsætisráðherra, gagnrýndi ráðherrana tvo harðlega á Face- book-síðu sinni í gær þar sem hún sagði það siðleysi af hálfu Bjarna og Sigmundar að þiggja boðið. Sigurður segir gagnrýni Jóhönnu á misskilningi byggða. Ekki sé verið að brjóta siðareglur ráðherra, eins og Jóhanna hefur gefið í skyn. Stangaveiðifélag Reykjavíkur leigir ekki lengur veiðiréttinn í Norðurá heldur annast Einar Sig- fússon sölu veiðileyfa fyrir veiðirétt- areigendur. Ákveðið var að bjóða ráðherrunum tveimur að vera við- staddir opnunina, sem fram fer í dag, og þáðu þeir báðir boðið. Svanhildur Hólm segir að eftir stutt stopp muni Bjarni fara suður og halda erindi á morgunverðarfundi, Iceland’s Bright Future, á Hilton Nordica snemma í dag. Í samtali við Morgunblaðið í gær fagnaði Einar Sigfússon því að ráð- herrarnir hefðu þegið boðið. „Eftir hrunið og uppgang áranna 2006 til 2008 hefur laxveiði fengið nokkuð neikvæðan stimpil á sig og veiðirétt- areigendur eiga við ímyndarvanda að stríða,“ sagði Einar. Hann sagðist jafnframt vilja vinna í því að breyta ímynd laxveiða í huga fólks að nýju og ráðherrarnir skildu vel hvað það væri gott fyrir þann mikilvæga atvinnuveg sem laxveiðin er. Laxveiðiferð ráð- herra ekki boðsferð  Bjarni mun einungis taka nokkur köst Morgunblaðið/Árni Sæberg Laxveiði Norðurá í Borgarfirði. VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 rafkaup.is Ármúla 24 • S: 585 2800 SÆNSK FRAMLEIÐSL A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.