Morgunblaðið - 05.06.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2014
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Framleiðslan er greinilega í öðrum
takti en á sama tíma undanfarin ár.
Fituhlutfallið hefur einnig verið að
aukast. Þetta lítur mjög vel út,“ seg-
ir Baldur Helgi Benjamínsson, fram-
kvæmdastjóri
Landssambands
kúabænda, um
þróun mjólkur-
framleiðslunnar.
Innvigtun
mjólkur í landinu
var í liðinni viku
2.860 þúsund lítr-
ar sem er tæplega
260 þúsund lítr-
um meira en í
sömu viku á síð-
asta ári. Aukningin er 10%.
Mjólkurneysla jókst meira á síð-
asta ári en áætlanir mjólkuriðnaðar-
ins gerðu ráð fyrir, sérstaklega á
fituríkum afurðum. Það varð til þess
að mikið gekk á birgðir og flutt var
inn smjör fyrir jólin. Síðan hafa
bændur óspart verið hvattir til að
auka framleiðsluna og hafa hana
fituríkari. Kvóti hefur verið aukinn
stórlega og Mjólkursamsalan lýst
því yfir að öll mjólk verði keypt á
fullu afurðastöðvaverði í ár og út
næsta ár.
Tekur tíma að bregðast við
Bændur sýndu strax áhuga á að
nýta þetta tækifæri og hafa gripið til
ýmissa ráða sem ýmist eru til
skamms tíma eða lengri. „Það tekur
þennan tíma að bregðast virkilega
við og auka framleiðsluna,“ segir
Baldur.
Hann nefnir að bændur hafi getað
aukið framleiðsluna strax með auk-
inni kjarnfóðurgjöf og dregið að
slátra mjólkurkúm. Lengri tíma taki
að láta kvígurnar bera fyrr og ala
upp nýjar mjólkurkýr í stað þeirra
sem slátrað er eða til að fjölga í fjós-
inu. „Við sáum verulega aukningu í
sæðingum á síðustu mánuðum síð-
asta árs og hún hefur haldið áfram
eftir áramót. Kvígurnar munu koma
inn í framleiðsluna í auknum mæli nú
í sumar,“ segir Baldur.
„Mér sýnist að þetta geti orðið
býsna gott sumar,“ segir hann um
útlitið. Hann segir að árað hafi vel
um allt land og gróður hafi tekið vel
við sér. Það sé mikilvægt fyrir fram-
leiðsluna í sumar og næsta vetur. Þá
hafi veður verið gott og margir búnir
að hleypa kúnum út.
Framleiða mikið í sumar
Venjulega dregur úr mjólkur-
framleiðslu á vorin. Síðustu tvö ár
náði hún hámarki um 20. maí og féll
hratt þegar leið á júnímánuð. Þróun-
in virðist vera í öðrum takti nú. Hún
er enn á mikilli uppleið og því gæti
framleiðslan orðið mikil fram á sum-
ar. „Árstíðasveiflan er enn nokkuð
mikil en menn geta dregið úr henni
með því að láta kýrnar bera fyrr. Við
höfum það markmið að draga úr
henni.“
Baldur vonar að framleiðslan nái
130 milljón lítrum á árinu en tekur
fram að það ráðist mjög af ytri að-
stæðum, eins og veðri í sumar og
haust. Það er um 8 milljón lítrum
meira en á síðasta ári og 5 milljón
lítrum meira en útgefið greiðslu-
mark.
Borð fyrir báru
Verulega gekk á birgðir mjólkur-
afurða á síðasta ári. Þótt salan sé enn
að aukast, eykst framleiðslan hrað-
ar, eins og staðan er núna.
Baldur telur að salan á árinu verði
umfram greiðslumarkið, sem er 125
milljónir lítra, eða allt að 127 millj-
ónir lítra. Gangi það eftir skapast
svigrúm til að laga birgðastöðuna og
meira borð verður fyrir báru fyrir
jólin en var í fyrra.
Mjólkin streymir úr kúnum
Mjólkurframleiðslan enn á hraðri uppleið Virðist vera í öðrum takti en í fyrra Ráðstafanir
bænda virka Sala á fituríkum mjólkurafurðum eykst einnig en heldur ekki í við framleiðsluna
Morgunblaðið/Eggert
Í fjósi Kýrnar hafa skilað sínu í vetur og framleiðslan er enn á uppleið. Útlit er fyrir metframleiðslu í sumar.
Sú sölusprenging sem varð í
mjólkurafurðum á síðasta ári
heldur áfram. Salan á tólf mán-
aða tímabili, miðað við lok apríl,
var 124,5 milljónir lítra, um-
reiknaðar í fitu, en 118,8 millj-
ónir lítra á próteingrunni.
Er þetta 7,6 eða 2,4% aukn-
ing frá sama tímabili á árinu áð-
ur, eftir því hvor viðmiðunin er
notuð.
Neytendur halda samkvæmt
því áfram að velja fituríkari
mjólkurafurðir í meira mæli en
verið hefur undanfarin ár.
Neytendur
vilja fitu
MJÓLKURSALA EYKST
Baldur Helgi
Benjamínsson
Leitum eftir ca 400-600 fm
skrifstofuhúsnæði fyrir ákveðinn
kaupanda. Skilyrði er að húsnæðið
sé vel sjáanlegt og samgöngur að
og frá því séu góðar.
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is
Fagleg og vönduð vinnubrögð
Reynir Björnsson löggiltur
fasteignasali, sími 895 8321.
Óskum eftir skrifstofuhúsnæði
Morgunverðarfundur 6. júní
Í tilefni rannsóknar á mati á umhverfisáhrifum vegagerðar býður VSÓ Ráðgjöf
til morgunverðarfundar 6. júní næstkomandi.
Á fundinum verður farið yfir helstu niðurstöður um þróun mats á
umhverfisáhrifum undanfarin 20 ár þ.m.t. fjöldi umhverfisþátta, ólíkt vægismat
og gæði matsins, ásamt tillögum að úrbótum. Þá verður rætt um samráð og
aðkomu Landverndar að matinu og Skipulagsstofnun lítur yfir farinn veg.
Frummælendur eru:
Auður Magnúsdóttir,
umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,
forstjóri Skipulagsstofnunar
Fundurinn hefst kl. 08:30 og stendur til 10:00
í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 6. júní.
Boðið er upp á morgunverð frá kl. 08:00.
Allir velkomnir.
Skráning á vso@vso.is
Mat á
umhverfisáhrifum
í 20 ár
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/G
R
A
69
33
3
06
/1
4
Í fyrradag, þriðjudaginn 3. júní,
afhjúpaði forseti Alþingis, Einar
K. Guðfinnsson, málverk af Emil
Jónssyni, fyrrverandi forseta sam-
einaðs Alþingis, að viðstaddri fjöl-
skyldu Emils, alþingismönnum,
fyrrverandi forsetum Alþingis og
fleiri gestum. Halldór Pétursson
listmálari málaði myndina árið
1973 og var hún gjöf frá ætt-
ingjum Emils.
Emil Jónsson var forseti sam-
einaðs Alþingis 1956-1959. Hann
sat á Alþingi í tæp 37 ár og gegndi
ráðherrastörfum í tæp 18 ár. Hann
var einn fárra manna til að gegna
oddvitastöðu löggjafar- og fram-
kvæmdavalds er hann var um
tveggja vikna skeið forseti samein-
aðs Alþingis og forsætisráðherra
Íslands samtímis. Nú á Alþingi
eru portrettmyndir af öllum for-
setum sameinaðs þings frá 1901.
Fjölskylda Emils og ýmsir gestir
voru viðstödd athöfnina.
Afhjúpuðu málverk
af Emil Jónssyni
Forsetar sameinaðs þings á Alþingi